Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fundagerðir

 

(23-05-2018)

Aðalfundur Shihtzu deildar 27.3. 2018
Fundur settur kl. 17.00
1. Skýrsla stjórnar Soffía flytur
Umræður um skýrslu stjórnar og hún borin upp samþykktar og samþykkt einróma.
2. Reikningar lagðir fram af Súsönnu
Reikningar samþykktir einróma og fundar maður hefur orð á því hversu vel stæð deildin er.
3. Kostning stjórnar

Laus sæti eru eru þrjú úr stjórn fara Helga, Lilja og Stella Sif þær gefa allar kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu.
Ekki eru fleiri framboð þannig að þær eru kjörnar.
4. Önnur mál
Rætt er um sérsýngu Tíbetanskar tegundir sem átti að halda núna i maí en þvi miður náðum við
ekki nógu mörgum sýndum hundum til þess að þetta gæti gengið upp fjárhagslega. Ekki hefur
verið gefið uppá bátinn þessi samsýning og verður haldið áfram með vinnuna og reynt að stefna á
september. Hugmynd um að fá eina eða fleiri tegundir til að vera með til þess að svona sýning
standi undir kostnaði.
Hugmynd um opna sýningu þar sem klipptir hundar fengju að vera með og allir til í að vinna að því
og fá þá jafnvel íslenskan dómara í verkefnið.
Súsanna stingur uppá að sleppa ekki tilboði Fjarðar verslunarmiðstöðvarinnar um að vera með
viðburð 5. Maí n.k. Reynum að finna eitthvað til að vekja athygli á okkur og hundunum.
Kosið var um sýningar nefnd og var stungið uppá að Dúa, Anja og Inga tækju það að sér sem þær
tóku vel í og frábært að fá þessar dugmiklu konur í þetta það er á döfinni er að hafa sýningu í
byrjun 1. Sept. og svo að spá í 1. Maí fyrir viðburð í Firði og þetta verður samvinnuverkefnið núna
á næstunni.
Dúa ætlar að kanna Sólheimakot 21 eða 22 apríl fyrir viðburð þar sem stigahæsti hundur og
hvolpur verður heiðraður.
Fundi slitið kl. 18.00
Helga A Þórðardóttir

Nánar ...

(02-11-2017)

Fundargerð Shih-tzu deildar 1. nóvember 2017 kl. 19.00

Fundarstaður:  Fjörðurinn

Mættir voru:  Soffía, Súsanna, Stella, Lilja og Helga.

  1. Undirbúningur sérsýnigu Tíbetanskra tegunda næstkomandi ár 2018 gengur vel samkvæmt áætlun.

  2. Sýningarþjálfun fyrir norðurljósasýningu: reynum 3 skipti og auglýsum samt með fyrirvara vegna veðurs þetta verður úti á plani Dýrheima. Lilja sér um að auglýsa.

  3. Ný heimasíða: Anton er búin að setja upp nýja síðu sem okkur líst ljómandi vel á, ósk um að finna út hvort hægt er að kaupa uppsetningu á ættbókum og setja inn á síðuna þar sem okkur finnst það mikilvægt, og setja eitthvað af myndum inn með linkunum. Súsanna biður hann um að kanna þessa möguleika og verður svo í sambandi þar sem við viljum hitta hann og fara yfir einhver frekari atriði.

  4. Soffía kannar hvort ekki er hægt að fá Sólheimakot þann 13. janúar 2018 og vera með nýárshitting þar sem stigahæstu hundar yrðu heiðraðir og Shih tzu eigendur ættu gott spjall ásamt vöfflum og kaffi.

  5. Fundi slitið kl. 20.30

 


Ársskýrsla Shih Tzu deildar fyrir starfs árið 2016-2017. (05-04-2017)

Ársfundur 2016 var haldinn á skrifstofu félagsins 30. mars 2016.  3 sæti voru laus í stjórn en enginn framboð bárust og var stjórnin því endurkjörin. Stjórn hefur komið saman 6 sinnum á árinu vegna deildarinnar  og voru fundir  vegna sérsýningar Tíbetanskra tegunda þó nokkrir þar að auki.  

Á sumarsýningu HRFI tókst okkur að manna í flest þau störf sem ætlast var til af deildinni en eitthvað varð ábótavant hjá okkur í miðasölunni seinni daginn.  Við verðum að vona að betur takist til í sumar.

Garðheimar voru að venju með smáhundadaga tvisvar á árinu  og voru fulltrúar tegundarinnar á staðnum báðar helgarnar.

Deildin hafði salinn á Korputorgi til afnota frá kl. 17:30-18:30 á þriðjudögum svo Shih Tzu eigendur gætu komið saman og gert ýmislegt með hundana sína.  Mæting var mjög dræm  og þar af leiðandi lagðist þetta af.

Sérsýning Tíbetanskra tegunda var haldin 5. september s.l. Dómari var Yvonne Cannon frá Írlandi. Sýningin tókst í alla staði frábærlega og var skráning framar vonum. Samvinna deildanna var til fyrirmyndar og lögðust allir á eitt að gera sýninguna sem glæsilegasta. Þakkar stjórn öllum þeim sem lögðu verkefninu lið. Til fjáröflunar fyrir sýninguna voru deildirnar með sameiginlega sýningaþjálfun sem einnig gekk mjög vel.  Það væri gaman að reyna að vera með svona sýningu á hverju ári þar sem það bæði  þjappar fólki saman og eflir starfsemi deildanna.

Mikið  var rætt um hvað væri hægt að gera til að virkja félagsmenn enda nauðsynlegt að efla starfsemi deildar svo hún vaxi og þroskist. M.a. var haft samband  við Nönnu Zophaniusdóttir um að vera með námskeið í hundanuddi  en þegar til kom reyndist það vera heldur dýrt fyrir okkur. Stjórnin hefur verið að skoða það hvort hægt væri að setja saman námskeið þar sem blandað er  saman hlýðni, agility, skapgerðarmati og sýningarþjálfun, það er eitthvað sem stjórnin hefur mikinn áhuga á.  

Stigahæstu hundanir voru heiðraðir  12. janúar Stigahæstur var Ta María The Boombastic Beat sem var stigahæsti rakkinn og  Santosha Matthilde var stigahæsta tík.  Í fyrsta skipti voru afhent verðlaun fyrir stigahæsta hvolp ársins, varð það Íseldar Aaron.  Eftir verðlaunahendingu stóð deildin fyrir mjög áhugaverðum fyrirlestri Kolbrúnar Örnu um líkamsbeytingu hunda, algeng meiðsli, alhliða styrktarþjálfun og fleira.

Stjórn Norska ST klúbbsins var í sambandi við formann deildarinnar um áframhaldandi samvinnu milli Norðurlandanna eftir sameiginlegan fund sem haldinn var í fyrra eftir Crufts. Hugmyndin er að vera með Shih Tzu vinnu helgi þar sem þekktir aðilar í tegundinni  verði fengnir til að halda fyrirlestur um sögu og þróun tegundarinnar. Til stendur að halda alheims ráðstefnu 2019 og væri gott ef Scandinavisku löndin gætu hist áður.  Undirbúningur er hafinn og vonandi verður þetta að veruleika í haust eða næsta vor. 

Stjórn fjölmennti á stærstu hundasýningu  í Bretlandi „ Crufts“ og varð vitni að því að rakkinn   Artelinos Mumins Adverture varð BOS á sýningunni. Sýndir voru 186 hundar þar af 97 rakkar.  Stjórn óskar eigandanum Carly Turner sem býr í Bretlandi  og ræktandanum Önju Björgu Kristinsdóttur  innilega til  hamingju með þennan frábæra árangur.    

Stjórnin



(05-04-2017)



(27-03-2017)



Fundargerð Shih-tzu deildar 12. Janúar 2017 kl. 18.00 (02-02-2017)


Mættir voru: Soffía, Súsanna, Stella og Helga.


Reiknað var út stigin fyrir stigahæsta hund ársins og hvolpa.  

Stigahæsti rakki er  1 Ta María The Boombastic Beat

                                2 Keytor Ice baby

Stigahæsta tík   1 Santosha Mathilde

                          2 Gin Gin Savaredo og Rottshihba´s D´queen B 

Stigahæsti hvolpur  rakkar 1 Íseldar Aaron

                                           2 Eldfjalla Móri

Stigahæsti  hvolpur tíkur    1 Eldfjalla Ellý Vilhjálms

                                           2. Íseldar Ariel


Nýárshittingur sem átti að vera frestast (breytist í uppskeruhátíð) og verður haldinn fimmtudaginn 16.02.2017 á skrifstofu félagsins.


Dagskrá:

Kl 19:00 Stigahæstu hundar heiðraðir

Kl 20:00 Fyrirlestur Kolbrúnar Örnu dýrahjúkrunarfræðings: 


Kolbrún mun m.a. fjalla um líkamsbeytingu hunda, algeng meiðsli, alhliða styrktarþjálfun og fleira.

Athugið að fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum. Vonumst til að sjá sem flesta.


Ákveðið er að panta skrifstofu HRFÍ  fyrir aðalfund  23. mars eða 30. mars kl. 17.30


Ársfundur ShihTzudeildar verður haldinn á skrifstofu félagsins 23.03.2017 kl.17:30

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.


Athuga þar sem stjórn ætlar að fjölmenna á Crufts þá væri tækifæri til að  skoða farandverðlaun f. stigahæsta hund ársins nr. 2.

Spurning hvort við getum sameinast með annari deild í sýningarþjálfun fyrir mars sýninguna.

Fundi slitið 19.45

Nánar ...

(04-01-2017)

Fundargerð 2.11.2016

Fundarstaður Norðubakki kl . 17.30

Mættir voru : Soffía, Súsanna, Stella Sif og Helga

Fundarefni:

Hvernig mável eitthvað fleira efla deildina, hugmynd um að setja upp í námskeiðsformi eitthvert prógram t.d. blöndu af hlýðni, agility, skapgerðarmat, sýningarþjálfun og jafnvel eitthvað fleira í skemmtilegum dúr.

Rætt um að við þurfum að auglýsa okkur betur og okkar viðburði.

Hundanudd kynning á því en það þarf að auglýsa vel og jafnvel að sjá áhugan fyrir þessu og fá greiðslu fyrirfram.  Stefnum á 30. Nóvember.

Fundi slitið kl. 19.00


(04-01-2017)

Fundargerð 8.12.2016

Fundarstaður: Norðurbakki kl. 18.30

Súsanna óskar eftir að fleiri stjórnarmenn séu með prókuru á reikningi deildarinnar og var búin að undirbúa það.  Það var samþykkt og gert tilbúið fyrir bankann.

Það þarf að taka saman stig fyrir stigahæstu hunda ársins. Og ákveða stað og tíma fyrir nýársgleði.

Soffía fór á fund til Bretlands þar sem saman voru komnar allar sérdeildir Shih-Tzu til að fara yfir standardinn var ræddur og t.d.  var skipst á skoðunum um slaufur og skraut í toppa.

Gaman væri að ná saman í hóp til að fara saman á sérsýningu til Bretlands.

Við ætlum að taka frá Sólheimakot 25. Maí, 29. Júní, 27. Júlí og 31. Ágúst.

Reyna að fá Kollu dýrahjúkrunarfræðing til að vera með fyrirlestur eftir áramót, t.d. í febrúar.

Ath. Hvort við verðum með sýningarþjálfun fyrir febrúar sýninguna jafnvel með annari deild.

Fundi slitið kl. 19.45


(19-10-2016)

 

Fundarstaður Spírann, haldin 9. Október 2016 kl. 13.00

Mættir voru Soffía, Súsanna, Stella Sif og Helga.

Fundarefni:

Starfsemi deildarinnar, Nú hefur deildin verið í nokkurn tíma með aðgang að salnum á Korputorgi á þriðjudögum frá kl. 17.30 – 18.30 þar sem hægt hefur verið að hittast og leika með hundum sínum, það hefur bæði oft fallið niður og svo verið lítil mæting.

Spurning með að auglýsa þetta betur og hafa þá annan hvern þriðjudag fyrir sýningaþjálfun og hinn  þriðjudaginn þá fyrir t.d. leiktíma ( spurning með að setja upp lítil agillity tæki), snyrtikennslu / sýningu (jafnvel bara við sjálfar) og eitthvað annað skemmtilegt. Stella talar við og reynir að fá Nönnu til að vera með nudd kennslu niður á félagi t.d. 17. Nóv. Svo væri gaman að fá Brynju Tomer til að halda fyrirlestur fyrir okkur t.d. í janúar.  Allir sammála að láta desember líða og vera svo með nýársfagnað í janúar þar sem stigahæsti hundur og tík yrði heiðruð.

Plan fyrir sýningarþj. En byggist á því að það geti alltaf mætt tvær að minnsta kosti.

11.10

18.10

25.10

01.11

08.11

Fundi slitið kl. 14.00

Nánar ...

(20-07-2016)

Áhugafólk um Tíbetanskir tegundir

fundur 27.07.2016 í Súffistan Hafnarfirði

 

Panta þarf pláss fyrir sýningarþjálfun sem fyrst,  við erum komin með ca kr. 13.000.- í sjóð eftir síðasta sýningarþjálfun. Sússa hefur samband við Ingu.

 

Athuga hvort ekki sé hægt að fá nokkur eintök af Tíbetan breeds fyrir þá sem vilja það. Það sem

Þars að safna og kaupa er:

BIS   Bikar

BHv.S Bikar

Besta par Bikar

Ræktunarhópar – Bíkar

 

Spurning umað selja Kaffi/gos á sýninguna

Sýningin byrjar kl.18   Vantar fólk til að setja sýninguna upp óskum eftir sjálfboðaliða.

Okkur vantar 2 borð + sýningarborð.  Sússa kemur með fína kaffivélina sína.  Tillaga frá Klöru um að fá Pétur til að taka myndir.  Heiða er byrjuð á dómaragjöfina, sem er mjög falleg síð Lopapeysa.  Dýrheimar lánar teppin.

 

Panta fyrir BOB & BOS tauma hengi látum grafa á eða setja plötu á sem nefnir hvert tilfellið er

Panta BIS Rosettur fyrir öll 4 sætin

Tillaga frá Auði Valgeirs um eftirfarandi texta reyndar á íslensku en svo var komið að þeirri niðurstöðu að hafa það á ensku.

 

Tibetan Breeds Special Show

05.09.2016

 

Buið að staðfesta við eftirfarandi aðilar um að aðstoða okkur, en við gleymdum að ræða um smá gjöf til þeirra, þurfum að fá tillögur um það.

Hringstjóri: Sóley Ragnarsdóttir

Ritari: Brynja Tómer

Aðstoðaritari: Guðbjörg Guðmundsdóttir.

Tillaga umað panta bakka frá Jóa Fél fyrir Dómara og starfsfólk og svo ávextir og sukkulaði til að dekra smá við þá.

 

Næsti fundur 17.5. í Firðinum / Silfur.

 

Mættir:  Soffia, Heiða, Sussa, Auður og Klara.

 


Fundur v/sérsýningu (12-04-2016)

12.apríl 2016. Fundur á Súfistanum í Hafnarfirði vegna sérsýningar tíbeskra tegunda í HRFÍ.

Mætir eru: Anna D Hermannsdottir ( Tengiliður fyrir Tibet Terrier) Heiðbjört Harðardóttir (Tibet Terrier ) Klara Guðrún Hafsteinsdóttir ( Tibet Terrier ), Stella Sif Gísladóttir (Shih Tzu)Soffia Kristín Kwaszenko ( Shih Tzu ), Súsanna  Antonsdóttir (Shih Tzu).

Niðurstaða fundar.

  • Að fá Yvonne Cannon sem dómara fyrir sérsýninguna og hafa hana á mánudeginum þann 05.09.2016.

  • Sýningargjald verði 6000,- og skráning á sýninguna fara fram eftir að skráning á haustsýningu HRFÍ er lokið.

  • Nýta húsnæði Gæludýra.is að Korputorgi sem sýningarpláss til að spara kostnað.

Bikarar, rósettur og atriði tengd sýningunni.

  • Hver tegund fær BOB og BOS merkt sérsýningu tíbeskra tegunda s.s Tibet Terrier, Shih Tzu o.s.fr.

  • Rósettur merktar fyrir hverja tegund. Bæði bikarar og rósettur verða frá fyrirtæki sem Soffía hefur tengsl við. Hún athugar verð fyrir þessa hluti.

  • Teppi verða fengin að láni hjá Royal Canin.

  • Númer fyrir sætaröðun koma frá Royla Canin (Soffía )

  • Númer verða prentuð út hjá Soffíu og eru af tíbeskum tegundum sem verða sýndar..

  • Súsanna athugar salinn hjá Gæludýrum og bókar fyrir sýnignarþjálfanir sem verða notaðar sem fjáröflun upp í kostnað á sýningunni.

Dómari

  • Yonne er sótt af HRFÍ en verður keyrð í flug á þriðjudeginum af okkur.

  • Ein hótelnótt er greidd af okkur vegna framlengingar.

  • Dagpeningur greiddur.

  • Dómaragjöf er lopapeysa sem Heiða prjónar og hún fær sýningargjald greitt á móti fyrir sig.

Starfsmenn á sýningunni, leyfi og dýralæknir.

  • Dýralæknnir Silja Unnarsdóttir, Anna D talar við hana.

  • Ritarar tala við Guðbjörgu Guðmunds og Brynju Tomer.

  • Hringstjóri Sóley Ragna.

  • Fá leyfi fyrir sýningu hjá heilbrigðiseftirliti.

  • Kaffisala og samlokur/pylsur. verða til sölu.

  • Gera fjárhagsáætlun miða við 30 – 40 hunda og fjármagn af sýningarþjálfun.

  • Borga HRFÍ til að skrá á sýninguna.

  • Sækja um sýninguna hjá HRFÍ



(17-03-2016)

Ársskýrsla Shih Tzu deildar fyrir árið 2015


Stjórn kom saman alls 4 sinnum á s.l. starfs ári og óformlega  vegna atburða erlendis og breytinga  hjá FCI á standard tegundarinnar.

FCI tók allt í einu uppá því að breyta upprunalandi úr Tíbet sem er það eina rétta og breytti því í Kína af beiðni Kínverja.  Áhugamenn um Tíbetanskar tegundir þ.e. Shih Tzu deild, Tibet Spaniel deild, fulltrúar Lhasa Apso og Tibetan Terrier  tóku sig saman og mótmæltu harðlega við stjórn HRFI og óskuðu eftir stuðningi þeirra.  Það varð úr vegna harðri andspyrnu í heiminum að FCI féllst á að breyta aftur í Tíbet en hafa (Kína) innan sviga fyrir aftan.  En það kemur skýrt fram í reglum FCI að einungis Upprunaland eða Patron (Verndari) tegundarlýsingar getur breytt tegundarlýsing.  

Að gefnu tilefni óskaði Stjórn deildarinnar eftir því að fá að afhenda þeim dómurum sem koma til með að dæma tegundina „precis“ líkt og gert er í Bretlandi sem er verndari standardsins.   Tilefnið var sú að Yolanda Nagler, Israel sem átti að dæma tegundinni sagði við þá er á vildu hlusta að tegundin hér væri bresk og úrelt.  Breski standardin væri búinn að vera, í kjörfarið dró hún upp ipad og fletti upp myndum af sínum hundum og sagði að Shih Tzu ætti að líta svona út þetta gerði hún inní sýningarhring tegundarinnar.   Of mikið er af því að dómarar dæmi ekki samkvæmt gildandi standard.  En sýningarstjórn þvertók fyrir beiðni okkar, þar sem hún taldi að það væri móðgun við dómara.  Spurning er þá hvort kæra eigi dómara sem ekki dæma samkvæmt standard ?. 

 Stjórn sendi fyrirspurn til FCI um hverjir bæru ábyrgð á að haldið yrði utan um standard tegundarinnar.  Svar FCI var á þá leið að KC í viðkomandi landi og mögulega sérdeildin haldi utan um tegundin.  

5 Ár eru liðin síðan PRA var greint í tegundinni og þarf af leiðandi komin endapunktur á rannsóknir sem hafa staðið yfir á þessu tímabili.  Enginn ST hefur greinst með PRA síðan, ekki einu sinni  afkvæmi  greindra hunda.  Með það til hliðsjónar ásamt tillögum frá Lornu Newman sem hefur verið ráðgefandi í þessu máli var erindi sent til Vísindarnefndar og stjórnar HRFI þar sem ræktunarbann verði aflétt og breyting gerð á ræktunarreglum tegundarinnar, þar sem sýnt hefur verið fram á að ekki er hægt að staðhæfa  að það sé sjálfgefið að afkvæmi greindra dýra verði með sjúkdómin.  Breytingar tillaga vísindarnefndar var samþykkt af stjórn HRFI en hún hljómar þannig: 

„Augnskoða þarf ræktunardýr fyrir pörun og skal augnvottorð ekki vera eldra en 13 mánaða.  Greinist einstaklingur með arfgenga vaxandi sjónrýrnun (Pra) ER BANNAÐ AÐ RÆKTA UNDAN HONUM.“

Stjórn HRFI hefur samþykk ofangreindra beiðni að einhverju leiti en frekari útskýringa er þörf þar sem svarið frá Hrfi er ekki alveg nægilega skýr.

Deildin stóð fyrir nýárshittingi þar sem stigahæstu hundanir voru heiðraðir.  Að þessu sinni voru þau  Ta María The Boombastic  Beat sem varð Stigahæsti hundurinn, ræktandi Ann & Maria Laaksonen  eigandi Anja  B. Kristinsdóttir en hún mætti því miður ekki til að taka ámóti verðlaununum svo Stigahæsti hundur af gagnstæðu kyni varð Gin Gin von Savaredo ræktandi  Trude Hamascher eigendur Súsanna Antonsdóttir og Soffia Kwaszenko.

9 hvolpar fæddust á árinu,  6 hjá Artelino Kennel, Anja B. Kristinsdóttir og 3 hjá Pom4you kennel, Sigurlaug Sverrisdóttir.  Innfluttir voru 2 hundar 1 rakki frá Bretlandi Keytor Ice Baby og 1 tík frá Þýskalandi Jia-Li vom Heydpark eigandi þeirra er Soffía Kwassenko.   Við fengum einnig  tvo nýjia  Íslenska Meistara  þeir sömu og voru hlutskörpust í stígahæsta hundinum.  Einnig  fengum við einn nýjan Alþjóðlegan Meistara Ta Maria Whot a Bee, ræktendur Anna og Maria Laaksonen, eigandi Anja Björg Kristinsdóttir.  Það hefur borið á því þetta ár,  að ekki allir sem fá afhentan farandbikar látið rita nafn hunds og dagsetningu á það, það er gaman þegar frá liða stundir að hafa það ritað á gripina hverjir hafa verið hlutskörpastir í gegnum tíðina, en lítið er hægt að gera við því ef að svo ber að,  enda eiganda hundsins að ákveða hvort að þeir vilja vera með í starfi og eflingu deildarinnar og að vera með í sögu tegundarinnar á íslandi.  

Verið er að undirbúa samvinnu milli Norðurlandanna þ.e. Noregur, Svíþjóð, Finland,Bretland, Irland og svo eru Hollendingar áhugasamir um samstarf,  sem leiðir til þess að betur verður staðið að verndun standardsins.   

Búið er að leggja drög að nýrri heimasíðu fyrir deildina sem ætti að vera auðveldari í vinnslu og þannig að allir stjórnarmeðlimir geti haft aðgang að því.  Einnig er fyrirhugað að gera nafnspjöld sem inniheldur upplýsingar um deildina og hægt væri að afhenda á sýningum til að minna á okkur, því ekki eru allir  jafn duglegir að koma okkur á framfæri. Einnig er í bígerð að endurgera kynningabæklingin okkar til dreyfingar á tegundakynningum.


n.b.: þetta reyndar til heyrir ekki starfsárið 2015 en ágætt að láta það fréttast hér.

Stjórn ST deildar hafði samband við sýningarsjórn fyrir nokkru um að Shih Tzu, Tibet Spaniel, Tibet Terrier og Lhasa Apso, gætu fengið að halda sýningu fyrir tíbetanskir tegundir og nota þá dómari sem kemur til landsins á Haustsýningu félagsins sem er sérfræðingur í tíbetanskir tegundir.  Undirrtektir voru jákvæðir og óskar sýningarstjórn eftir upplýsingum um hvernig við komum til að standa að þessari sýningu,  þessi vinna er nú þegar í gangi.


Með vinsemd og virðingu

Stjórn Shih Tzu deildar.

Fylgiskj.: FCI Meeting Main Decisions

  Bréf áhugamenn um Tíbetanskar tegundir á Íslandi

  Bréf til Breska KC

  Svar bréf frá FCI varðandi breytingu á standard tegundarinnar

  Bréf til FCI varðandi varðveislu standardsins

  Svar FCI

  Ljósrit af Precis sem notaður er í  Bretlandi

  Bref til Vísindaráðs

  Svar Vísindanefnds til Stjórnar Hrfi

  Ársuppgjör vegna 2015.






(04-01-2016)

Fundargerð 4. jan. 2016


  1. Fundur settur 17.10


2. Mættir voru Soffía, Stella Sif, Soffia og Helga 


3. Verkaskipting stjórnar breytt þannig að Soffía er formaður, Súsanna er gjaldkeri, Helga er ritari 

    Stella Sif er umsjónarmaður viðburða.


4. Stigahæstu hundar heiðraðir, Stella hefur samband við Ingu á Korputorgi og ath. hvort við fáum 

    inni hjá þeim fyrir smá hóf þegar við heiðrum þau sem voru hlutskörpust 2015 en við reynum að 

    fá sunnudaginn 17. Janúar n.k. tímasetning ákveðin um leið og svar berst við póstinum.  

    Stigahæsti hundur ársins 2015 er IS Ch Ta María The Boombastic Beat með 52 stig og stiga

    Hæsta tík er IS Ch. Gin Gin von Savaredo með 34 stig.


5. Soffía kom með hugmynd um að starta samstarfi við löndin í kring um okkur með von um að 

    hægt sé að varðveita ræktunarmarkmið (standard) tegundarinnar. Höfum við fengið góðar við

    tökur frá nokkrum aðilum t.d. norðmönnum. En þetta mun vonandi verða samtök viðurkendra      

    ræktanda sem starfa að því að halda í upprunalega útlit og heilbrigði tegundarinnar en eins og      

    við vitum er ansi mismunandi eftir löndum hvernig ræktun er. Einnig gæti þetta verið aðhald á           dómara til að vanda sig þegar í sýningarhringinn er komið. 


6. Það gleymdist að setja inn árangur á síðustu hvolpasýningu það má ekki gleymast en úr því 

    verður bætt, enda þetta ShihTzu síðan. 


7.  Búið er að óska eftir að skipta út dómara á febrúar sýningunni 2016 vegna tengsla. Ekki hefur

     borist svar.


8.  Spurning um að virkja ShihTzu eigendur til að koma með hugmyndir um hvað betur megi fara,

     og hvernig við eigum að virkja fólk til að starfa með okkur og gera deildina okkar skemmtilegri.

     Byrjum með að setja þessa spurningu á Facebook síðu deildarinnar.


9.  Fundi slitið kl. 19.00  


(15-03-2015)

Ársskýrsla Shih Tzu deildar H.R.F.Í. fyrir starfsárið 2014-2015

 

Alls hafa verið haldnir 5 stjórnarfundir á árinu. Tvö  sæti eru laus í stjórn en nú verandi stjórnameðlimir gefa kost á sér aftur.

Í fyrra sumar fengum við AnnKi Hals og Jónínu Elísabetardóttur til að halda sýningarnámskeið fyrir okkur, sem var mjög vel sótt.  Svo vel að við fengum þær aftur s.l. haust til að halda feldhirðu og sýningarnámskeið.  Bæði námskeiðin voru fullnýtt og þeir sem komu mjög sáttir.

Að venju var mjög góður árangur á sýningum hjá okkur.  Í fyrsta skipti í fjölda mörg ár varð Shih Tzu í fyrsta sæti í grúppu 9 á sumarsýningu félagsins, var það Gin Gin von Savaredo.  Einnig vor tveir Rakkar sýndir á stærstu sýningu í evrópu Crufts það voru þeir Íseldar Mango sem sýndur var í Junior dog en náði ekki sæti, og svo Artelino Blackberry Fantasy sem sýndur var í Limited dog og vann þann flokk og komst þarf af leiðandi í „stud book“ hjá  Breska Kennel klubbnum.  Ræktandi Artelino Blackberry Fantasy er Anja Björg Kristinsdóttir og eigandi er Gerda Hut í Hollandi.  Til upplýsingar mætti nefna að Limited dog er fyrir hunda sem hafa unnið sinn flokk allt að 7 sinnum eða þá hlotið 2 meistarastig.

Innfluttir hundar á árinu var 1 tík Santosha Mathilde.  All hafa 7 hvolpar fæðst á árinu hjá 3 hjá Sigurlaugu Sverrisdóttir, 1 hjá Ingibjörgu Jafetsdóttur og 3 hjá Helgu Þórðardóttur.

Lorna Newman sérfræðingur í augnsjúkdómum kom til landsins í Júní.  Skoðaði hún meðal annars 12 ára gamla tík sem greind hafði verið með PRA en var samt ennþá með fulla sjón.  Sagði hún að fyrst svo væri þá myndi hún halda sjóninni til dauðadags.  Hér mætti nefna að ekkert PRA hefur fundist hjá þeim Shih Tzu hundum sem hafa farið í augnskoðun.  En nú er búið að skoða nánast allan stofninn sem er í og hefur verið í ræktun hér á landi.  Það er orðið spurning um að fara fram á breytingu á kröfum sem gerðar eru til ræktunardýra innan stofnsins.

Að venju stóð deildin fyrir Jólaskemmtun sem að þessu sinni var haldinn í húsnæði hjá Hundavinum. 

Þar voru heiðraðir stigahæstu hundar ársins. Stigahæst var Gin Gin von Savaredo.  Í öðru sæti af gagnstæðu kyni var Paradise Passion Chris Rene. Mætingin var mjög góð, húsnæðið hefði ekki mátt vera minna, var kátt á hjalla hjá öllum og þá sérlega þeim sem unnu verðlaun í happdrætti deildarinnar.  Viljum við þakka þeim stöllunum í Hundavinum  kærlega fyrir afnot af húsnæðinu þeirra bæði vegna námskeiðahalds og jólaballsins.

Á árinu byrjuðum við með myndasamkeppni á Facebook síðu deildarinnar, hún er þannig að sá sem vinnur velur þema og vinningshafa næsta mánaðar.  Þetta hefur fengið mikla athygli og er ánægjulegt að sjá hvað margir taka þátt og fylgjast með. Stjórn þakkar félagsmönnum fyrir ánægjuelgt samstarf á árinu.

 

 

Fh. Stjórnar ShihTzudeildar

Soffía Kwaszenko formaður


(15-09-2014)

Fundur 11.09.2014 í Ögurhvarfi kl.17.30

Mættir: Soffia, Súsanna, Stella, Helga, Dotty staðgengill Dúu.

1:  Facebook síða deildarinnar.
Í kjölfar samþykktar á ársfundi var farið í að  henda út útlendingum og þeim aðilum sem við töldum að ætti ekkert Erindi inn á síðunni. Ástæðan var niðrandi ummæli, Spam póstur, auglýsingar og fl.
Hörð ummæli í kjölfarið, facebókarsíðan rædd, hverning viljum við hafa þetta. Ákveðið við að hafa síðuna opna með þeim skilyrðum um að fólk hagi sér. Stjórn samþykkir meðlimi inná síðuna.
Niðrandi og ósæmandi ummæli verða til þess að þeim verður eytt og viðkomandi verðu settur út.
niðurstaða fundarins er Allir ShihTzueigengur og áhugafólk velkomnir á facebook.

Dagskrá fram að jólum:

    •    Nýliðakvöld 5. október. Nýliðar boðnir velkomnir í deildina, fræðsla um tegundina, almennt spjall. Allir velkomnir.
    •    Sýningaþjállfun skoða bílastæði á Lynghálsi 4 (hjá Stellu) gætum þá verið með kaffi á eftir.
28. og 30. október opnir tímar. 4. Og 6. nóvember Lokaðir tímar.
    
Athuga með að fá Sigurbjörgu Traustadóttur til að vera með fyrirlestur um homópatiu.


Margir sem misstu af námskeiði með Annki og Dúu hafa haft samband og óskað eftir öðru námskeiði. Ákeðið að fá þær til að koma aftur og vera með snyrtinámskeið og jafnvel sýningaþjálfun. Stella Sif og Dottý taka að sér að skipuleggja námskeiðið..

Dottý vill ræða stigagjöf ársins og sýnir okkur hverrnig það er í Noregi nstk.no  spurning hvort við eigum að breyta okkar. Þegar búið var að kynna fyrir henna stigagjöfina hjá okkur var hún mjög sátt við okkar aðferðir fannst það vera mjög sanngjarnt miðað við fjölda sýnda Hunda og fákeppni.

Allir að leita af stað til að vera með sýningaþjálfun og fleiri viðburði.
Næsti fundur verður fimmtudaginn 18. september.

Fundi slitið.


(09-05-2014)

Ársfundur 2014

Dagskrá

 

1. Fundur settur kl. 18.10

    Mættir voru: Soffia, Sússa, Dúa, Stella, Shirley, Lilja, Karlotta, Thelma, Helga,

 

2. Kosning fundarstjóra : Súsanna Antonsdóttir

3. Kosning ritara; Helga A Þórðardóttir

4. Árskýrsla stjórnar; Soffia flytur. Sjá ársskýrslu

5. Reikningar lagðir fram Súsanna flytur

   Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir til samþykktar:

   Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

6. Kosning stjórnar: Helga Stella og Dúa gefa kost á sér áfram og eru kosnar með öllum

   greiddum atkvæðum.

7.  Viðurðanefnd kosnar voru Shirley, Lilja og Thelma Ósk Þórðardóttir.

8. Önnur mál:

Heilbrigðismál rædd almennt .d.  hvað finnst félagsmönnum. Amerískar eða evrópskar týpur hvað viljum við.

Pörun ShihTzu við aðrar tegundir og selt sem ný tegund.

Langt bak, öndunarörðugleikar, augnsjúkdómar,hnéskeljalos og annað sem getur verið að hrjá tegundina. Búið að ræða PRA til hlýtar og mjög sennilega ekki meira í stofninum okkar frekar en öðrum.

Sússa greinir frá sinni reynslu með augnsjúkdóma, en þeir eru margir ekki bara PRA.

Soffía segir frá að Von ætti að vera orðin blind ef hún væri með PRA að sögn dýralækna en hún er komin á 12 ár og er með fullkomna sjón.

Áríðandi að vera með upplýsta umræðu um alla sjúkdóma og þá bak og augnsjúkdóma

þar á meðal, megum ekki einblína á einn sjúkdóm.

T.d. Paul Stanton bennti okkur sérstaklega á að passa okkur á að rækta ekki of löng bök. ættum við að taka þetta til athugunar.

Fólk hrætt við neikvæðni annara og nú verðum við að standa saman. Og þá sérstaklega á netinu.

Ákveðið var að  hafa ljósmyndasamkeppni á Shihtzu síðunni á Facebook mánaðarlega.

Fyrsta myndin verði fyrir apríl mánuð og það verði Páskaþema. Vinningshafi mánaðarins velur þema fyrir næsta mánuð og velur verðlaunamyndina þann mánuðinn... Ákveðið er að Thelma velji fyrstu vinningsmyndina.

Upplýst er að við höfum ákveðið að hafa 2 sýningaþjálfanir fyrir sýningar og byrjum fyrir

júnísýninguna.

Breyting á stigagjöf fyrir stigahæsta hund ársins. Búið era ð bæta inn stigum fyrir sæti 1-4 í tegundahópi. Á síðasta aðalfundi óskuðu Dúa og Anja eftir því að fá að koma með sínar hugmyndir að stigagjöf. Til stóð að halda félagsfund og kynna þetta fyrir félagsmönnum og kjósa um þetta í kjölfarið:  Þar sem ekkert hefur komið frá þeim var þetta mál sett á ís.

 

Fundi slitið kl. 19.00


(08-05-2014)

Ársskýrsla ShihTzu deildar HRFI fyrir starfsárið 2013-2014

Ársfundur deildarinnar var haldinn í mars 2013. Það mættu 15 félagsmenn á fundinn.  Sæti þeirra Soffíu Kwaszenko og Súsönnu Antonsdóttur voru laus í stjórn, þær gáfu báðar kost á sér aftur engin mótframboð bárust. Stjórnin var því eins áfram: Soffía Kwaszenko, Súsanna Antonsdóttir, Helga Þórðardóttir, Stella Sif Gísladóttir og Jónína Elísabetardóttir. Jónína býr erlendis en hefur fundað með okkur á Skype. Þær Lilja Sveinsdóttir og Shirley Anna Felton gáfu kost á sér í viðburðarnefnd deildarinnar.
Stjórnin fundaði 6 sinnum á starfsárinu.  Fundargerðir má sjá inn á heimasíðu deildarinnar.  
Frábær árangur náðist á sýningum ársins 2 hundar þau Santosha Angeldust og Perluskins Everyones Fantasy urðu Alþjóðlegir meistarar og einnig náðu 2 hundar Íslenskum meistaratitli þau Ta Maria Wot a Bee og Paradise Passion Chris Rene.
 Innfluttir hundar á árinu voru 3 þau Ta Maria Boombastic Beat, Santosha Dark Angel og Gin Gin Von Savaredo.  Það fjölgaði verulega í hópnum 15 rakkar og 8 tíkur fæddust á árinu.
 Viðburðarnefnd deildarinna stóð fyrir jólaskemmtun sem haldin var á Korputorgi.  Skemmtunin tókst í alla staði vel og var mjög gaman að sjá nýja félagsmenn sem gamla.  
Við viljum minna alla á að Lorna er á leiðinni til landsins á vegum HRFI og verður augnskoðun í Reykjavík 7-8 júní skráning er hjá HRFI og síðasti skráningardagur er 23. maí. Það er mjög áríðandi fyrir okkur að nýta okkur þetta tækifæri og fara með alla okkar hunda í augnskoðun hvort sem þeir eru ræktunardýr eða ekki.  Við hvetjum því alla til að skrá og vonum að allir sjái sér fær að mæta.
Stjórnin þakkar kærlega fyrir samstarfið við félagsmenn deildarinnar sem og aðra á liðnu starfsári og óskar nýrri stjórn velfarnaðar á komandi starfsári.
Stjórnin

Nánar ...

(13-02-2014)

Ársskýsla Shih Tzu deildar 2012.

Enginn got voru ættbókafærð á árinu, en vitað er af 3 got þar sem ræktendur eiga eftir að sækja um ættbækur. Augnskoðun vantaði hjá tveimur þeirra og þarf af leiðandi voru ekki gefnar út ættbækur fyrr en fullgilt augnvottorð er komið.

Að venju voru 4 sýningar á vegum HRFI. Stigahæsti hundur ársins 2012 var Ta María Wot a Bee og stigahæsti hundur af gagnstæðu kyni var Perluskins Everyone ́s Fantasy, óskum við eigendum þeirr a til hamingju með frábæran árangur. Ýmsar spurningar vöknuðu eftir að þessar niðurstöður voru gerð opinberar, en stigagjöf vegna stigahæsti hundur hefur verið á heimasíðunni shihtzu.is í allavega 3 ár án athugasemda. Eins og í fyrra var einsstigs munur á stigahæsti og næsti hundurá eftir. Það var einnig uppá teningnum í fyrra þegar  Perluskins  Everyone‘s  Fantasy  varð  hlutskarpastur.

Eftir því sem birt er á heimasíðu félagsins á Shih Tzu deild ásamt öðrum að sjá um uppsetning og störf á Mái sýningu félagsins. Mun það verða í höndum nyrra stjórnar að sjá um það.

Sýningþjálfanir voru í samvinnu við Yorkshire Terrierdeild and Briardhópinn. Einnig voru haldnir leikjadagar sem Sólveig Þorsteinsdóttir stóð fyrir á vegum deildarinnar.

Garðheimar voru í febrúar og september og voru fulltrúar frá Shih deildinni þar alla dagana

Í september var okkur gefin kostur á athylisverðum fyrirlestru fyrir ræktendur hunda og katta sem haldinn á Grandhótel í boði umboðsaðila Hill ́s. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hélst fyrirlestur um Sjúkdómar og erfðir- nýir möguleikar í skimun sjúkdóma hjá ræktunardýrum og svo var síðari fyrirlesturinn í höndum Janet Brandin frá Hill ́s, sem fjallaði um næringu og fóðrun ræktunardýra og hvolpa/kettlinga.

Til tíðinda hefur borist í PRA málum deildarinnar, fyrir það fyrsta mætti nefna að Íseldar Villimey greindist PRA frí í síðasta augnskoðun ennfremur hefur stjórn H.R.F.Í. samþykkt Eftirfarandi beiðni  stjórnar  „  Undaneldisdýr verði augnskoðuð með tilliti til PRA. Vottorð ekki eldri en 13 mánaða niðurstöður skulu vera til staðar FYRIR pörun. Óheimilt er að para og/eða rækta undan hundi sem greinst hefur með staðfest PRA. Þar sem Íslenski Shih Tzu stofnin er mjög lítill verður reynt að vinna skipulega að því að fyrirbyggja frekari útbreiðslu með skipulagðri ræktun næstu 5 árin. Þeir hundar sem eru í ræktunarbanni nú þegar, eru orðin 3ja ára geta sótt um undanþágu frá banninu eftir nánara samkomulagi við stjórn deildarinnar,  eru  augnskoðaðir  „hreinir“  og  eru  góðir  fullrúar  tegundarinnar  „

Við getrum jafnvel buist við því að ef að PRA er heldur ekki að finna hjá Íseldar Von við næstu augnskoðun að það bann sem fyrir er verði sjálfkrafa aflétt.
Von er á Lorna Newmann sérfræðingur á augnsjúkdóma til landsins fljótlega, til að taka út aftur það stofn sem er hér. Til er peningur sem hun gaf okkur eftir síðasta augnskoðun til að geta boðið þau dýr sem ekki hafa verið augnskoðuð áður. Verður það í hendur nýrra stjórnar að taka á móti henni og skipuleggja þetta.

Reykjavík, 27.mars 2013 Stjórn.


Viðbót frá framkvæmdastjóra HRFI frá 5.4 2013.

Misskilnings virðist hafa gætt um niðurstöðu augnskoðunar á Íseldar Villimey sem talað er um að sé hrein af PRA í skýrslu stjórnar. Eftir ábendingu til skrifstofa var haft samband við Susanne Kaarsholm dýralæknirinn sem skoðaði tíkina í nóvember á síðasta ári. Svar hennar var eftirfarandi:

Finn Boserup forwarded me a mail from you yesterday concerning a Shih Tzu, IS07130/03, a dog I examined the 18th of November 2012. I do understand you are a little confused about the certificate..

I remember the dog and owner very well. The dog was obvious blind du to PRA, diagnosed two times earlier, and I was a little confused why they showed up for a new examination.. But I think they were concerned about the cataract in the one eye and that particular eye being more read. I examined the dog more like a diseased dog at my clinic. I told them that the dog was totally out of breeding.. and that the cataract probably was due to PRA, as I has been writing in the comments. The reason I have crossed ( big crosses) the two parts of "results " was to show that it has no meaning to do an examination of the dog.. Unfortunately I have started marking the different diseases before setting the big crosses,,, and unfortunately I have put a mark in free for retinal  degeneration..  which  is  not  true....  big   mistake from me, sorry.

But you se my comment with big letters , Cataract due to PRA, not possible to see the

fundus.. and I have measured the pressure (IOP) in the left eye, because I was afraid that the dog had to high pressure in that eye, due to the PRA and developing cataract.
I remember that I explained to the owners that this dog was definitively out of business and that it was not necessary with more examinations for hereditary eye diseases. If the eyes got secondary problems due to the diseases, more read, more cloudy eyes ,they had to contact a veterinarian in Iceland.
Conclusion  !  ....  This  dog  has  still  PRA  as  the  main  diagnose,  which  will  never  change.,  and  the   PRA has secondary developed a cataract in the one eye,, which they probably will see in the other eye later.

Skrifstofa hafði því samband við stjórn Shih Tzu deildar sem í framhaldinu óskaði eftir að þessari leiðréttingu yrði bætt við skýrslu stjórnar.

Fríður Esther Pétursdóttir Framkvæmdastjóri HRFI.

Viðbót frá stjórn Shih Tzu deildar:

Ástæða þess að ársskýrslu deildar var ekki breytt vegna fyrirspurn frá deildarmanna er vegna þess að ekki er hægt að fullyrða að umræddur hundur hafi verið með PRA vegna þess að bæði augun voru aldrei skoðuð.  TIL ÞESS AÐ GETA STAÐFEST PRA ÞARF AÐ SKOÐA BÆÐI AUGU Á SÍNUM TÍMA VAR ALDREI GERT ÞAR SEM BÆÐI AUGUN VORU EKKI TIL STAÐAR.  Áfram verður unnið í þessu máli.

Nánar ...

(04-02-2013)

Fundur 24.01.13

Mættir: Soffía, Helga, Sússa, Stella og Dúa(Skype)

 

·         Talað um að kaupa bikar f. BOS ársins, verður gert skjal f. BOS og bikar afhentur þegar búið er að kaupa hann J

·         Nokkrar paranir búnar að vera en allavegana 2 tómar, og beðið eftir einni tík.

·       Augnskoðun

Ø  Reyna að hafa hana sem first annars í kringum opnu sýninguna? Búið að senda Lornu mail um hvort hún vilji koma í maí.

·         Ath með að setja breyttar reglur með paranir á hundum sem eru í banni á síðuna!

·       Stigahæðsti hundur

Ø  Úlli =27

Ø  Chris =3

Ø  Primo= 21

Ø  Ex= 7

Ø  Berta= 28

Ø  Eir= 1

Ø  Mayday= 1

Ø  Monsa= 17

Ø  Tiwi= 10

Ø  Líf= 1

·         Snyrti kvöld: Í haust Október ath með að fá plássið hjá Möggu!

·         Borða kvöld: Lára tekur að sér borða kvöld kenna okkur hvernig er best að kenna hundinum að vera á borði, Sússa ætlar ath með hvað það kostar, hámark 8 hundar. Ath með skráningu

·       Rakka listi

Ø  Verðum með Blöð á aðal fundinum sem fólk getur fyllt út ef það vill skrá rakkann sinn sem lánsrakka

Ø  Unnið verður að því á næstunni að setja hann á síðuna.

·       Opin sýning

Ø  Ath með að hafa hana í september J

Ø  Tala við Gæludýr.is með húsnæðið J

Ø  Út að borða eftir sýninguna.

 

·         Ath með aðal fund eftir 15. Mars... ath með húsnæði.

Nánar ...

(15-05-2012)

                                              Ársskýrsla Shih Tzu deildar starfsárið 2011-2012

Auk kosningu nýs stjórnarmanns á  ársfundi í fyrra var kosið í skemmtinefnd, en kynningarnefnd og göngunefnd hafa verið óstarfhæfar þar sem enginn gaf kost á sér í þessa nefndir.

Árið byrjaði með því að stjórn deildarinnar skrifaði bréf til Vísindarráðs H.R.F.Í. með beiðni um vísinda og erfðafræðilegum rökum fyrir þeirri víðtæku ræktunarhömlum sem hafa verið settar á stofn tegundarinnar.  Til dagsins í dag hefur stjórn deildarinnar ekki fengið svör frá þeim varðandi þessi mál.  En formaður deildarinnar hefur séð bréf er vísindarráð ritaði stjórn félagsins þar sem þeir sögðust ekki hafa þekkingu né reynslu til þess að svara þessari fyrirspurn.
Ýmislegt hefur verið í gangi varðandi þetta mál yfir árið, og enn eru ekki komin nein skrifleg svör við fyrirspurnum stjórn deildarinnar.

5 deildar sýning var haldinn með pompt og prakt  í April og fór sýningin sjálf að öllu leyti mjög vel fram en deildir er stóðu að þessari sýningu auk Shih Tzu deildar voru Smáhundadeild, Mjóhundadeild, Terrierdeild og Yorkshire Terrierdeild.  Sýningin var glæsileg í heild sinni og dómaranir ekki af verri endanum, þeir  Hinrik Jóhannsen og Arne Foss. 

Deildinn hefur staðið fyrir sýningarþjáfun fyrir allar sýningar sem voru á árinu samtals 6.  En auk 5 deildar sýningarinnar voru 4 sýningar á vegum HRFI og 1 opin freestyle sýning sem deildinn stóð fyrir ásamt Yorkshire Terrier deildinni.  Fengum við dómaranemana Þórdísi Björgu og Daníel Arnar til liðs með okkur til að dæma á þessari sýningu.  Þordís og Daníel stóðu sig með sérstakri prýði.  Gaman var að sjá hve vel þessi sýning var sótt,  en þetta er í annað skipti sem deildin hefur staðið fyrir opna freestyle sýningu.  Deildin fékk farandbikar fyrir opnu freestyle sýninguna, sem vonandi verður haldinn amk. einu sinni á ári frá Íseldarræktun.  En nú á deildin farand bikara á allar sýningar félagsins .  Myndir af bikaraeign deildarinnar má sjá undir flipanum sýningar á shihtzu.is " bikaraeign deildarinnar".  Tillaga hefur borist stjórn deildarinnar frá Jónínu Elísabetardóttur um að deildinn kaupi farandbikar fyrir BOS stigahæsti hundur ársins, og verður tillaga um það borin upp hér á eftir.  Deildinn á nú BOB og BOS gripi fyrir Vorsýningu HRFI frá Íseldar ræktun,  BOB bikar fyrir Sumarsýningu HRFI frá Gæludýraverslunina Fiskó, BOB bikar fyrir Haustsýningu HRFI frá Gullroða ræktun og BOB bikar fyrir Vetrasýningu félagsins frá Ævintýraræktun.  Deildin gaf farandbikar fyrir BOB stigahæsti hundur ársins og eins og áður var getið, á deildin nú BOB farandbikar fyrir Opna Freestyle sýningu deildarinnar frá Íseldar ræktuninni.  Gaman væri  ef BOS bikar væri til fyrir allar keppnir sem deildin tekur þátt í.

í Október hélt Stella Sif hundasnyrtir feldhirðukvöld, þar sem við fengum lánaða frábæra aðstöðu hjá  snyrtistofu Dýraríkisins til að baða,  blása og snyrta hundana okkar undir öruggari leiðsögn Stellu Sifjar og aðstoðarkonu hennar. Einnig héldum við  Opna freestyle sýningu svo og haustfagnaði deildarinnar  sem var að þessu sinni haldinn heima hjá Stellu Bragadóttur,  sem var svo góð að lána okkur heimili sitt fyrir þetta.  Veitingarnar og félagsskapurinn var frábær og var þetta góð endalok á góðum degi.

Garðheimar hélt að venju smáhundkynningu tvisvar á árinu í október og febrúar,  deildinn tók þátt í báðum kynningum.  Þessar kynningar hafa verið mjög vel sóttar af almenningi en nú hafa borist þær fréttir að heilbrigðiseftirlitið hefur bannað allar svona uppákomur í Garðheimum.  Einnig mætti nefna að vegna fjárhagsörðugleika hefur stjórn HRFI beðið deildir félagsins um að falla frá öllum deildarsýningum í 1 ár, til þess að reyna að efla sýningar félagsins.  Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum félagsins vegna fækkunar á hundum sem eru sýndir eru á sýningum sem félagið heldur.

Vetrarsýning félagsins var í Nóvember svo og sýningarþjálfun á vegum deildarinnar.  Á milli jóla og nýárs var haldið jólaball deildarinnar sem var mjög vel sótt og gaman að sjá hvað mikið að nýjum andlitum bæði hunda og fólks mætti.  Í janúar var haldið hvolpapartý fyrir alla hvolpa sem fæddust 2011-12 en þeir eru 19 talsins.  1 tík var flutt til landsins í fyrra var það Ta María Wot a Bee.

Deildinn eignaðist alls 4 meistara á s.l. ári  Íseldar Eir, Perluskins Tom Cruise, Perluskins Everyone's Fantasy og Iseldar Orka. Ta María Beat the Fantasy varð Alþjóðlegur Meistari á árinu en er hann sá þriðji í röðinni sem deildinn eignast þeir sem áður hafa hlotið Alþjóðlegan meistaratitill voru Santosha Jumping Jack Flash og Íseldar Ya-S-Min. Stigahæsti hundur ársins var Perluskins Everone's Fantasy.  En stigagjöf vegna stigahæstu hunda ársins má sjá undir flipanum deildir > fundagerðir á shihtzu.is.

Á dagskránni fyrir næsta starfsár er að fá Lornu Newman til að augnskoða hjá deildinni og reyna að fá nýja sýn yfir þann stofn sem er til staðar svo og að fá Írska genafræðinginn Mike Tempest  til að hjálpa okkur við að kortleggja PRA sjúkdómin í stofninum.  Einnig getum við vonandi skipulagt opna freestyle sýningu aftur.  Einnig er á dagskrá að koma undaneldis rakkalista á shihtzu.is þeir aðilar er óska eftir að hafa rakkan sinn á þessum lista eru beðnir um að senda stjórn  deildarinnar email með upplýsingum um nafn rakkans, einkanir á sýningum HRFI og heilsufarsskoðunum.

Í ár eru tvö sæti í stjórn laus er það sæti Helgu Magneu sem starfað hefur sem meðstjórnandi  og Helgu Þórðardóttir.  Helga Magnea gefur ekki kost á sér aftur og þakka þeir sem eftir sitja í stjórn deildarinnar henni fyrir samstarfið síðustu árin.  Það er ósk okkar að þeir er kunna að gefa kost á sér til stjórnarstarfa og hljóti kosningu  vegni vel og haldi áfram að vinna í því sem liggur fyrir.

 

 

Stjorn.


Nánar ...

(20-04-2012)

 Stjórnarfundur 17.01.2012

Mættir: Stella, Soffía, Sússa, Helga Þ og Helga Magnea.

Ritari: Stella

Talin voru stigin fyrir stigahæðsta Shih Tzu ársins:

Úlli var hæðstur með 25 stig

Eir var þar á eftir með 24 stig

Cruz og Monsa voru jöfn með 23 stig

Mayday fékk 22 stig

Orka fékk  20 stig

Primo fékk 19 stig

Teewee fékk 12 stig

Ex fékk 9 stig

Gullbrá fékk 8 stig

Bangsi fékk 7 stig

Mika fékk 6 stig

Ronja og Kelly fengu 2 stig

Persluskins Fabulusly Fressed fékk 1 stig.

Sett niður manneskja til að skipuleggja Garðheima og manna básinn þar.

Ákveðið var að halda hvolpapartý 29. Janúar ef Gæludýr.is ætt laust svæði f. Okkur.

Hringt var í ræktendur sem höfðu verið með got á árinu og fengið þá til að hafa samband við hvolpakaupendur sína. Allir beðnir um að koma með smá snarl með sér til að bjóða upp á.

Rætt var um stað til að krýna stigahæðsta hundinn,hugmynd um að hafa það hjá Helgu Magneu 10. Mars.

Sýningaþjálfanir settar niður f. Febrúar sýninguna 5. 12. Og 19. Febrúar.

Talað var um að hafa aðalfund í mars ath með 22. Eða 29. Mars.

Íár losna úr stjórn: Helga Magnea og Helga Þórðar.

Helga Magnea býður sig ekki fram aftur.

 SG


(18-07-2011)

Fundur Shih Tzu deildar 13. Júlí 2011 kl 20:00

Staður: Kaffi Mílanó

Mættir: Stella Sif Gísladóttir, Soffía Kristín Kwaszenko, Helga A Þórðardóttir, Sússanna Antonsdóttir, Jónína Guðný Elísabetardóttir(Dúa), Aðalsteina Gísladóttir(Allý), Sólveig Þorsteinsdóttir, María Þórsdóttir og Elísabet Kristjánsdóttir( Dottý).

Vantaði: Karlottu Pálmadóttur og Úrsulu Lind Jónasdóttur

Ritari: Stella

 

Fundarefni: Hvað á að gera í haust?

Firsta mál á dagskrá: Sýninga þjálfun

Rætt var það að sameinast með Yorka deildinni í þjálfun í Gæludýr.is og skipta dögunum með okkur.

Soffía ætlar að ganga í það mál að panta svæðið fyrir næstu 3 sýningar.

Annað mál á dagskrá:

Dúa er að flytja úr landi. L

 

Þriðja mál á dagskrá: Augnskoðun

Stefnt er að því að fá erlendan dýralækni heim annan en sá sem kemur á vegum HRFÍ til að skoða hundana fyrir okkur. Senda þarf fyrirspurn til HRFÍ um þetta málefni til að fá það samþykkt og hafa svo samband við lækni úti til að koma þegar samþ. Er komið í gegn. Reyna að fá alla Shih Tzu hundana sem eru hér heima til að mæta. Deildin ætlar að reyna að greiða niður meiri hluta augnskoðunarinnar til að fá sem flesta til að koma. Einnig kom sú hugmynd að bjóða annarri deild að vera með t.d. Papillon deildinni. Sú hugmynd kom upp að mæla með að hafa 2 augnskoðanir á ári með læknum sem koma frá öðru landi en DK.

Ræktunar Bannið sem sett var á öll afkvæmi þeirra sem greindust með PRA kom til tals og er verið að reyna að aflétta hluta af því Banni og sjá hvort að það sé ekki hægt að hafa það ekki svona víðtækt, einungis setja hundinn með PRA í bann og foreldra þess hunds.

Ath með að hafa augnskoðunina í September 2011. Og funda yrði með Papillon deild þegar samþ. Er komið í hús.

Fjórða mál á dagskrá: Opin sýning

Opin sýning: tillaga frá Helgu um að fá Dómaranema HRFÍ til að koma og dæma á sýningunni. Stella lagði til að fá Dísu og Danna til að dæma svo það verða engir árekstrar við snyrta og aðra tengda tegundinni. Hugmynd um dagsetningu var 29. Okt og talað var um að fá Yorka deild til að mæta á sýninguna en Shih Tzu deildin sér um allt skipulag og þess háttar.

Fimmta mál á dagskrá: Haustfagnaður

Haustfagnaður: áætlaður í Nóvember

Sjötta mál á dagskrá: Leikja námskeið

Fá þjálfara með okkur til að leika okkur í hundafimi og fl, mælt var með Önnu Jónu Halldórsd og Hunda Hönnu.

Sjöunda mál á dagskrá: Jólaball

Jólaball það þarf að skoða húsnæði f. Það hugmynd var um að nota að stöðuna hjá Dýrheimum. Ath með hvort að hægt sé að fá borð og stóla úr Sólheimakoti. Dagsetningar sem hentuðu best voru Þriðjud 6. Des eða Laugardagurinn 10. Des.

 

Áttunda mál á dagskrá: Bað kvöld

Stella ætlar að athuga hvort að ekki sé hægt að fá aðstöðuna í dýraríkinu til að leyfa fólki að baða hundana sína og fá tilsögn um hvað er best að geraJÆtlar að ath með annan snyrti til að hjálpa sér þar við að leiðbeina.

 

Í lokin var farið yfir niðurstöður 5 Deildasýningarinnar.

Fundi slitið 21:40

Nánar ...

(15-06-2011)

Stjórnafundur Shih Tzu deildar 09.06.11 kl.20

 Mættir: Soffía, Helga og Stella

Helga Magnea og Súsanna  voru fjarverandi.

 Kosið var um formann og ritari deildarinnar,  Soffia ætlaði að biðja sig frá því að sitja sem formann þetta ár en ekki var samþykki fyrir því.  Stella Sif tekur við störf sem ritari deildarinnar og Susanna verður áfram gjaldkeri.

Soffia lagði fyrir stjórn þar sem hun hafði í sínar hendur vegna 5 deildasýningunni svo og email samskipti sem höfðu farið á milli vegna þessa.  Rætt var um 5 deildasýninguna, marg óskýrt í uppgjör sem sent var, fyrir liggja reikningana sem HRFI greiddi og reikning frá Ölgerð Egills Skallagrímssonar en vantar reikninga frá SS, Skátunum og Verslunartækni svo og númeraspjöld sem voru buin til.  Ákveðið að óska eftir uppgjör laugardags og sunnudags sundurliðaða,  Vitað er að posan og kassan  höfðu verið gerð upp á laugardeginum.  Einnig voru hlutir þarna keyptir sem ekki voru samþykktir.

Ekki var fengin samþykki stjórnar Shih Tzu deildar fyrir ráðstöfun á það sem stóð eftir af matvæli og sælgæti sýningar, stjórn mun reyna að komast að því hvað þetta telur í peningum og taka síðan ákvörun um hvort að þau telji að deildinn muni taka þann kostnað á sig.

Farið var yfir vetrar dagskrána og ákveðið  að skipuleggja fund með nefndum til að skipuleggja haust og vetrardagskrá  til koma þessu af stað.

 

Fundi slitið kl. 22.30.


(15-04-2011)

Aðalfundur Shih-Tzu deildar 7. apríl 2011.

 

Fundur settur kl. 20.10

Mættir voru f.h. stjórnar Soffia Kwaszenko, Súsanna Antonsdóttir, Helga A Þórðardóttir og Helga Magnea Birgisdóttir,  fundargestir 6.

1.       Kosning fundarstjóra – Kristín Erla  Karlsdóttir

2.       Kosning fundarritara – Helga A Þórðardóttir

3.       Skýsla stjórnar – Soffia Kwaszenko flytur skýslu sem sjá má í heild hér

 

4.       Reikningar deildarinnar – Súsanna leggur fram og gerir grein fyrir reikningum og þeir samþykktir, sjá hér

 

 

5.       Stjórnarkjör – úr stjórn ganga Málfríður Baldvinsdóttir gefur hún ekki kost á sér aftur og þökkum við henni vel unnin störf, Soffía Kwaszenko og Súsanna Antonsdóttir en þær gefa báðar kost á sér til áframhaldandi starfa.  Stella Gísladóttir gefur kost á sér. Voru þær Soffia, Súsanna og Stella einróma kjörnar.

6.       Kaffi

7.       Önnur mál – Nefndir kosnar og þar voru endurkjörnar í kynningarnefnd Aðalsteina Gísladóttir, Anja Björk Kristinsdóttir og María Þórsdóttir,  í skemmtinefnd voru kosnar Sólveig Þorsteinsdóttir, Úrsúla Linda Jónasdóttir og Karlotta Pálmadóttir,  og í sýninganefnd eru Elísabet Kristjánsdóttir, Stella S Gísladóttir og Dúa = Jónína Elísabetardóttir.

 

María kemur á framfæri dræmri sölu á dagatölum deildarinnar og lélegum undirtektum félagsmanna,  spurning um hvernig myndir voru valdar og skiptingu á myndum (einhverjir ekki ánægðir).  Svar er að allir gátu sent inn myndir og svo var reynt að skipta jafnt á milli hunda og eins var reynt að taka jafna skiptingu á milli ræktenda.  Einnig var spurt um nöfn á hundum á myndum en það var ákveðið að fólk ætti ekki endilega að tengja hund við eiganda.

Einnig kom upp umræða varðandi sölu á hlutum til fjáröflunnar t.d. að finna eitthvað sem aðrar tegundir gætu hugsanlega notað og keypt hjá Shih-tzu deildinni vegna þess hversu fámenn við erum.

Þar sem óopinbera (freestyle) sýningin tókst frábærlega hjá okkur þá er hugmynd að efna til þannig sýningu aftur og bjóða þá yorkum og /eða einhverjum síðhærðum /klipptum hundategundum að vera með gæti verið góð fjáröflun.

8.       Fundi slitið kl. 21.15




 

Nánar ...

(15-04-2011)

                                                                                                                   

Skýrslu stjórnar starfsárið 2010-2011


Á síðasta aðalfundi var kosið í nefndir þ.e.  göngunefnd, skemmtinefnd og kynninganefnd.

Keyptur var farandgripur  fyrir stigahæsta hund ársins og létum við smíða stall úr gegnheilli hnotu til að setja undir gripinn.  Fór gripurinn til stigahæsta hunds ársins 2009.  Isl. M. Danilos Passion of the game.

Toppakvöld var haldið í  april þar voru Margrét Kjartansdóttir, Stella Sif og Anja okkur til halds og trausts í að kenna bæði viðhalds og sýninga  toppa. 

Sýningarþjálfun hefur að venju verið haldinn fyrir allar sýningar félagsins. Hvetjum ræktendur og aðra félaga innan deildarinnar  til að benda á þessa þjalfanir.   Því þetta er það sem betur mætti fara til að efla félagsmenn deildarinnar  í að mæta þar sem þetta er eina reglulega fjáröflunin sem við höfum, og gerir okkur kleift að kaupa verðlaunagripi og greiða reikninga sem okkur berast, o.þ.h. fyrir deildina.

Vegna ummæla í Grafarvogsblaðinu um sóðaskap af völdum hunda í maí s.l.  efndum við til kúkagöngu  og buðum öðrum deildum  að vera með,  þetta var nokkuð vel sótt og vakti athygli, einnig gátum við sýnt fram á það að sóðaskapurinn undan hundunum var alls ekki eins mikill og af er látið.  Árangurinn  kom í blöðunum.

Deildin eignaðist 2 nýja meistara á árinu,  Is Ch. Santosha Angeldust  í febrúar s.l. og Ta María Beat the Fantasy s.l. sumar.  Samfara sumarsýningu félagsins undirbjó  kynningarnefnd deildarinnar óopinbera sýningu í Garðheimum og fengu finnska dómarann  Annukka Palheimo til að dæma fyrir okkur.  Þetta var mjög skemmtileg uppákoma og var gaman að sjá hvað það voru mikið af klipptum hundum sem voru í Freestyle flokknum.  Þetta mætti endurtaka reglulega og þá ættum við að fá reyndar ræktendur hérlendis til að dæma fyrir okkur, því ekki er þörf á að hafa löggiltan dómara fyrir óopinbera sýningu.

Augnskoðun var sömu helgi og sumarsýningin og urðum við Shih Tzu eigendur fyrir stóru áfalli þegar tveir hundar greindust með PRA, Helga Finnsdóttir dýralæknir hélt fyrir okkur fræðslufund á skrifstofufélagsins, þar sem allir sem viltu gátu fengið svör við spurningum sínum um þennan sjúkdóm.  í framhaldi af því  eða í nóvember, fékk deildin  breska dýralæknirinn Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS.   til að koma augnskoða  og jafnframt   taka DNA sýni ef þess þyrfti með til frekari rannsóknar.  Síðan á að reyna að útbúa DNA próf fyrir sjúkdóminn í Shih Tzu.   Enn urðum við fyrir áfalli þegar tveir til viðbótar greindust með PRA og aðrir tveir með Vitreal Degeneration.  Þegar á heildina er litið er um 80 % af stofninum núna í  ræktunarbanni  eða með ræktunarhömlur.   Alls tók Lorna 14 DNA próf.   Stjórn hefur eytt miklum tíma í að fá önnur lönd til samstarfs við sig varðandi augnskoðun á tegundinni,   undirtektir hafa verið mjög dræmar  frá öllum löndum nema Bretlandi.  Ekkert hefur  heyrst frá forystu  Finnska Shih Tzu klúbbsins, þá segja svíar og danir að  það sé ekkert  vandamál hjá þeim og Noregur vill fá að fylgjast með.  Okkur hefur borið vitneskja um að Finnski KC ætli að standa fyrir 3 augnskoðunum en shih tzu er ekki skildugur til að mæta. Klúbbarnir 5 í Bretland ætla að halda sameiginleg fund núna í apríl varðandi þetta, og fáum vonandi meiri  fréttir þaðan þegar fundurinn er afstaðinn.    Stjórn vill endilegja ráðleggja þeim er hyggja á innflutning dýra  til landsins að þeir flytji ekki inn hund nema báðir foreldrar séu augnskoðaðir.

Í ágúst 2010 leituðu Mjóhunda, Smáhunda, Terrier og Yorkshire Terrier deild eftir samstarfi  með Shih Tzu deild um 5 deilda sýningu sem haldin er núna í apríl.

Í september var  hundanuddarinn með meiru Nanna Zophaniusdóttir fengin til að kenna okkur að láta vel að hundunum okkar og nudda þau bak og fyrir.  Þetta framtak vakti mikla ánægju hjá hundum og hundaeigendum.  Í nóvember var svo aftur haldið toppakvöld sem var opið öllum sem vildu koma.

Kynningarnefnd gáfu út dagatal með  myndum af íslenskum Shih tzu hundum sem  tilheyra deildinni og var það selt á vægu verði.

Jólaball deildarinnar var haldið milli jóla og nýárs í húsnæði Gæludýra.is.

Við byrjuðum  árið 2011 á fræðslukvöldi  á skrifstofu félagsins, þar sem Brynja Tómer fór yfir ræktunarmarkmið fyrir Shih Tzu með útskýringum og svaraði í framhaldi spurningum sem fram komu.  Þetta var vel sótt og vondandi getum við haldið samkonar kvöld aftur.

Stigahæsti  hundur ársins 2010 var heiðraður í mars og var það Is.Ch. Ta Maria Beat the Fantasy sem var hlutskarpastur að þessu sinni.      

Samfara augnskoðun sem  var haldin á vegum félagsins í mars s.l. var fyrirlestur um  augnsjúkdóma  sem Finn Boserup  og Susanne Kaarshol  sérfræðingar í augnsjúkdómum  stóðu fyrir.  Finn var spurður hvað hann myndi ráðleggja varðandi áframhaldandi ræktun hér á landi miðað við að megnið af stofninum hér er undir einhverkonar ræktunar hömlum, og að ekki sé hægt að flytja hunda  inn til landsins með þeirri vissu um að hann beri ekki með sér augnsjúkdóma.

12 hundar voru augnskoðaðir í Júní,  31 voru augnskoðaðir  í augnskoðunina sem deildin stóð fyrir, 1 í nóvember eða samtals 44 hundar alls.

Alls voru 5 got  skráðir á árinu eða samtals 15 hvolpar. 

2  innfluttir hundar voru skráðir  á árinu þ.e. Spóvens Score Keeper  sem fluttur var inn á árinu 2009 og Zyss Ghosthunter sem var fluttur inn seinni part 2010.

Í ár eru 3 sæti í stjórn laus þ.e. Soffia Kwaszenko sem hér talar og hefur starfað sem formaður deilarinnar,  Susanna Antonsdóttir sem hefur starfað sem gjaldkeri deildarinnar og Málfríður Baldvinsdóttir meðstjórnandi.   Árið hefur í heild sinni verið mjög viðburðarrík og mjög mikið af leiðinlegum sem skemmtilegum málum sem hafa verið í eldlínunni.  Það er ósk okkar að þeir er kunna að gefa kost á sér til stjórnarstarfa og hljóti kosningu  vegni vel og haldi áfram að vinna í því sem liggur fyrir.

 

Stjórn.

Nánar ...

(11-02-2011)


Punktar frá Fulltrúaráðsfund HRFI 07.02.2011

 

Herdís Hallmarsdóttir talaði um verklagsreglur sem Siðanefnd hefur tileinkað sér, þetta er nýjung þar sem ekki voru neinar til verklagsreglur hér áður.  Einhver misskilningur í gangi um hvernig vinnubrögð siðanefndar viðhefur og er það leiðrétt hér með.  Öll mál eru meðhöndluð eins, smá sem stór og þau velja sér ekki mál sjálf.

Ekki er búið að ákveða hver fer á NKU fund 7.3. en Shih Tzu deild hefur sent in erindi sem leggja á fyrir fundinn.

Yfir 800 hundar eru skráðir á næstu sýningu.

Athuga á heimasíðu HRFI varðandi breytingu á skráningu í ættbók.  Núna er sheffer tilgreindur sem síðhærður eða stutthærður, má ekki para þessa tvær tegundir saman.  en þýsku heitin verða notuð til þess að aðgreina þessar tvær tegundir.

Nýtt tölvukerfi er í vændum hjá félaginu, þannig að vonandi fyrir næstu sýningu getum við skráð aftur í gegnum netið.

Hreyfing komin á einangrunarmálum aftur.  Eins er eitthvað í gangi varðandi hundahald í fjölbýlishúsi allavega varðandi hjálpahunda, liggur þetta fyrir alþingi.

Félagið ætlar að standa fyrir Stefnumótunardegi,  Súsanna Antonsdóttir og Björn Ólafsson munu halda utan um þetta.

Pat Hastings er væntanleg til landsins í September á vegum Smáhundadeildar.

Shih Tzu deild þarf að útvega starfsmenn á næsta sýningu.

Nánar ...

(04-02-2011)

Fundur með stjórn og nefndum Shihtzudeildar

Haldinn á Amokka Borgartúni 03.02.2011 Kl 20:00

 

 

Mættir: Allý, Mæja, Dottý, Dúa, Stella, Soffía, Karlotta, Súsanna.

Fjarverandi: Malla, Helga Magnea, Helga Þ, Anja.

 

Dagatal:  Búið að selja á milli 30 og 40 dagatöl. Verðum að gera allt sem við getum til að selja fyrir prentkostnaði.  Reynum að selja á sýningu HRFI í febrúar, í Garðheimum á smáhundadögum og í sýningaþjálfun.

 

Bás:  Ætlum að vera með bás á sýningunni.  Súsanna pantar básinn. Soffía er með allt sem til þarf við uppsetningu.  Díana dóttir Allýjar ætlar að vera í básnum að selja dagatöl og við þurfum að reyna að ná til sem flestra til að fá fólk með hunda í básinn líka.  Þurfum að prenta út tegundalýsinguna sem Allý bjó til og hafa bæði í básnum og í Garðheimum.

 

Sýningaþjálfun:  Senda mail á alla, setja auglýsingu á heimasíðuna og Facebook.  Allar að setja í status hjá okkur til að sem flestir sjái auglýsinguna.  Þeir sem gáfu kost á sér í sýningaþjálfun eru: Karlotta, Dottý, Súsanna, Soffía, Vonandi gefa fleiri kost á sér í framhaldinu.  Helga Þórðardóttir komst ekki á fundinn en hún hefur einnig kost á sér.

 

 

Garðheimar:  Dottý fer í að smala saman fólki til að vera í Garðheimum.

 

Vorskemmtun:  Stefnum á að halda smá partý jafnvel í heimahúsi,hugmynd að dagsetningu 4. mars n.k. Karlotta ætlar að sjá um þetta ásamt Allý og Mæju.

 

Önnur mál:

 

Stud listi:  Ákveðið að bjóða öllum sem eiga karlhunda og eru tilbúnir til að lána þá á tíkur að skrá sig á sérstakan lista á heimasíðunni.  Þessir hundar þurfa að vera með hrein augnvottorð.  Notum tækifærið til að auglýsa augnskoðunina í leiðinni.

 

Heimasíðumál:  Allý kom með þá hugmynd að við myndum bæta inn á síðuna upplýsingum um: Hver er deildin, fyrir hvað stendur hún o.s.frv.

 

Fundi slitið kl. 21:45

 

Súsanna ritar.

 

Nánar ...

(31-08-2010)

Stjórnarfundur  12.08.2010,

Stjórnarfundur haldinn á Maður lifandi kl. 18.00

Mættir voru:  Málfríður, Helga Magnea, Súsanna, Soffía og Helga Þ.

1.       Soffía setur fundinn.

2.       Soffía upplýsir að til standi að vera með sérsýningu 12 – 14 apríl 2011 þar sem Terríer, Smáhunda, Mjóhunda og  Shih-Tzu deild eru með.  Umsókn hefur verið lögð inn hjá stjórn HRFÍ en ekki er komið svar.  Súsanna leggur til að framkvæmdarnefnd haldi utan um framkv. fyrir hönd deildarinnar þar sem þeim tókst mjög vel með opnu sýningu Shih-Tzu deildar í mars s.l.  En það verður tekið fyrir þegar svar hefur borist.

3.       Skemmtinefnd hefur verið í sambandi við Súsönnu og er að skipuleggja nóvember skemmtun.

4.       Varðandi PRA sem kom upp í tveimur Shih-Tzu hundum við augnskoðun þá hefur verið tekin sú ákvörðun að setja afkvæmi ekki í ræktunnarbann en ekki hefur verið fundað með HRFÍ.

5.       Soffía er að aðstoða HRFÍ að finna augnlækna til að koma og augnskoða hér hjá okkur, það er alltaf gott að fá fleiri til þess ekki alltaf sömu læknana ( álit fleiri lækna)

6.       Ath. hvort hægt sé að funda með nefndum 16.08. kl. 20.00 heima hjá Helgu Þ.

7.       Súsanna er búin að vinna umsókn og senda hana inn til skattstjóra varðandi kennitölu fyrir deildina .

8.       Spurning varðandi hagnað sérsýningu ásamt öðrum deildum þá rennur hann til HRFÍ.

9.       Fundi slitið kl. 19.45

Nánar ...

Stjórnar-nefndarfundur 20.04.10 (07-05-2010)

Stjórnarfundur ásamt nefndum  20.04.2010,

Staðsetning:   Kaffi AMokka.

Mættir:  Anja, Allý, Helga Magnea, Malla, Karlotta Súsanna, Jóhanna, Dúa, Dottý, Mæja og Helga Þ.

Súsanna setur fund kl. 20.10

Fyrsta umræðuefni var hvað á að gera til að efla þátttöku félagsmanna í deildinni: Hugmyndir voru allmargar nýjar og gamlar t. d. Göngur, toppakvöld, hundafimi prufutími, opið hús þar sem ýmsar hundavörur væru sýndar þó án fóðurs, gamni sýning ofl.

Var talað um að fá afnot af húsnæði kannski tvisvar í mánuði og á að tala við Sóley Möller þar sem hún er að fá nýtt húsnæði á leigu, verður það kynnt þegar eitthvað frekara er vitað.

Kynninganefnd er á fullu að vinna í dagatali fyrir árið 2011 og var með góðar hugmyndir hvað það varðar t.d. að bjóða ræktendum að auglýsa á því. Svo að fá Shih-Tzu eigendur til að senda allar þær skemmtilegu, flottu, úti og inni myndir af snoðuðum og síðhærðum hundum sínum til kynningarnefndar og svo gætu þær valið sem flestar og sem fölbreyttustu myndirnar í dagatalið. Einnig er hugmynd að selja „lógó“ ef einhverjir vilja.

Freestyle sýning : Það er verið að hugsa og reynt verður að hafa svona skemmtisýningu í samfloti við júní sýningu HRFÍ þar sem allir Shih-tzu hundar gætu verið sýndir líka þeir stuttklipptu og er Anja í viðræðum við finnskan dómara sem verður  að dæma á sýningu HRF‘I, vonandi að þetta gangi eftir, og ætlar Anja að tala við Blómaval um húsnæði fyrir þessa uppákomu.

Það verður að fara í að uppfæra póstfangalista deildarinnar og ætla Helga Þ. og Súsanna að fara í málið fljótlega, einnig ætlar Anja að senda deildinni þau póstföng hjá þeim hvolpaeigendum sem hún er með á sínum snærum.

Talað var um að heimasíða deildarinnar væri frekar sviplaus og væri kannski ráð að setja myndir á banerinn til að lífga uppá hana,  og verðum við að skoða þetta nánar.

Ákveðið var að hafa snyrtikvöld þriðjud. 4. Maí og kynningarnefnd sér um auglýsingu, einnig var ákveðin ganga í Grafarvogi til að mótmæla blaðaskrifum um sóðaskap hundeigenda og verður hún sunnud. 9.maí (kúkahreinsiganga).  Göngur væri gaman að hafa ca. einu sinni í mán.

Samþykkt var að gera Facebook síðu fyrir deildina okkar og ætlar Allý að taka það að sér.

Skemmtinefnd hefur á sinni könnu að skipuleggja haustfagnað, jólaball ,útilegu og kannski brunch,vöfflukaffi eða annað það væri gaman að gera eitthvað í hverjum ársfjórðungi.

Ákveðið var að reyna að hittast einu sinni í mánuði og þá síðasta þriðjudag hvers mánaðar.

Fundi slitið kl. 21.40

Helga Þ.


Stjórnarfundur Shihtzu deildar HRFI 06.04.2010 (09-04-2010)

Fundargerð

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldinn í Hafnarfirði 6.4.10

Mættir: Helga Magnea, Helga Þórðar, Malla, Soffía, Súsanna.

Fundaritari: Súsanna

Skipan stjórnar: Soffía verður áfram formaður, Súsanna verður áfram gjaldkeri, Helga Þórðar verður ritari, Malla og Helga Magnea verða meðstjórnendur.

Ákveðið var að boða allar nefndir til vinnufundar mánudaginn 20. apríl n.k.

Fyllt var út umsókn um kennitölu fyrir deildina.

Súsanna og Soffía skýrðu frá fulltrúaráðsfundi sem þær sátu þann 30. mars. 

Ákveðið var að setja inn á heimasíðuna ábendingu til fólks um að það þurfi að skrá sig í deildina annaðhvort með símtali/tölvupósti á skrifstofu HRFI eða með því að senda tölvupóst á stjorn@shihtzu.is  og við munum þá sjá til þess að viðkomandi verði skráður.

Ræktunarnámskeið verður haldið á vegum HRFi helgina 15. og 16. maí,  ætlum að hvetja fólk til að sækja þetta námskeið.

Lögð verður inn beiðni um að fá Paul Stanton til að dæma Shih Tzu á næstu sýningu.

Helga Þórðar ætlar að forvinna siðareglur sýnenda sem verða settar inn á heimasíðuna.

Stjórn barst ábending frá Ingu Kristjánsdóttur vegna orðalags og stafsetningar í greinum á heimasíðunni, Helga Þórðar  nýr rítari, mun svara henni og yfirfara efni á síðunni.

Stjórn barst tölvupóstur frá Stellu Sif Gísladóttir þar sem hún gefur kost á sér í göngu/sýninganefnd.

Þannig að nú er búið að manna allar nefndir deildarinnar sem er frábært.

Ræddar voru ýmsar hugmyndir fyrir vinnufundinn með nefndunum.

Fundi slitið kl 23.00
SA


Ársskýrsla shihTzudeildar HRFI fyrir árið 2009 (08-04-2010)

Þar sem deildin var formlega stofnuð í júní 2008 þá er árið 2009 fyrsta heila starfsarið okkar.  Ýmislegt var á döfinni hjá okkur og munum við stikla á því helsta hér:

4 formlegir stjórnarfundir voru haldnir á árinu ásamt því að fulltrúi deildarinnar sat alla fulltrúaráðsfundi HRFI.

Heimasíða deildarinnar www.shihtzu.is  fór í loftið í byrjun mars og er aðsókn að síðunni með ólíkindum.

Síðan hefur að geyma gagnagrunn sem nær yfir alla Shih Tzu hunda á landinu og forfeður þeirra.

Þann 17. Mars 2009 var haldinn ársfundur deildarinnar, mæting var þokkaleg og allir stjórnarmenn sátu áfram enda höfðu þeir bara starfað í hálft ár.

Deildin stóð fyrir sýningaþjálfun ásamt Fuglahunda og Snaucherdeildum HRFI fyrir allar sýningar ársins.

Í april vorum við með kennslu í böðun og blæstri á shih tzu hundum . Margrét Kjartansdóttir hundasnyrtir var okkur til aðstoðar, mæting var frábær og höfðum við öll og gagn og gaman af.

Göngunefndin stóð fyrir á göngur á vegum deildarinnar sem voru 4  í mai, julí, september og nóvember og mætingin góð og tókst það vel í alla staði.  Stjórn vil þakka þeim frábær störf.

Smáhundadagar voru að venju í febrúar og september og voru fulltrúar frá okkur þar.

Í ágúst á stórafmæli HRFI var margt um að vera , á fimmtudeginum var haldin afmælishátíð í Reiðhöllinni Víðidal og var deildin með bás og kynningu á tegundinni þar.  Í framhald af því var stærsta sýning sem hefur verið á vegum HRFI þ.e. 2 sjálfstæðar sýningar á einni helgi sem við tókum að sjálfsögðu þátt í. Þar slógum við met því 16 Shih Tzu hundar voru sýndir þar  annan daginn. 

Toppakvöld var haldið 15. október í Sólheimakoti, Margrét Kjartansdóttir hundasnyrtir mætti á svæðið og kenndi ShihTzueigendum að setja topp í hundinn sinn.  Mæting var frábær.

Þann 31. Október var haldinn Haustfagnaður deildarinnar á Ásláki í Mosfellsbæ, svo vel heppnaðist kvöldið að ákveðið var að haustfagnaður yrði árlegur viðburður, vonandi sér skemmtinefnd sér fært um að skipuleggja þetta fyrir okkur áfram.

Stigahæsta hundi ársins var veitt viðurkenning í fyrsta skipti og hlaut ISCH Danilos Passion O´The Game (Hermann) titilinn enda hefur hann náð ótrúlega flottum árangri á árinu, eigandi Hermanns er Jónína Elísabetardóttir . 

6. desember var kennsla á hvolpa böðun í Keflavík fyrir nýbaka Shih Tzu eigendur í þetta skipti var Katarzyna Porzezińska eða Kati eins og við köllum hana daglega okkur til halds og trausts, þá viljum við þakka Keflavíkur mærnar í deildinni fyrir frábæra frammistöðu við þetta tilvik.

 

Þetta árið hefur verið mjög frjósamt hjá ShihTzu 5 got voru á árinu samtals 26 hvolpar þ.e. 25% stækkun á stofninum, engin Shih Tzu var flutt inn til landsins þetta ár.

Meðlimi stjórnar ásamt fulltrúar frá Smáhunda, Schnauzer, og Terrier deild stóðu fyrir fundum um bætt aðstöðu á sýningarsvæði, sem varð til þess að við fengum að hafa borðin inní salinn aftur.  En þetta er bara byrjunin ef við viljum fá þetta eins og þetta var.  Mikið er verið að setja út á að hafa borð í hölinna, þá sérstaklega af fáum einstaklingum.  Við þurfum að syna það og sann að ekki er meiri sóðaskap eða slit á teppin við að hafa borðin, það þarf að vera eining um þetta.

SA


Ársfundur Shih Tzu deildar HRFI 17. Mars 2010 (08-04-2010)

Fundargerð

Dagskrá fundarins:

1.       Skýrsla stjórnar

  2.       Kosning stjórnar

   3.       Kosning í nefndir
                 4.    Önnur Mál                              



Soffía Kwaszenko, formaður deildarinnar setti fundinn og byrjaði á því að tilnefna Elvar Jósteinsson fundarstjóra, það var samþykkt einróma.

1.       Soffía flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2009 og voru engar athugasemdir gerðar við skýrsluna.

 

2.       Kosning stjórnar.  2 sæti voru laus eitt sæti varamanns og eitt sæti aðalmanns, þær Karlotta Pálmadóttir og Aðalsteina Gísladóttir sögðu sínum sætum lausum. Aðalsteina gaf kost á sér áfram í varastjórn en Karlotta gaf ekki kost á sér áfram.  Frambjóðendur gáfu ýmist kost á sér í aðalstjórn eða varastjórn, því var kosið þannig. 

Fyrst var kosið um þá aðila sem vildu gefa kost á sér í  aðalstjórn.

Í framboði voru: Anja Kristinsdóttir, Helga Magnea Birkisdóttir og Helga Þórðardóttir.

Atkvæði féllu þannig: Helga Þ hlaut 9 atkvæði, Helga Magnea hlaut 6 atkvæði og Anja hlaut 5 atkvæði.

Síðan var kosið um þá sem gáfu kost á sér í  varastjórn.

Í framboði voru:  Aðalsteina Gísladóttir, Helga Magnea Birkisdóttir og Úrsúla Jónasdóttir, en Úrsúla dró framboð sitt til baka skömmu fyrir kosningu. 

Atkvæði féllu þannig: Helga Magnea hlaut 13 atkvæði en Aðalsteina hlaut 7 atkvæði.

 

3.       Þannig að starfsárið 2010 skipa stjórn: Helga Magnea Birkisdóttir , Helga Þórðardóttir, Málfríður Baldvinsdóttir, Soffía Kwaszenko og Súsanna Antonsdóttir.

Skv. reglum HRFI síðan 10. mars 2010 verða framvegis 5 stjórnarmenn sem skipta með sér verkum þannig að það verður: formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur og mun stjórn skipa með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

 

4.       Kosning nefnda:

Göngunefnd:  Þar sátu Ingibjörg Jafetsdóttir og Helga Magnea Birkisdóttir.  Þær gáfu kost á sér áfram, Jónína Elísabetardóttir gaf einnig kost á sér og verða þær 3 í göngunefnd.

Skemmtinefnd:  Karlotta Pálmadóttir og Jóhanna Laufdal  gáfu kost á sér og lofa skemmtilegu ári. 

Bása/sýninganefnd:  Erfiðlega gekk að fá fólk í þessa nefnd en Elísabet Kristjánsdóttir gaf kost á sér með von um að félagsmenn verði duglegir að vinna með henni, sem þeir lofuðu á fundinum og verðum við að standa við það.

 

5.       Önnur mál:

Fjörugar umræður voru undir liðnum önnur  mál og komu margar frábærar hugmyndir fram m.a. kom hugmynd frá Maríu Þórsdóttur  um að stofna nefnd til að sjá um ýmis mál tengd fjáröflun fyrir deildina t.d. gefa út dagadal og sinna ýmsum markaðsmálum,  nefndin var stofnuð og  gáfu kost á sér Anja Kristjánsdóttir, Aðalsteina Gísladóttir og María Þórsdóttir, ákveðið var að kalla þessa nefnd Kynninganefnd .  Einnig kom fram hugmynd um að hafa ritstjóra heimasíðu og var bent á Önju Kristinsdóttur  í það verkefni, engar undirtektir voru þannig að það var ekki rætt nánar.  Rætt var um að halda svokallaða Freestyle sýningu þ.e. fá dómara til að koma  og dæma fyrir okkur og leyfa m.a.  klipptum hundum að vera með á sýningunni.  Þetta fékk frábærar undirtektir og vonandi verður hægt að gera þetta í framtíðinni.  Rætt var um að reyna að fá leigt húsnæði þannig að hægt væri að hittast t.d. einu sinni eða jafnvel tvisvar í mánuði með hundana innanhúss og vera með ýmislegt í gangi svo sem umhverfisþjálfun, hundafimi, fyrirlestra  auk sýningaþjálfunar.  Stjórn mun fara strax í það að kanna möguleika á húsnæði og byrja á því að tala við Sóleyju Möller í því sambandi.

Fundurinn fór í alla staði vel fram og mættu 22 á fundinn sem er mikil aukning frá því árinu áður.

Því miður gat einn fundarmaður ekki kosið á fundinum þar sem viðkomandi var ekki skráður í deildina og skv. reglum HRFI á kjörgengi á deildarfundum sá sem skráður er eigandi hunds af tegundinni, skráður er í deildina og er skuldlaus við félagið.

 

Stjórnin.

Nánar ...

(17-03-2010)

Fundur var haldinn á Cafe Milano 16. mars 2010
Mættar: Aðalsteina, Karlotta, Málfríður, Soffía, Súsanna.
 
Dagskrá fundar:
Dagskrá ársfundar, kosning stjórnar.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl 19:00 á skrifstofu HRFI.
Kjósa þarf um 1 sæti í varastjórn og 1 sæti í aðalstjórn.  Karlotta Pálmadóttir segir sig úr stjórn og gefur ekki kost á sér aftur.
Aðalsteina Gísaldóttir segir sig einnig úr stjórn og gefur kost á sér til áframhaldandi starfa.
4 framboð hafa borist stjórn það eru í aðalstjórn: Anja Kristinsdóttir, Helga Magnea Birkisdóttir, Helga Þórðardóttir ásamt Aðalsteinu.  3 framboð hafa borist í varastjórn: Helga Magnea Birkisdóttir, Helga Þórðardóttir, Úrsúla Jónasdóttir ásamt Aðalsteinu.  
Kjósa þarf í nefndir deildanna þ.e.: Göngunefnd í framboði þar er Jónína Elísabetardóttir, Skemmtinefnd þar er í framboði Karlotta Pálmadóttir, Bása-sýninga-markaðsmálanefnd, engin framboð hafa borist ennþá.
Farið var yfir bikaramál deildarinnar og stendur til að reyna að ná myndum af farandgripunum og hafa inn á heimasíðunni ásamt skrá yfir  það hvar hver gripur er hverju sinni til að geta kallað gripina inn fyrir sýningar.  Því miður var ekki hægt að afhenda farandgripinn á síðustu sýningu þar sem handhafi hans hafði ekki skilað honum inn. En bikaramál standa skv. eftirfarandi:
 
Vorsýning: gefandi Íseldar ræktun farandgripur fyrir BHT1 og BHT2.
Sumarsýning: gefandi Fiskó farandgripur fyrir BHT1.
Haustsýning: gefandi Gullroða ræktun farandgripur fyrir BHT 1 .
Vetrarsýning: gefandi Ævintýra-ræktun BHT 1.
Það vantar semsagt farandgrip fyrir BHT2 á sumar, haust og vetrarsýningu.
 
Senda tölvupóst á alla og minna á fundinn í kvöld.
 
Fundi slitið kl 21:30/Súsanna 
 SA


Stjórnarfundur 19.mars.2009 (05-03-2010)

 

Mættir: Aðalsteina,Karlotta,Málfríður,Soffía,Súsanna.

1. Fórum yfir heimasíðumálin, Allý fór í gegnum með okkur hvað er búið að vera að gera og hvað er eftir, og erum við allar mjög ánægðar með niðurstöðuna. Deildum með okkur þeim verkefnum sem eftir eru.
2. Skýrsla stjórnar, punktuðum niður það helsta sem gerst hefur á tímabilinu og mun Súsanna klára skýrsluna og senda á hinar til yfirlestrar fyrir fundinn.
3. Dagskrá ársfundar sett niður og verður svohljóðandi:

Skýrsla stjórnar,
kosning stjórnar,kosið um 1 sæti aðalstjórnar og 1 sæti varastjórnar.
kosning nefnda: Kjósa þar í göngu,skemmti og sýninganefnd.

Áætlum að halda vorfagnað á sumardaginn fyrsta ef verður leyfir.

Fundi slitið kl 10:30


Stjórnarfundur 24.09.2009 (05-03-2010)

Mættar: Aðalsteina,Soffía,Súsanna,Helga Magnea.

- Rætt var um bása varðandi næstu sýningu.
- Soffía ætlar að sjá um að panta básana fyrir sýninguna. 
- Allý hringir í eigendur Shih Tzu hunda til að fá fólk á staðinn með sinn    hund, 
hugmynd kom upp að hver ræktandi myndi fá 2 hundaeigendur til að vera með sinn hund á básunum.
- Ganga í Heiðmörk viku seinna og ætlar Helga M að athuga með fólk suðurfrá.

- Áslákur 14 nov, haustfagnaður Shih Tzu deildarinnar,
hugmynd um að hafa diskó,mat og verðlauna stigahæðsta shih tzu hund ársins. Rætt um að hafa farandbikar fyrir stigahæðsta hundinn, verður hann keyptur erlendis frá.
- fólk þarf að skrá sig á póstlista deildarinnar stjorn@shihtzu.is

Jólaball fyrirhugað 6. des ef húsnæði finnst til að halda ballið.

- Toppakvöld í okt 2009 - Toppar og teyjur verður í Sólheimakoti, hver og ein getur komið með sinn hund, bursta og greiður. Magga Kjartans verður fengin til að leiðbeina hundaeigendum.

fundi slitið.


Stjórnarfundur 21.okt.2009 (05-03-2010)

Mættar: Aðalsteina,Soffía,Súsanna,Karlotta.

-Umræður voru meðal annars um hvernig farandgripur ætti að vera, hvað ætti að kaupa, hvernig hann ætti að vera og þess háttar.
-Hugmynd kom upp þar sem 2 aðilar úr stjórn eru að fara erlendis á Crufts hundasýninguna myndu athuga hvort ekki fyndist þessi fallegi gripur.

- Umræður varðandi haustfagnað deildarinnar Helga Magnea og Karlotta ætla að vera í skemmtinefnd.
-Súsanna ætlar að hafa samband við Jón Sigurðsson skemmtikraft til að mæta á svæðið.
-Veitingar munu vera í höndum Grillvagnsins,
-Einnig var talað um að hafa happadrætti á haustfagnaðinum og ætlar stjórnin að finna út hvar hægt sé að fá vinninga.

Fundi slitið.



Stjórnarfundur 25.06.2009 (05-03-2010)

Mættir:                Aðalsteina, Karlotta, Soffía, Súsanna.

Dagskrá:

1.       Heimasíðan

2.       Göngur, afmælissssýning.

Förum í gegnum síðuna lið fyrir lið.  Þurfum að flokka betur aðsendar myndir og setja myndir af nýfæddum hvolpum undir hvolpamyndir í aðsendum myndum.(Allý, Soffía)

Vinna aftur upplýsingar um hvað hvaða litur táknar á sýningarborðunum. (Súsanna)

Fara yfir tenglana. (Allir)

Hafa sambandi við ingibjörgu og Helgum Magneu í göngunefnd vegna fyrirhugaðrar Heiðmerkurgöngu og athuga hvort þær hafi tök á að vinna með afmælisnefndinni vegna Laugavegsgöngu. (Súsanna)

Fundi slitið kl 22:00.


Stjórnarfundur 09 janúar 2010 (25-01-2010)

Stjórnarfundur 09.janúar 2010

Mættir: Aðalsteina, Málfríður, Soffía, Súsanna.
Fjarverandi: Karlotta

Mættir f.h. skemmtinefndar:    Helga Magnea.  

1     Ákveðið var að senda beiðni til stjórnar HRFI um að settar verði kvaðir um augnskoðun (PRA) fyrir pörun.   
Varðandi fyrirspurn til deilda frá HRFI vegna beiðni um breytingu á lögum fyrir FHD, stjórn ShihTzu deildar er ekki sammála því að þessi breyting verði heimiluð. 
Ritari deildarinnar þarf að ganga frá þeim fundargerðum sem enn vantar inn á heimasíðuna.       
Svara þarf bréfi sem deildinni barst frá Önju.
Deildinni barst bréf frá HRFI varðandi tík sem pöruð var of ung, í kjölfarið verður farið í að búa til siðareglur deildarinnar og þær settar inn á síðuna. 
Uppfæra þarf félagatal þar sem mikil aukning hefur verið.
Aðalfundur verður haldinn 17.mars kl 20:00 í húsnæði HRFI. 
Heimasíðan/Spjall ákveðið var að tala við Þorstein og fá hann til að klára þetta sem allra fyrst.

9.      Hvolpapartý – Göngur – Vorfagnaður.  Skemmtinefndin ætlar að fara í þessi mál, reyna að finna húsnæði fyrir hvolpapartý, skipuleggja göngur eftir febrúar sýninguna og huga að vorfagnaði

Fundi slitið


Skýrsla stjórnar ársins 2008 -2009 (01-04-2009)

Shih tzu deild HRFI

Skýrsla stjórnar ársins 2008-2009

Undirbúningsfundur var haldinn 18. Maí 2008

Fyrsti ársfundur deidarinnar var haldinn 6. Júni 2008, enginn félagsmaður bauð sig fram til stjórnarkjörs þannig að undirbúningsnefndin var sjálfkjörin sem fyrsta stjórn deildarinnar og er hún skipuð:

Aðalstjórn: 
Soffia Kwaszenko, formaður     s. 8624309
Susanna Antonsdóttir, gjaldkeri s. 8928574
Aðalsteina Gísladóttir, ritari     s. 6952586

Meðstjórnendur:
Málfríður Baldvinsdóttir           s. 8922945
Karlotta Pálmadóttir                  s. 6901856

Stjórnin hefur haldið 3 stjórnarfundi og eru fundargerðir þeirra aðgengilegar inn á heimasíðu deildarinnar.  

Deildin hefur staðið fyrir sýningaþjálfun fyrir 3 síðustu sýningar H.R.F.Í. í samvinnu við Schnauzer, Fuglahunda og Smáhundadeild,  aðsókn hefur verið vonum framar.

Ein ganga var farin og hittist hópurinn á Berginu í Keflavík og var mjög fín mæting.

Deildin stóð fyrir jólaballi og mættu í kringum 40 Shih Tzu hundar í sínu fínasta pússi með eigendum sínum, Karlotta lánaði okkur húsnæði sitt á Gylfaflöt og þakkar stjórn henni kærlega fyrir það.

Í febrúar s.l. stóð deildin  fyrir snyrtikvöldi sem var vel mætt á , þar var Margrét Kjartansdóttir hundasnyrtir með frábæran fyrirlestur og sýnikennslu í snyrtingu á Shih Tzu og á hún þakkir skyldar fyrir frábært kvöld.  Klara Hafsteinsdóttir lánaði okkur heimil sitt og aðstöðu fyrir þetta og þökkum við henni kærlega fyrir það.

Á tímabilinu hafa verið smáhundadagar í Garðheimum i tvígang og hefur gengið mjög vel að manna það ásamt bás á sýningum HRFI og þökkum við þeim sem hafa lagt sitt af mörkum.

Stjórnin fór til Birmingham í Bretlandi í október s.l. á sérstaka Shih Tzu sýningu sem var alveg stórkostleg og vonumst við til að geta staðið að fleiri svona ferðum í framtíðinni.

Síðast en ekki síst hefur deildin verið að vinna heimasíðu deildarinnar shihtzu.is og þar hefur vinnuframlag Allýjar skipt sköpum og á hún veg og vanda að þessari flottu síðu sem verður opnuð formlega hér á eftir.  Við þökkum Allý kærlega fyrir frábært starf og tek það fram að Allý á líka meirihluta  ljósmynda sem eru á síðunni. Við þökkum líka Dýrheimum kærlega fyrir veitta aðstoð en lénið shihtzu.is og hýsing síðunnar er í boði Dýrheima.  Susan Harper málaði myndina fyrir logo deildarinnar  sem hefur síðan verið færður í endanlegt form af Anton Rúnarssyni.  Hægt er að hafa það einnig í svart hvítri útfærslu.

Stjórn deildarinnar þakkar kærlega fyrir sig og hlökkum til komandi sumars sem verður fullt af skemmtilegum viðburðum með ShihTzu eigendum

Stjórnin


Stjórnarfundur 7. janúar 2009 (07-01-2009)

Mættar voru:

Aðalsteina Gísladóttir
Málfríður Baldvinsdóttir
Karlotta Pálmadóttir
Soffía Kwansenko
Súsanna Antonsdóttir

Málefni fundarins

1. Allý hefur verið að vinna heimasíðu fyrir deildina undanfarnar vikur og fór í gegn um það með  okkur hvað er komið. Punktuðum niður hvað vantar og Allý og Soffía munu hitta tölvumanninn og halda áfram með þetta mál og vonandi verður síðan opnuð fyrir marssýningu HRFI.

2. Rætt um tegundakynningu um Shih tzu sem birt var í síðasta tbl. Sáms ákveðið að senda fyrirspurn til HRFI um það af hverju ekki var haft samband við deildina.

3. Smáhundadagar í Garðheimum dagana 7-8 febrúar, senda mail á alla og raða niður hundum.

4. Margar deildir hafa haft sambandi við okkur vegna sýningarþjálfunar fyrir næstu sýningu. Spurning hvort við vinnum áfram með veiðihundunum eða reynum að fá stærri höll þannig að fleiri getir verið með. Soffía gengur í það mál.

5. Logo deildarinnar frágengið.

6. Hafa samband við Margréti Kjartansdóttur hundasnyrti vegna fyrirhugaðs snyrtikvöld fyrir félgasmenn.

7. Stefnum að því að halda ársfund deildarinnar um miðjan mars. ákveðið nánar síðar.

Fundi slitið.


Shih Tzu fundur 24.06.2008 (24-06-2008)

Shih Tzu fundur

Mættar voru:
Aðalsteina Gísladóttir
Soffía Kwaszenko
Karlotta Pálmadóttir
Ingibjörg Kristjánsdóttir

Fjarverandi:
Málfríður Baldvinsdóttir
Súsanna Antonsdóttir

Stjórn:
Soffía Kwansenko Formaður
Aðalsteina Gísladóttir Ritari
Súsanna Antonsdóttir Gjaldkeri
Karlotta Pálmadóttir Meðstjórnandi
Málfríður Baldvinsdóttir Meðstjórnandi

Ingibjörg Kristjánsdóttir göngu/skemmtinefnd

Málefni fundarins:

1. Þar sem Súsanna var fjarverandi sendi hún nokkrar tillögur frá sér sem lesnar voru upp á fundinum.

2. Júnísýning skipulagning Allý,Soffía og Karlotta sjá um að skipuleggja básinn á sýningunni. Soffía kemur með hvolpagrind, sýningarborð og efni til að skreyta með.

3. Þær sem verða með hundana sýna á básnum eru Allý,Inga og Soffía

4. Bæklingur um tegundina búinn til, hann var unnin af Ingu og Allý ásamt góðum hugmyndum frá Sússu og Soffíu.

5. Allý og Inga tóku heimasíðumálin að sér. Soffía lætur deildina fá lénið
www.shihtzu.is Inga ætlar að afla sér upplýsinga varðandi vistun á léninu. Heimasíðan verði tilbúin fyrir okt 2008.

6. Tillaga kom frá Soffíu um að senda bréf á alla sem hafa verið að rækta og biðja þá um að senda upplýsingar þ.e. nafn hunds og nafn eiganda, email og símanúmer á
icelandicshihtzu@gmail.comtil að auðvelda okkur að ná í fólkið. Búa svo til hóp inn á malinu okkar þannig að við getum sent allar tilkynningar á alla í einu. Endilega kíkið á þetta annað slagið og passa að allt sem við sendum frá okkur fari þarna í gegn til að búa okkur til "gagnabanka"

7. Skipuð göngu/skemmtinefnd Ingibjörg Kristjánsdóttir

8. Ákveðið að hafa grill um miðjan ágúst ca. 14, fara út að borða saman.

9. Ákveðið að hittast í Reykjanesbæ í göngu með Shih Tzu fólki þar í bæ.

10. Talað um að hittast aftur í Reykjanesbæ til að kynna shih tzu eigendum frá áætlun stjórnar.

Fundi slitið


Aðalfundur 06.06.2008 (06-06-2008)

Aðalfundur Shih Tzu deildar
Haldinn að Síðumúla 15. í húsakynnum HRFI
 

Mættar voru:
Aðalsteina Gísladóttir
Súsanna Antonsdóttir
Soffía Kwaszenko
Karlotta Pálmadóttir
Ingibjörg Jafetsdóttir

Fjarverandi
Málfríður Baldvinsdóttir

Þeir sem skiluðu inn framboði til stjórnar eru:
Aðalsteina Gísladóttir
Karlotta Pálmadóttir
Málfríður Baldvinsdóttir
Soffía Kwaszenko
Súsanna Antonsdóttir

Eru þær því sjálfkjörnar í stjórn Shih- Tzu deildar HRFI.
Stjórn mun funda síðar til að skipta með sér verkum.

Málefni fundarins:

1.  Ákveðið að búa til síðu fyrir deildina. Deildin er búin að fá lén
www.shihtzu.is
Allý og Inga (Ingibjörg Kristjánsdóttir) ætla að sjá um tölvumál deildarinnar.

2. Veiðihundadeild er búin að bjóða okkur að vera með sér á æfingum í Gusti á miðvikudögum kl  21:00 vikulega. Við höfum áhuga á að hafa þetta reglulegt, verður alla vegana næstu 3 vikur.

3. Deildin ætlar að hafa sumarfagnað 10 júlí í Sólheimakoti ef húsið er laust. Stefnan að reyna að hafa einhvern viðburð 1 sinni í mánuði. Shih-Tzu dömur í Keflavík skipuleggja göngu suðurfrá t.d .19 juní.

4. Tillaga um að útbúa siðareglu um hvolpakaup, kom frá Ingibjörgu Jafetsdóttir.

5. Bás á sumarsýningu, búa til einblöð um tegundina ti lað hafa á sumarsýningu HRFI.

Fundi slitið


Undirbúningsfundur 18 mai 2008 Shih Tzu deild HRFI (18-05-2008)

Undirbúningsfundur 18 mai. 2008 Shih Tzu deild HRFI
Mættar voru:
Súsanna Antonsdóttir
Aðalsteina Gísladóttir
Soffía Kwaszenko
Karlotta Pálmadóttir

Fjarverandi
Málfríður Baldvindsóttir
Bryndís Kjartansdóttir

Fundur haldinn heima hjá Soffíu þar sem ekki náðist að fá bókað fundarherbergi hjá HRFI.

Málefni fundarins

Kaupa fundargerðabók.
Hringja í HRFI, ath með fundarherbergi fyrir næsta fund.
Samin auglýsing
Ath með auglýsingu sem verður á HRFI síðu og vef mbl
Umræður um að hanna logo fyrir vef Shih Tzu síðu,einnig sýningarbás á sýningu HRFI.
Aðalfundur Shih-Tzu deildar 6 júní. Kl 19:00

Aðalfundur Shih-Tzu deildar HRFI
Aðalfundur Shih-Tzu deildar HRFI verður haldinn  á skrifstofu HRFI föstudaginn 6.júní  2008 kl 19:00
Framboð til stjórnar skulu berast fyrir 3. júní n.k.  á netfangið icelandicshihtzu@gmail.com


(00-00-0000)


September 2014 í húsnæði Dýrheima.

Skype fundur með Dúu

Ákveðið að halda stigagjöfinni eins og er þar sem Dúa og Anja hafa ekki skilað sýnum tillögum eins og um var rætt.
Lára Birgisdóttir er tilbúin til að halda alvöru sýnendanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga hugmyndir um að hafa 3 kvöld hámark 6 hundar. Hún ætlar að finna tíma fyrir okkur.
Jólaball: tala við Shirley og Lilju varðandi það. 
Stella ætlar að bjóða upp á Snyrtikvöld fljótlega.
Garðheimar framundan þurfum að finna fólk



Maí 2014  fundur á Grandhóteli


Lorna kemst ekki eins og er, mikil vonbrigði við þurfum að endurskoða það síðar á árinu.
Lilja & Shirley ætla að sjá um göngur og aðra viðburði á vegum deildarinnar þær munu auglýsa viðburðina á FB síðunni.
Opin sýning rædd enn og aftur áhugi á að bjóða Sóleyju að dæma.


April 2014 Fundur haldinn í Ögurhvarf

Formaður kosinn Soffía
Ritari Stella


Gjaldkeri Súsanna
Meðstjórnendur Helga Þ og Dúa

Hugmyndir um að hafa opna sýningu með íslenskum dómara.
Áhugi er á að fá Lorni til að koma og augnskoða og ráðleggja okkur varðandi áframhaldandi ræktun.
Göngur ræddar og snyrtikvöld.
Sýningarþjálfanir virðist ekki vera mikill áhugi svo að við söltum það í bili




Ársfundur   2013 haldinn í húsnæði Dýrheima.


Mættir:


Karlotta, Helga Magnea, Lilja, Shirley, Anja, Inga, Einar,Sara María, Stefanía,  Soffía, Súsanna, Stella, Helga Þ, Jóna Th. Viðarsdóttir formaður HRFI sat fundinn.


Dagskrá:


Venjuleg aðalfundarstörf:


Ritari Stella Sif Gísladóttir


Lögmæti fundarins kannað. Samþykkt.


Skýrsla stjórnar Soffía Kwaszenko. Samþykkt


Reikningar Súsanna Antonsdóttir. Samþykkt


Kosning stjórnar. Sæti Súsönnu og Soffíu eru laus, þær gefa báðar kost á sér aftur.  Engin mótframboð bárust.


Óskað er eftir framboðum í hin ýmsu verkefni s.s. göngunefnd ofl.


Lilja og Shirley eru þær einu sem gefa kost á sér og ætla þær að vera skemmtinefnd með meiru.


PRA mál rædd fram og til baka.  Gögn lágu fyrir.


Anja afhendir gögn varðandi augnskoðana í Ta Maria hundum.


Stjórn HRFI hefur samþykkt að veita undanþágu til ræktunar á þeim dýrum sem eru í ræktunarbanni vegna PRA.  Undanþágubeiðni þarf að berast stjórn deildarinnar sem vinnur málið áfram. Núna liggja tvær undanþágubeiðnir fyrir.


Stigagjöf vegna stigahæsta hunds ársins.  Ekki eru allir sáttir með stigagjöfina eins og hún er. Samþykkt að Dúa og Anja vinni sínar hugmyndir áfram og kynna síðan möguleikana á félagsfundi sem haldinn verður í kjölfarið.


Kanna þarf hver er með Admin aðgang að FB síðu deildarinnar.




Fundur Shih Tzu deildar 19.11.2012 (00-00-0000)

Mættir voru: Stella, Súsanna, Soffía, Helga,Dúa, Úlla og Sólveig. 

Ritari: Stella Sif

Markmið fundarins var að skipuleggja veturinn.

Súsanna var búin að senda póst og hringja í Ingu í Gæludýr til að athuga með að fá svæðið fimmtudaginn milli jóla og nýjárs til að halda jólaball hefur ekki fengið svar frá henni.

Það komu upp spurningar um að bjóða annarri deild að vera með á ballinu.

Úlla og Sól ætlar að skipuleggja partý í jan/feb þar sem stigahæðsti hundurinn og tíkin verða heiðruð. Það þarf að ath með verðlaun fyrir BOS ársins.

Dúa ætlar að tala við Sherley um að halda utan um göngur.

Ætlum að setja upp studdlista þar sem fólk geturbeðið um að setja hundinn sinn á listann( spurning með að hafa það bara hunda sem hafa farið í augnskoðun)

Snyrtikvöld í hundavinum í Febrúar Stella talar við Möggu og Guggu J

Lára Birgis ætlar að halda fyrir okkur námskeið með hunda á borði þar sem þarf að skrá á það námskeið... aðeins 8 komast að í einu og þetta eru 2-3 skipti í senn. Enn á eftir að fá verð í þetta.

Planið er að halda opna sýningu og fá einhverja deildina með í það Jhugmyndir komu um að hafa Havanese, Tíbet Spaniel eða Fjárhundadeild og fá dómaranema til að dæma JKlipptir hundar velkomnir og verður sér flokkur fyrir þá J

Soffía ætlar að senda Lornu póst um hvenær hún kemst til okkar aftur til að hafa augnskoðun.

Nánar ...

(00-00-0000)

Ársskýrsla Shih Tzu deildar H.R.F.Í. fyrir starfsárið 2014-15

 

Alls hafa verið haldnir 5 stjórnarfundir á árinu. Tvö  sæti eru laus í stjórn en nú verandi stjórnameðlimir gefa kost á sér aftur.

Í fyrra sumar fengum við AnnKi Hals og Jónínu Elísabetardóttur til að halda sýningarnámskeið fyrir okkur, sem var mjög vel sótt.  Svo vel að við fengum þær aftur s.l. haust til að halda feldhirðu og sýningarnámskeið.  Bæði námskeiðin voru fullnýtt og þeir sem komu mjög sáttir.

Að venju var mjög góður árangur á sýningum hjá okkur.  Í fyrsta skipti í fjölda mörg ár varð Shih Tzu í fyrsta sæti í grúppu 9 á sumarsýningu félagsins, var það Gin Gin von Savaredo.  Einnig vor tveir Rakkar sýndir á stærstu sýningu í evrópu Crufts það voru þeir Íseldar Mango sem sýndur var í Junior dog en náði ekki sæti, og svo Artelino Blackberry Fantasy sem sýndur var í Limited dog og vann þann flokk og komst þarf af leiðandi í „stud book“ hjá  Breska Kennel klubbnum.  Ræktandi Artelino Blackberry Fantasy er Anja Björg Kristinsdóttir og eigandi er Gerda Hut í Hollandi.  Til upplýsingar mætti nefna að Limited dog er fyrir hunda sem hafa unnið sinn flokk allt að 7 sinnum eða þá hlotið 2 meistarastig.

Innfluttir hundar á árinu var 1 tík Santosha Mathilde.  Alls hafa 7 hvolpar fæðst á árinu hjá 3 hjá Sigurlaugu Sverrisdóttir, 1 hjá Ingibjörgu Jafetsdóttur og 3 hjá Helgu Þórðardóttur.

Lorna Newman sérfræðingur í augnsjúkdómum kom til landsins í Júní.  Skoðaði hún meðal annars 12 ára gamla tík sem greind hafði verið með PRA en var samt ennþá með fulla sjón.  Sagði hún að fyrst svo væri þá myndi hún halda sjóninni til dauðadags.  Hér mætti nefna að ekkert PRA hefur fundist hjá þeim Shih Tzu hundum sem hafa farið í augnskoðun.  En nú er búið að skoða nánast allan stofninn sem er í og hefur verið í ræktun hér á landi.  Það er orðið spurning um að fara fram á breytingu á kröfum sem gerðar eru til ræktunardýra innan stofnsins.

Að venju stóð deildin fyrir Jólaskemmtun sem að þessu sinni var haldinn í húsnæði hjá Hundavinum. 

Þar voru heiðraðir stigahæstu hundar ársins. Stigahæst var Gin Gin von Savaredo.  Í öðru sæti af gagnstæðu kyni var Paradise Passion Chris Rene. Mætingin var mjög góð, húsnæðið hefði ekki mátt vera minna, var kátt á hjalla hjá öllum og þá sérlega þeim sem unnu verðlaun í happdrætti deildarinnar.  Viljum við þakka þeim stöllunum í Hundavinum  kærlega fyrir afnot af húsnæðinu þeirra bæði vegna námskeiðahalds og jólaballsins.

Á árinu byrjuðum við með myndasamkeppni á Facebook síðu deildarinnar, hún er þannig að sá sem vinnur velur þema og vinningshafa næsta mánaðar.  Þetta hefur fengið mikla athygli og er ánægjulegt að sjá hvað margir taka þátt og fylgjast með. Stjórn þakkar félagsmönnum fyrir ánægjuelgt samstarf á árinu.

 

 

Fh. Stjórnar ShihTzudeildar

Soffía Kwaszenko formaður


Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.