Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fundagerðir

(15-05-2012)

 

                                              Ársskýrsla Shih Tzu deildar starfsárið 2011-2012

Auk kosningu nýs stjórnarmanns á  ársfundi í fyrra var kosið í skemmtinefnd, en kynningarnefnd og göngunefnd hafa verið óstarfhæfar þar sem enginn gaf kost á sér í þessa nefndir.

Árið byrjaði með því að stjórn deildarinnar skrifaði bréf til Vísindarráðs H.R.F.Í. með beiðni um vísinda og erfðafræðilegum rökum fyrir þeirri víðtæku ræktunarhömlum sem hafa verið settar á stofn tegundarinnar.  Til dagsins í dag hefur stjórn deildarinnar ekki fengið svör frá þeim varðandi þessi mál.  En formaður deildarinnar hefur séð bréf er vísindarráð ritaði stjórn félagsins þar sem þeir sögðust ekki hafa þekkingu né reynslu til þess að svara þessari fyrirspurn.
Ýmislegt hefur verið í gangi varðandi þetta mál yfir árið, og enn eru ekki komin nein skrifleg svör við fyrirspurnum stjórn deildarinnar.

5 deildar sýning var haldinn með pompt og prakt  í April og fór sýningin sjálf að öllu leyti mjög vel fram en deildir er stóðu að þessari sýningu auk Shih Tzu deildar voru Smáhundadeild, Mjóhundadeild, Terrierdeild og Yorkshire Terrierdeild.  Sýningin var glæsileg í heild sinni og dómaranir ekki af verri endanum, þeir  Hinrik Jóhannsen og Arne Foss. 

Deildinn hefur staðið fyrir sýningarþjáfun fyrir allar sýningar sem voru á árinu samtals 6.  En auk 5 deildar sýningarinnar voru 4 sýningar á vegum HRFI og 1 opin freestyle sýning sem deildinn stóð fyrir ásamt Yorkshire Terrier deildinni.  Fengum við dómaranemana Þórdísi Björgu og Daníel Arnar til liðs með okkur til að dæma á þessari sýningu.  Þordís og Daníel stóðu sig með sérstakri prýði.  Gaman var að sjá hve vel þessi sýning var sótt,  en þetta er í annað skipti sem deildin hefur staðið fyrir opna freestyle sýningu.  Deildin fékk farandbikar fyrir opnu freestyle sýninguna, sem vonandi verður haldinn amk. einu sinni á ári frá Íseldarræktun.  En nú á deildin farand bikara á allar sýningar félagsins .  Myndir af bikaraeign deildarinnar má sjá undir flipanum sýningar á shihtzu.is " bikaraeign deildarinnar".  Tillaga hefur borist stjórn deildarinnar frá Jónínu Elísabetardóttur um að deildinn kaupi farandbikar fyrir BOS stigahæsti hundur ársins, og verður tillaga um það borin upp hér á eftir.  Deildinn á nú BOB og BOS gripi fyrir Vorsýningu HRFI frá Íseldar ræktun,  BOB bikar fyrir Sumarsýningu HRFI frá Gæludýraverslunina Fiskó, BOB bikar fyrir Haustsýningu HRFI frá Gullroða ræktun og BOB bikar fyrir Vetrasýningu félagsins frá Ævintýraræktun.  Deildin gaf farandbikar fyrir BOB stigahæsti hundur ársins og eins og áður var getið, á deildin nú BOB farandbikar fyrir Opna Freestyle sýningu deildarinnar frá Íseldar ræktuninni.  Gaman væri  ef BOS bikar væri til fyrir allar keppnir sem deildin tekur þátt í.

í Október hélt Stella Sif hundasnyrtir feldhirðukvöld, þar sem við fengum lánaða frábæra aðstöðu hjá  snyrtistofu Dýraríkisins til að baða,  blása og snyrta hundana okkar undir öruggari leiðsögn Stellu Sifjar og aðstoðarkonu hennar. Einnig héldum við  Opna freestyle sýningu svo og haustfagnaði deildarinnar  sem var að þessu sinni haldinn heima hjá Stellu Bragadóttur,  sem var svo góð að lána okkur heimili sitt fyrir þetta.  Veitingarnar og félagsskapurinn var frábær og var þetta góð endalok á góðum degi.

Garðheimar hélt að venju smáhundkynningu tvisvar á árinu í október og febrúar,  deildinn tók þátt í báðum kynningum.  Þessar kynningar hafa verið mjög vel sóttar af almenningi en nú hafa borist þær fréttir að heilbrigðiseftirlitið hefur bannað allar svona uppákomur í Garðheimum.  Einnig mætti nefna að vegna fjárhagsörðugleika hefur stjórn HRFI beðið deildir félagsins um að falla frá öllum deildarsýningum í 1 ár, til þess að reyna að efla sýningar félagsins.  Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum félagsins vegna fækkunar á hundum sem eru sýndir eru á sýningum sem félagið heldur.

Vetrarsýning félagsins var í Nóvember svo og sýningarþjálfun á vegum deildarinnar.  Á milli jóla og nýárs var haldið jólaball deildarinnar sem var mjög vel sótt og gaman að sjá hvað mikið að nýjum andlitum bæði hunda og fólks mætti.  Í janúar var haldið hvolpapartý fyrir alla hvolpa sem fæddust 2011-12 en þeir eru 19 talsins.  1 tík var flutt til landsins í fyrra var það Ta María Wot a Bee.

Deildinn eignaðist alls 4 meistara á s.l. ári  Íseldar Eir, Perluskins Tom Cruise, Perluskins Everyone's Fantasy og Iseldar Orka. Ta María Beat the Fantasy varð Alþjóðlegur Meistari á árinu en er hann sá þriðji í röðinni sem deildinn eignast þeir sem áður hafa hlotið Alþjóðlegan meistaratitill voru Santosha Jumping Jack Flash og Íseldar Ya-S-Min. Stigahæsti hundur ársins var Perluskins Everone's Fantasy.  En stigagjöf vegna stigahæstu hunda ársins má sjá undir flipanum deildir > fundagerðir á shihtzu.is.

Á dagskránni fyrir næsta starfsár er að fá Lornu Newman til að augnskoða hjá deildinni og reyna að fá nýja sýn yfir þann stofn sem er til staðar svo og að fá Írska genafræðinginn Mike Tempest  til að hjálpa okkur við að kortleggja PRA sjúkdómin í stofninum.  Einnig getum við vonandi skipulagt opna freestyle sýningu aftur.  Einnig er á dagskrá að koma undaneldis rakkalista á shihtzu.is þeir aðilar er óska eftir að hafa rakkan sinn á þessum lista eru beðnir um að senda stjórn  deildarinnar email með upplýsingum um nafn rakkans, einkanir á sýningum HRFI og heilsufarsskoðunum.

Í ár eru tvö sæti í stjórn laus er það sæti Helgu Magneu sem starfað hefur sem meðstjórnandi  og Helgu Þórðardóttir.  Helga Magnea gefur ekki kost á sér aftur og þakka þeir sem eftir sitja í stjórn deildarinnar henni fyrir samstarfið síðustu árin.  Það er ósk okkar að þeir er kunna að gefa kost á sér til stjórnarstarfa og hljóti kosningu  vegni vel og haldi áfram að vinna í því sem liggur fyrir.

 

 

Stjorn.



SK

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.