Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Á döfinni/Whats on

 

(31-08-2016)

Dómarafélagið hefur gefið okkur kost á að mæta á neðangreinda fyrirlestur, endilega
látið sjá ykkur.


(17-07-2016)



Augnskoðun í Reykjavík og Akureyri í maí (19-04-2016)

Nánar ...

Kynningafundur-27april (19-04-2016)

Starfshópur um starf ræktunardeildar hefur skilað inn tillögum um breytingar á starfsreglum ræktunardeilda og  í kjölfarið sameiningu nokkurra deilda.  Stjórn HRFÍ hefur fjallað um tillögurnar og kynnt þær fyrir þeim deildum sem koma við sögu í fyrsta áfanga breytinganna og að auki fyrir fulltrúaráði félagsins. 
Stjórn félagsins boðar til almenns félagsfundar 27. apríl kl. 18:00 á skrifstofu félagsins Síðumúla 15 þar sem þessar tillögur verða kynntar og ræddar.
Ákvörðun um að leggja niður deildir eða stofna nýjar verða lögum samkvæmt aðeins teknar á aðalfundi félagsins og þurfa slíkar breytingar aukinn meirihluta atkvæða fundarmanna (tvo þriðju atkvæða). 

Nánar ...

(01-04-2016)



Ársfundur deildarinnar 2016 (23-03-2016)

Ársfundur ShihTzudeildar HRFI verður 30 mars n.k. Kl 17:00 á skrifstofu félagsins. Dagskrá fundarins : venjuleg aðalfundarstörf. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin


(11-01-2016)



Nú er komið að því.

Nýárs hittingur Shih Tzu deildarinnar verður Sunnudaginn 17. janúar hjá Gæludýr.is á Korputorgi milli kl.14-16. 
Endilega komið með voffa og eitthvað smávegis á hlaðborðið en deildin mun sjá fyrir kaffi og gosi.

Stigahæstu hundar ársins 2015 verða heiðraðir, happdrætti og við eigum góða stund saman.

Hlökkum til að sjá ykkur..

Kv. Stjórn


Ársfundur deildarinnar 2015 (20-03-2015)

Ársfundur Shih Tzu deildar verður haldinn 1. april 2015 kl. 17:30 í skrifstofuhúsnæði HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar árið 2014-2015 lesin upp
2. Kosning í nýja stjórn
3. Önnur umræða

tvö laus pláss eru í stjórn deildarinnar.  Kosningarétt hafa meðlimir deildarinnar og þeir sem eru skuldlausir við félagið.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Kær kveðja

Stjórn.

Nánar ...

(26-12-2014)


                                     Jólaball

Jólaball Shih Tzu deildarinnar verður Sunnudaginn 28. desember hjá Hundvinir milli kl.14-17
Endilega komið með voffa og eitthvað smávegis á hlaðborðið en deildinn mun sjá fyrir kaffi og gos.

Stigahæstu hundar ársins 2014 verða heiðraðir,  happdrætti o.fl.

Hlökkum til að sjá ykkur..

Stjórn



(15-11-2014)

I. hluti fyrirlestursins hundalíf í sögu þjóðar fer fram þriðjudaginn 18. nóv kl. 20 í húsnæði Dýraverndarsambands Íslands, Grensásvegi 12a, bakhús.
 
I. hluti fjallar um tímabilið frá landnámi til 1900
Efni m.a: Hundar í Íslendingasögum
Hvernig skrifa útlendingar um hundalífið á Íslandi
Voru til mismunandi gerðir hunda hér
Mikilvægi hunda fyrr á öldum
Sullaveiki
áætlaður tími frá kl. 20-21,30
húsið opnar kl. 19,30
kl 20: Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambandsins kynnir félagið og starfsemi þess í stuttu máli
verð kr. 500
 


Námskeið 15. & 18. júní 2014 (04-06-2014)



Shih Tzu deild hefur fengið til landsins ræktandann Ann Kristin Hals sem hefur tileinkað sér hunda síðan 1992 og ræktar undir ræktunar nafninu Rottshihpas.   Annki eins og hún er kölluð daglega hefur meðal annars átt þann heiður að vera stigahæsti Shih Tzu ræktandi í Noregi síðastliðin 4 ár í röð.

 

Annki hefur verið mjög virk á sýningum um alla Evrópu og sýnir aðallega Shih Tzu , Lhasa Apso og Silki Terrier, fyrir utan aðrar tegundir sem hún hefur tekið að sér að sína fyrir aðra.

 

Hefur hún þróað með sér mikla reynslu í snyrtingu og sýningartækni á sínum tegundum í gegnum árin. Annki snyrtir að sjálfsögðu alla sína hunda sjálf sem og alla þá hunda sem hun fer með inn í hring.

 

 Þess má einnig geta að Annki ræktaði Papillon hunda í 17 ár, með góðum árangri áður en hún sneri sér að Shih Tzu.

 

Til stendur að vera með sýningarþjálfun  sunnudaginn 15. júní  frá kl. 16-18 þar sem AnnKi fer með okkur í gengum það helsta sem ber að hafa í huga þegar við sýnum hundanna okkar og svo miðvikudaginn 18 júní  verður snyrtinámskeið þar sem AnnKi  sýnir okkur snyrtingu hunda fyrir sýningar svo og uppsetningu toppa bæði fyrir sýningar og hverdags.  Til þess að standa straum af kostnaði hefur deildin ákveðið að setja lágmarksgjald fyrir bæði snyrti og sýningarnámskeiðið kr. 5000.  Námskeiðin eru opin öllum sem áhuga hafa.

 

Vinsamlegast tilkynnið skráningu með email á shihtzustjorn@gmail.com og leggið upphæðina inná 0701 15 204000  kt. 560810-0830.

___________________________


The Shih Tzu club invited the breeder Ann Kristin Hals to Iceland.  AnnKi as she is called on a daily basis has been top breeder of the Shih Tzu in Norway for the last 4 years. Her kennel name is Rottshipas, she has been very active in the show ring all over Europe showing her own breeds Shih Tzu, Lhasa Apso and Silki Terriers, but has also shown dogs of diffrent breeds for others.  Annki has gaining loads of experience in both grooming and showing dogs through the years, if course grooming her own dogs and seeing to the dogs that she has shown for others.


It is also worth mentioning that AnnKi used to breed Papillion's for 17 years with very good results untill she turned to the Shih Tzu.  So that we can gain a little from her experience the Shih Tzu club is going to have a show training session on Sunday 15th June from 16:00-18:00 hours and another session in ring side grooming along with how to put up a show topknot and daily topknots.  To enable the club to bear the costs the fee for both sessions will be kr.5000.-


Please register by email to shihtzustjorn@gmail.com and transfer the amount to bank account 0701 15 204000  id.no. 560810-0830.

Nánar ...

(02-04-2014)

Ársfundur ShihTzudeildar verður haldinn föstudaginn 11. april 2014  kl. 18 á skrifstofu félagsins Síðumúla 15


Dagskrá fundarins:


Skýrsla stjórnar

Kosning í stjórn og nefndir

Kaffi

Önnur mál


Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

 

Stjórnin


The annual general meeting of the Shih Tzu Club will be held 11th April 2013 at the Kennel Clubs office, Siðumúla 15


Agenda,

Committee's report

Elections

Coffee

Open discussions.


Looking forward to seeing you there


Committee.

Nánar ...

(12-02-2014)




(12-01-2014)


    


(12-01-2014)



(10-01-2014)

Hvolpasýning HRFI verður haldin í Gæludýr.is Korputorgi laugardaginn 25.janúar nk.  

 Hvolpasýning er opin öllum HRFI ættbókafærðum hvolpum á aldrinum 4-9.mánaða og skiptist sýningin að þessu sinni í Besta ungviði sýningar (4-6.mánaða) og Besta hvolp sýningar (6-9.mánaða). Hvolpasýning er góður vettvangur til að umhverfis og sýningaþjálfa hvolpa í talsvert rólegra umhverfi en stóru sýningar félagsins eru.  Dómarar verða þeir dómaranemar sem lengst eru komnir í náminu, nánar auglýst síðar.   Skráningafrestur er til og með 10.janúar, vinsamlega athugið að allar breytingar s.s eigandaskipti, ættbókaskráning eða umskráning, þurfa að hafa borist fyrir 3.janúar til að tryggja að hvolpur komist á sýninguna.

 Hægt er að skrá á sýninguna í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu  (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer).   Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. 

Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. 

Skráningagjald á sýninguna er 1950 kr. á hvolp.








Nánar ...

(27-11-2013)



(20-03-2013)

Fundarboð

 

 

Ársfundur ShihTzudeildar HRFI verður haldinn miðvikudaginn 27. Mars 2013 kl 17:00

Fundarstaður: Ögurhvarf 8 2. Hæð (Dýrheimar)

 

Dagskrá fundar:

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Stjórnin

Nánar ...

(28-09-2012)

augardaginn 6. október mun Hundaræktarfélag Íslands standa fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn í Reykjavík. 
Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13. 
Skólahljómsveit Kópavogs mun svo slá taktinn með okkur.
Gangan mun svo enda í Hljómskálagarðinum.

 



Nánar ...

(21-05-2012)


Sýningarþjálfun verður í Gæludýr.is  sem hér segir:

mánudaginn 21.06.2012 frá kl. 17-18 og svo aftur
sunnudaginn 27.05.2012 frá kl.16-17 og leiktími strax á eftir.

Allir velkomnir  hvert skipti kostar 500kr. og rennur til deildarinnar.

Stjórn.


(15-03-2012)



Leikdag verður fyrir hunda síðasta sunnudag hvers mánaðar í Gæludýr.is við Korputorg. Mæting

 er frá kl. 16:00-18:00 nema 25 mars þá verður mæting 14:00-16:00 . Þetta er kjörið tækifæri fyrir 

okkur að hittast, umhverfisvenja hundana/hvolpana okkar.   Eina sem þið þurfið að gera er að 

koma með góða skapið og 100 kr sem hann rennur beint í kaffisjóð.  Vonumst eftir að sjá að flesta 

bæði  tví og ferfættlingar þetta er gott og gaman fyrir okkur öll.


The last Sunday of verery month there will be a "play day" for dogs at Gæludýr.is, Korputorg.   We plan on meeting from 16:00-18:00 hours except for the 25th March when we will meet from 14:00-16:00 hours.  This will be a great chance to meet and socialize our dogs and puppies.  All that you need to do is to bring your good mood and 100 Kr. for coffee.  Hoping to see you all both with two and four feet,  it will be fun for all of us.

Nánar ...

(29-02-2012)



Næstkomandi fimmtudag 01 mars kl 19:00 ætlum við að hittast og labba inn Ellliðaárdalinn við ætlum að hittast fyrir utan Ögurhvarf 8 þar sem Dýrheimar eru til húsa. Endilega allir að mæta :O) Ég er búin að biðja um sumarblíðu og það er einsgott að það standist ;)

 Hlökkum til að sjá ykkur.


(24-01-2012)


Sýningarþjálfun Shih Tzu og Yorkshiredeildar  vegna Vor sýningu HRFI verður sem hér segir:
Ring training classes for the KC's Spring Show will be as follows:-

Sunnudaginn 05.02.2012  kl. 18-19    Gæludýr.is, Korputorgi
Sunnudaginn 11.02.2012  kl. 18-19    Gæludýr.is, Korputorgi
Sunnudaginn 19.02.2012  kl. 18-19    Gæludýr.is, Korputorgi.


Stjórn og nefndir deildarinna.


Nánar ...

(14-12-2011)



Jóla jóla jóla hvað… eru ekki allir komnir í jólaskap. Við höfum ákveðið að halda jólaball hjá Shih Tzu deildinni fimmtudaginn 15. des næstkomandi uppí Gæludýr.is Korputorgi. Ballið byrjar 19:00- 20:30 við verðum með leiktæki fyrir hundana kaffi verður í boði deildarinnar en gott er að hver og einn komi með smá meðlæti  t.d. smákökur, konfekt eða eitthvað annað smávægilegt. 

Kveðja, Skemmtinefndin


Xmas, Xmas what,  have you got the Christmas Spirit.  The clubs Christmas party will be held on Thursday 15.12.2011 at Gæludyr.is, Korputorgi.  The ball will start at 19.00 and finish at 20.30.  There will be activities for the dogs.  Coffee and drinks on the house but it would be appreciated if everyone would bring something for the buffet table.

Best wishes,
the committee


(15-10-2011)


Sýningarþjalfun/Ring training classes 

 

Sýningarþjalfun vegna sýningarnar sem framundan eru verða sem hér segir:

Ring training classes for the forthcomming shows will be as stated below: 

 

16.10.2011           Gæludýr.is          kl. 16 - 17

23.10.2011           Gæludýr.is          kl.16 – 17

30.10.2011           Gæludýr.is          kl.16 – 17

06.11.2011           Gæludýr.is          Kl.16 – 17

13.11.2011           Gæludýr.is          kl.16 – 17

 

Allir velkomnir/ Everyone is welcome

Vonumst eftir að sjá sem flesta/ Lookig forward to seeing you all

 

Sólveig, Ulla og Stella.

Nánar ...

(11-10-2011)




Veitingar í boði deildanna !!!!!

Nánar ...

(23-09-2011)



 

Ákveðið hefur verið að halda haustfagnað eftir sýninguna laugardaginn 29. október 2011. Við ætlum að halda kostnaði í algjöru lágmarki og þess vegna langar okkur að vita hve margir munu mæta þannig að við getum útvegað húsnæði við hæfi. Endilega látið okkur vita fyrir 1. október 2011, á e-mail solveig82@msn.com eða ullaskotta@gmail.com, ef þið hafið áhuga að vera með og taka eitt skrens saman. Planið er allavega að við hittumst kl. 20:00 á góðum stað allir koma með smá gúmmelaði, t.d. snakk, osta, smárétti og fljótandi veigar. Fjölmennum og höfum gaman saman J

 

Kær kveðja,

Skemmtinefndin

Nánar ...

(10-08-2011)


Dagskrá Deildarinnar Ágúst – Desember

The clubs agenda for August – December

 

3, 10, 17 og 24  Ágúst kl. 18.30   Sýningarþjálfun í Gæludýr.is, Korputorgi

                                Ring training in Gæludyr.is, Korputorgi at 18.30

27-28 Ágúst        Alþjóðleg sýning HRFI, Víðidal.     Kennel Club International Show.

03. Október        Snyrtikvöld  með Stellu Sif Gísladóttir.  Nánar auglýst síðar

                               Grooming session with Stella Sif Gisladottir,  will be advertized further.

29. Október       Opin freestyle sýning – Open freestyle show

                               Dómarar/Judges:  Þórdís Björg Björgvinsdóttir

                                                                    Daníel Örn Hinriksson

29. Október       Haustfagnaður að lokinni Opna freestyle sýningunni, nánar auglýst síðar.

                               Autumn Glee, in the evening after the Open freestyle show, more details later.

26 Október 2,9,16 November   Sýningarþjálfun í Gæludýr.is, Korputorgi  kl.18.30.

Ring training in Gæludyr.is, Korputorgi at 18.30

19-20 November             Alþjóðleg sýning HRFI, Víðidal.     Kennel Club International Show

December          Jólaball auglýst nánar síðar / Christmas party, more details later.

 

Stjórn & nefndir Shih Tzu deildar.

Nánar ...

(08-08-2011)

2.08.2011 Sýningarþjálfun fyrir Haustsýnigu félagsins verður sem hér segir,

Alla miðvikudaga fram að sýningu kl. 18.30 í Gæludýr.is, Korputorgi.


Stjórn Shih Tzu deildar & Yorkshire Terrier deildar.


(01-04-2011)

Sameiginleg sýningarþjálfun vegna 5 deilda sýningu verður í Gæludýr.is, Korputorgi sem hér segir:

Sunnudaginn           03.04.2011           kl.16 og 17
Miðvikudaginn        06.04.2011           kl.19 og 20
Sunnudaginn           10.04.2011           kl. 16 og 17
Miðvikudaginn        14.04.2011           kl. 19 og 20

Nánar ...

(17-03-2011)

Ársfundur ShihTzudeildar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2011 kl. 20:00 á skrifstofu HRFI.

Dagskrá fundarins:

 

Skýrsla stjórnar

Kosning í stjórn og nefndir

Kaffi

Önnur mál

 

Þeir sem haf áhuga á að gefa kost á sér í stjórn deildarinnar vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið sjtorn@shihtzu.is fyrir 1. Apríl næstkomandi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

 

Stjórnin

Nánar ...

(16-02-2011)


Stigahæsti Shih Tzu hundur 2010 – Heiðraður

 

Loksins er komið að því að heiðra stigahæsta hundi 2010.

 

Við ætlum að hittast í heimahúsi að Jónsgeisla 87 heima hjá Maju,( Nadiu og Freyju mömmu),

föstudaginn 04. Mars kl. 20.00.  Hver kemur með sín drykkjarföng , ef þið viljið taka þátt í sameiginlegu nammiborði þá væri það vel þegið.

 

Gott væri að fá staðfestingu á mætingu á e-mail eða símtali

 

Partýkveðja

Allý og Maja kynningarnefnd.


 

  

Allý 695-2586 allyg@simnet.is

María 899-1816 zooarinn@hotmail.com

Nánar ...

(15-02-2011)

Sýningarþjálfun Shih Tzu deildar fyrir Febrúar sýningu HRFI              

verður sem hér segir í Gæludýr.is, Korputorgi.

The Shih Tzu clubs ring training classes will be as follows in
Gæludyr.is, Korputorg.
ALLIR VELKOMNIR / Everyone is welcome.                                                                                              

 

Laugard/Saturd.  5.2.  kl. 17-18

Laugard/Saturd.  12.2. kl. 17-18

Laugard/Saturd. 19.2. kl.17-18

Fimmtud/Thursd.  24.2. kl. 19-20

 

Munið eftir kúkapokum og sýningartaum.  Kaffi verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi/ Remember to bring waste bags and showlead.  Coffee will be available at a reasonable price.

Nánar ...

(13-01-2011)

FRÆÐSLUKVÖLD

18. Januar n.k. verður fræðslukvöld á Skrifstofu HRFI, Síðumúla 15, kl.20
Dagskra:
Fyrirlestur
Kaffi og gúmmulaði
Opnar umræður / spjall

Dagatal deildarinnar verður seldur gegn vægugjaldi á staðnum.  Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn.


SEMINAR
The club will stand for a seminar on the 18th January at the Kennel Clubs HO, Sidumula 15 at 20.00.
Agenda:  Lecture and open discussion
Coffee
The clubs calander will be for sale at a reasonable price.
Looking forward to see you all there
Committee.

Nánar ...

(08-12-2010)


 Jólaball Shih Tzu Deildar H.R.F.Í.  
Shih Tzu Club´s Christmas Party



Jólaball Shih Tzu Deildar verður Þriðjudaginn 28. Desember kl. 18-21    Í húsnæði Gæludýrs.is, Korputorgi.

Gott væri ef að einhverjir gætu komið með eitthvað með sér á hlaðborðið en deildin mun kaupa drykkjarvörur s.s. Gos, Kaffi o.s.frv.

Stjórnin

The Shih Tzu Clubs Christmas party will be held on Tuesday 28th December between 18-21 p.m. at Gæludýr.is, Korputorgi

It would be appreciated in anyone could bring something for the buffet, but the club will provide drinks e.g. Soft drinks, Coffee etc....

 Vonumst eftir að sjá sem flesta ! Hope  to see you all there

                                

                                  

Nánar ...

(09-11-2010)

Sýningarþjálfun verður í Reiðhöll Gusts fimmtudaginn 11. Nóvember kl.20


Sýningarþjálfun hefst 4. nóvember (04-11-2010)

Sýningarþjálfun verður fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.00 í Reiðhöll Gusts í Kópavogi.



(18-10-2010)


Augnskoðun í  Kópavogi 13. og 14. nóvember 2010

  

Shih Tzu deild HRFÍ mun standa fyrir augnskoðun helgina 13. - 14. nóvember næstkomandi .

Allir Shih Tzu eigendur eru hvattir til að nýta sér þessa augnskoðun.  Einnig  eru félagsmenn með aðrar hundategundir velkomnir með sína hunda.

 

Breski dýralæknirinn Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS  annast augnskoðunina. Hún  situr í augnlæknaráði Breska hundaræktarfélagsins  og er sérfræðingur í arfgengum augnsjúkdómum. 

 

HRFÍ viðurkennir þessa augnskoðun og er skoðunin jafngild augnskoðunum á vegum félgsins.

 

Augnskoðun fer fram í dýralæknaherberginu hjá Dekurdýrum að Dalvegi 18, Kópavogi.

 

Vakin er athygli á því að þessi augnskoðun hentar þeim sérstaklega vel, sem ekki geta eða vilja fara með hundana sína í augnskoðun á sama tíma og hundasýning HRFÍ stendur yfir.

 

Skráning fram í gegnum netfangið stjorn@shihtzu.is  Vinsamlegast tilgreinið nafn hunds , tegund og ættbókanúmer.

 

Skoðunargjald er  5.720 krónur sem greiða þarf fyrir 5. nóvember næstkomandi inn á reikning deildarinnar 0701-15-202438 kt. 560810-0830 en gjaldið rennur óskipt til dýralæknisins. Kvittun sendist á netfangið stjorn@shihtzu.is

 

 Stjórn.

Nánar ...

(24-09-2010)

DAGSKRÁ VETRARINS

 

Alla miðvikudaga verður ganga á vegum deildar í  Reykjavík. Fyrsta gangan  í  verður miðvikud. 29.10 og munum við hittast við Bauhaus kl. 19.00. Nánar auglýst síðar. Verið er að vinna að reglulegar göngur í Keflavík.  The club will have walks every Wednesday in Reykjavík.  The first walk this Winter will be Wednesday 29.10 meeting at Bauhaus at 19.00 hours.  We are working on regular walks in Keflavík.

 

30. september                Kl. 20.00 Opið hús í Sólheimakoti  / Open House in Sólheimakot   

Nanna Zophoniasdóttir ætlar  að koma, sýna okkur hundanudd og nudda hundana okkar.  Veitingar verða á staðnum, kr. 500 fyrir kaffi og með því.

A canine masseur will show us how to treat our dogs.  Coffee and cakes kr. 500

 

23. október                      Haustfagnaður verður í Spot, Kópavogi,  nánar auglýst síðar.

                                             
                                             Autumn Glee will be held in Spot, Kópavogur.  Advertized later                                               
                                    

09. nóvember                 Snyrtikvöld,  Allir velkomnir.  Ally, Soffia, Anja og Kristín Erla verða til taks að hjálpa öðrum að setja upp toppa, sýningar og viðhaldstoppar.  Snyrting á fætur o.s.frv.

                                              
Grooming session, everybodys welcome, get help with putting up topknots for show or everyday, trimming feet etc..

20.-21. nóvember          CACIB sýning HRFI – sýningarþjálfun á vegum deildarinnar

                                              
KC's CACIB show - the club will have ring training sessions 

29. desember                  Jólaball – nánar auglýst síðar

                                             
Christmas glee - Advertized later

18. janúar                          Fræðslukvöld  á skrifstofu HRFI.

 Seminar at the KC's head office

 

05,12,19,24 .febrúar       Sýningarþjálfun - Gæludýr.is nánar auglýst síðar
                                        Ring training at Gæludýr.is, detailed advertizement later
                 

 
26-27. febrúar                CACIB Sýning HRFI – sýingarþjálfun á vegum deildarinnar

                                              
                                              KC's CACIB show - the club will have ring training sessions                                 

Mars                                  Vorfagnaður – Stigahæsti hundur ársins 2010 heiðraður.
                                             
                                             Spring Glee - Top winning dog 2010 will be honored

 

16-17 April                        2 föld opin sýning  Shih Tzu, Smáhunda, Terrier, Yorkshire Terrier og Mjóhundadeildar

Dómarar:  Henrik Jóhannsen og Arne Foss  Möguleiki á 2 meistarastigum.

                                              
                                               Double Open Show the Shih Tzu, Small Breed, Terrier, Yorkshire Terrier Clubs are going to hold an Open show with the possiblity of winning 2 CC's. 

Allir  ofangreindir viðburðir verða auglýstir nánar á heimasíðu og FB síðu deildarinnar.

All of the above activities will be advertized on this website and the clubs facebook pages.

 

Göngu nefnd

Skemmtinefnd

Kynningarnefnd

Stjórn.

Nánar ...

(25-08-2010)

Laugardaginn 4. september
Laugavegsganga Hundræktarfélags Íslands verður laugardaginn 4. september n.k. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl.13:00, gengið niður Laugaveg og endað í Hljómskálagarðinum.   Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni.  Mikilvægt er að þátttakendur mæti tímanlega.
Munið að koma með skítapoka og hirða upp eftir hundana

 

Nánar ...

(09-08-2010)

Shih Tzu og Schnauzerdeild og munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að haust sýningu HRFÍ, í reiðhöll Gusts í Álalind.  

Fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20
Fimmtudaginn 19. ágúst kl.20
Þriðjudaginn 24. ágúst  kl.19

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

→  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

→  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.

→  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.


(01-07-2010)

GANGA !!!

Við ætlum að hittast fimmtudaginn 8. Júlí  kl. 19:30 við gamla her-sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli.
Helga Magnea bíður í kaffi á eftir og eru allir hvattir til þess að mæta.
Ef einhver ratar ekki endilega hringið þá í Helgu Magneu S: 865-6740


Höfum með okkur kúkapoka og góða skapið

Göngunefnd Shih Tzu deildar


Spurningar & Svör vegna PRA (22-06-2010)

Shih Tzu Deild stendur fyrir opnu húsi  næst komandi Þriðjudag 29.06.10 kl.18 í húsnæði

Félagsins að Síðumúla 35.

 

Vegna frétta um staðfest PRA í Shih Tzu hundum hér á landi ætlar Helga Finnsdóttir dýralæknir að mæta á staðinn og svara spurningum sem liggur á fólki varðandi þennan sjúkdóm.

Við bjóðum öllum deildum að koma og ræða málin.

 Kaffi og léttar veitingar í boði deildarinnar.

 

Stjórnin.

The Shih Tzu club will have an open house next Tuesday 29.06.10 at 18.00p.m. at the KC office in Síðumúla 35.
Vet.Dr. Helga Finnsdóttir will be there to answer any questions we may have regarding the news of confirmed PRA in Shih Tzu´s here.
We invite all other clubs to come and take part in the topic.

Coffee and biscuits on the house.

Committee.
sk


(07-06-2010)

Fyrirlestur um PRA þann 10. júní

Þann 10. júní nk mun Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um PRA fyrir deildina. Fyrirlesturinn verður haldinn í Helgukoti í reiðhöll Gusts í Kópavoginum og hefst kl 20. Aðgangseyrir er 300 kr.


(09-05-2010)

Shih Tzu, Fuglahunda og Schnauzerdeild og munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að sumar sýningu HRFÍ, í reiðhöll Gusts í Álalind.  

Fimmtudaginn 13. mai kl. 20
Byrjendur: Farið yfir helstu atriði sem gott er að vita áður en farið er með hund á sýningu. Grunnur að sýningaþjálfun.
Lengra komnir: Hefðbundin sýningaþjálfun með áherslu á sérkenni tegunda og einstaklinga. Farið yfir dóma sem hundar hafa fengið á fyrri sýningum.

Fimmtudaginn 20. maí kl.20
Hefðbundin sýningaþjálfun og upprifjun.

Fimmtudaginn 27. maí kl. 20
Hefðbundin sýningaþjálfun

Fimmtudaginn 03. júní kl.20
Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.


Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

→  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

→  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.

→  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.


Ganga í Grafarvogi (06-05-2010)

Vegna ummæla í síðasta Grafarvogsblaði þar sem fram kemur að íbúasamtök Grafarvogs hyggist fara fram á að hundahald verði bannað með öllu í Grafarvogi sökum hundaskíts um alla göngustíga hverfisins hafa nefndir og stjórn ShihTzudeildar ákveðið að hittast sunnudaginn 9.maí kl. 17:00 við Víkurskóla  og ganga um Grafarvoginn og tína upp hundaskít.  Endilega mætum sem flest og sýnum gott fordæmi ! Munið að hafa með ykkur nóg af pokum. Aðrar deildir velkomnar að slást í hópinn.  


Hundanudd (05-05-2010)

Hundanudd í Sólheimakoti miðvikudagskvöldið 5.maí

Annað kvöld miðvikudagskvöldið 5. maí býður Fuglahundadeild upp á fyrirlestur og sýnikennslu í hundanuddi. 

Frá Noregi kemur Eva Sondresen sem er lærður hundanuddari og með kennararéttindi í því. 
Staðsetning:  Sólheimakot kl. 20:30. 

Allir velkomnir óháð hundategund

Fyrirlesturinn verður á ensku
Heimasíða hennar er www.mnhundemassasje.no


(28-04-2010)

Shih Tzu, Fuglahunda og Schnauzerdeild og munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að sumar sýningu HRFÍ, í reiðhöll Gusts í Álalind.  

Fimmtudaginn 13. mai kl. 20
Byrjendur: Farið yfir helstu atriði sem gott er að vita áður en farið er með hund á sýningu. Grunnur að sýningaþjálfun.
Lengra komnir: Hefðbundin sýningaþjálfun með áherslu á sérkenni tegunda og einstaklinga. Farið yfir dóma sem hundar hafa fengið á fyrri sýningum.

Fimmtudaginn 20. maí kl.20
Hefðbundin sýningaþjálfun og upprifjun.

Fimmtudaginn 27. maí kl. 20
Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

→  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

→  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.

→  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.


Toppakvöld/Snyrtikvöld (23-04-2010)


Þriðjudaginn 04.05.2010 kl.20  verður haldið Snyrtikvöld í Sólheimakoti.  Áhersla verður lögð á toppa bæði sýningar og hversdags.  Einnig baráttu við flóka enda margir hvolpar að fara inn í feldskiptin.  Hundasnyrtar verða á staðnum til að leiðbeina okkur. Hver og einn kemur með hund, greiðu og teygjur.  Veitingar á vægu verði.

Tuesday 04.05.2010  8 p.m.  A topknot evening will be held in Sólheimakot.  Focusing on topknots for the showring and maintenance aswell as the fight with tangles as many  puppies are growing out of their puppy coat.  There will be a professional groomer to help us. Bring a dog, comb and latex bands.

Nánar ...

Fyrirhugað ræktunarnámskeið í maí - Einstakt tækifæri! (09-04-2010)

Dómararnir Liz-Beth Liljeqvist og Ann-Chatrin Edoff hafa áhuga á að bjóða félagsmönnum HRFÍ upp á ræktunarnámskeið helgina 15.-16. maí, kl. 9:00- 17:00 báða dagana. 

Ann-Chatrin sér um skapgerð og skapgerðarmat hunda en Liz-Beth það sem snýr að byggingu og heildarútliti hunda.  Áhersla verður lögð á 5 hundategundir sem verður ákveðið þegar skráningu lýkur. 

Lágmarksþátttaka er 30 manns. 
Námskeiðsgjald er kr. 9.500

Skráningafrestur er til 16.apríl.

Á námskeiðinu verður stuðst við eftirfarandi atriði:

·        The basic knowledge for breeders to know.

·        Temperament, specific breeds, problems and how to deal with them.

·        What can be done by the breeder before the puppies leave.

·        Anatomy, conformation and proportions of the dog and how do recognise them.  Compare the dog to the standard.

·        How do see faults in your own dog?  How do choose a mate to improve on it.

·        Problems incurred in using popular sires.

·        What do breeder have study before breeding from their dogs.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið hrfi@hrfi.is.
Þátttökugjald verður að greiðast við skráningu annars er skráning ekki staðfest.


Augnskoðun 5. og 6. júní 2010 (09-04-2010)

Dýralæknarnir Finn Bøserup og Jens Knudsen frá Danmörku augnskoða hunda í Reiðhöllinni í Víðidal dagana 5. og 6. júní, í tenglsum við sumarsýningu félagsins, ef næg þátttaka verður.  Virkir félagsmenn geta látið skoða hundana eftir að þeir hafa verið sýndir.

Tímapantanir fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun kostar 5.720.- fyrir hund og er aðeins fyrir virka félagsmenn í HRFÍ.

Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 23. maí.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.


Sýningaþjálfun fimmtudaga kl 21:00 í Gusti (27-01-2010)

Shih Tzu, Fuglahunda og Schnauzerdeild og munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að vor sýningu HRFÍ, í reiðhöll Gusts í Álalind.  

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 21
Byrjendur:
Farið yfir helstu atriði sem gott er að vita áður en farið er með hund á sýningu. Grunnur að sýningaþjálfun.
Lengra komnir: Hefðbundin sýningaþjálfun með áherslu á sérkenni tegunda og einstaklinga. Farið yfir dóma sem hundar hafa fengið á fyrri sýningum.

Fimmtudaginn 18. febrúar  kl. 21
Hefðbundin sýningaþjálfun og upprifjun.

Fimmtudaginn 25. febrúar  kl. 21
Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

→  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

→  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.

→  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.


Sýningarþjálfun (15-01-2010)

Sýningarþjálfun Shih Tzu deildar
verður í reiðhöllinni Gust, Kópavogi kl.21 Fimmtudagana 11, 18, og 25. febrúar.
sk


Kennsla í hvolpaþvott. (23-11-2009)

Kennsla i hvolpaþvotti verður laugardaginn 06.12.2009
Kati hundasnyrtir með meiru, ætlar að sýna nýbökuðum Shih Tzu eigendur hvernig á að baða hvolpana sína.  Kennslan fer fram að Urðarás 12, 230 Keflavík kl.16.00

Léttar veitingar verða á staðnum.
sk


(19-11-2009)


Erum að safna saman í hóp, ef þið hafið áhuga á að vera með skráðið ykkur á stjórn@shihtzu.is!!!!!

Kransakvöld!!!

 Er að taka hópa í aðventukransaföndur í skreytiskúrnum heima hjá mér.  Best er ef það eru ca 5-6 í hóp og verðið þá aðeins breytilegt eftir hversu margir eru saman í hóp J (miða við 6-7þús kr).

 Um er að ræða fallega mosakransa sem að haldast eins ár eftir ár.  Allt er innifalið í verði nema kertin, þau þurfið þið að koma með sjálfar – enda breytilegur smekkur manna!

 Ef þið hafið áhuga þá endilega hafið samband við mig í email: soffiadogg@yahoo.com eða í síma 696-0957

 Fallegur krans  - skemmtilegt kvöld – gaman saman!

 Kveðja  Soffia Garðarsdóttir


(05-11-2009)



Heiðmerkurganga !

Sunnudaginn 15. november kl. 15 ætlum við að hittast í Heiðmörkinni fá okkur hressilega göngu með hundana okkar, grilla pulsur og hafa það gaman.

Hver kemur með fyrir sig á grillið og einhverjir mættu taka sig saman og kaupa kol og grillvökva.

Leiðbeiningar um staðstetningu: Ef við keyrum inn í Heiðmörkina frá Vífilsstöðum þá keyrum við í ca 4-5 mínútur að fyrsta grillinu og þar ætlar Ingibjörg að standa og taka á móti hópnum.
Nánari upplýsingar: Ingibjörg Jafetsdóttir s:691-0938

Sjáumst hress og kát
Göngunefndin


(01-10-2009)

Toppakvöld

 Fimmtudaginn 15. október kl. 20 verður opið hús í húsnæði félagsins að Sólheimakoti.Margret Kjartansdóttir, hundasnyrtir ætlar að leiðbeina Shih-Tzu eigendum um hvernig er best að setja upp topp.  Hver og einn kemur með hund, greiðu og teygjur.

 Kaffi í boði deildarinnar.


(01-10-2009)

Haustfagnaður Shih Tzu deildar




Haustfagnaður  ShihTzu deildar verður laugardaginn 31. október n.k.

Við ætlum að hittast á Ásláki í Mosfellsbæ kl. 19:00 borða saman góðan mat og tjútta svo frameftir nóttu.  Grillvagninn mætir á svæðið og grillar handa okkur dýrindissteikur.  Fyrir þá sem ætla að fara alla leið þá er hægt að fá gistingu á hótelinu www.hotellaxnes.is  í boði eru  glæsileg 2ja manna herbergi með morgunmat á aðeins 12.ooo . Verð á mat er kr. 3.900 á mann.  Við munum verðlauna stigahæsta Shih Tzu ársins.  Hlökkum til að sjá sem flesta og eru skemmtiatriði vel þegin.

Við þurfum að tilkynna fjölda fyrir 15. október svo að nú er um að gera að skrá sig sem allra fyrst á stjorn@shihtzu.is.


(21-09-2009)

Að sýna hund - fyrirlestur

 

Brynja Tomer heldur erindi um hundasýningar fimmtudaginn 24. september næstkomandi í félagsheimili Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ. Erindið hefst kl. 19 og verður um 45 mínútna langt.

 

Farið verður yfir ólíkar aðferðir við að stilla hundum upp fyrir dómara og það sem hafa ber í huga þegar hundur er sýndur. Einnig verður farið yfir heppilegan klæðnað, taumhald og sitthvað fleira, ásamt því sem farið verður yfir helstu atriði í sýningareglum.

Þátttakendur fá ljósrit af þeim glærum sem notaðar verða til útskýringa.

Í beinu framhaldi verður sýningaþjálfun í reiðhöll Andvara á vegum Fuglahunda- Schnauzer- og Shih Tzu-deilda HRFÍ.

Aðgangseyrir er 500 krónur á mann.


Sýningaþjálfun fimmtudaga kl. 20:00 í Andvara (10-09-2009)

Fuglahundadeild, Schnauzerdeild og Shih tzudeild munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að haust sýningu HRFÍ, í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ.  

Fimmtudaginn 17. september kl. 20
Byrjendur:
Farið yfir helstu atriði sem gott er að vita áður en farið er með hund á sýningu. Grunnur að sýningaþjálfun.
Lengra komnir: Hefðbundin sýningaþjálfun með áherslu á sérkenni tegunda og einstaklinga. Farið yfir dóma sem hundar hafa fengið á fyrri sýningum.

Fimmtudaginn 24. september  kl. 20
Hefðbundin sýningaþjálfun og upprifjun.

Fimmtudaginn 1. október  kl. 20
Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.

  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.


Sýning og hundadagar í Garðheimum (06-09-2009)

Nóg er um að vera á haustmánuðum hjá Shih Tzu eigendum sem dæmi má nefna:

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ  verður helgina 3-4 október 2009
Skráning á vef HRFÍ skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 06 sept.
Sýningarþjálfun verður auglýst nánar síðar.

Smáhundadagar verða í Garðheimum helgina 12 og 13 sept
sjá auglýsingu hér að neðan.

Við Shih Tzu ætlum að sjálfsögðu að vera á svæðinu, endilega sendið póst á stjorn@shihtzu.is til að staðfesta skráningu.

Hundakynning í Garðheimum

helgina 12. og 13. Sept.

Smáhundar

Oft var þörf en nú er nauðsyn að koma sinni tegund á framfæri

Smáhundar í Garðheimum 12-13 Sept.

 

 

Hundakynningar sem þessar eru orðnar fastur viðburður hjá Garðheimum.

Fjöldi hundaáhugafólks sækir kynningarnar á hverju ári og eru margir orðnir óþreyjufullir eftir næstu kynningu. Sífellt fleiri tegundir hafa verið kynntar til leiks í Garðheimum og er víst að um stórskemmtilega og afar líflega helgi verður að ræða.

 

Tilgangur kynningarinnar er að sýna almenningi fjölbreytileika hunda á Íslandi og að gefa fólki kost á að nálgast og fræðast um þessa hunda hjá eigendunum.

 

Kynningin er með smáhundum sem einungis og án undantekninga eru viðurkenndir af HRFÍ.

 

Kynningin verður haldin helgina 12. og 13. Sept.  Hún er opin almenningi frá klukkan 12-17 báða dagana.

 

Vegna ábendinga vil ég koma því á framfæri að allir þeir sem vilja kynna sína tegund eiga að hafa samband við tengiliði eða stjórnarmenn sinnar deildar. Stjórnir eða tengiliðir viðkomandi deilda skipuleggja sín svæði og raða hundum  niður á tíma.

 

 

Fyrir utan að kynnast æðislegum hundum verður nóg um að vera þessa helgi.

 

Sem dæmi má nefna:

 

Fóðurkynningar

Fóðurtilboð

Vörukynningar

Vörutilboð

Hundasnyrtir

Lukkupottar

Gleði, hamingja og bros á vör..... J

 

Hafið hugfast að íslensk hundamenning batnar ár frá ári með betri skilningi almennings.

 

Kær kveðja

Anton Magnússon
Garðheimar

 

 

 






(11-08-2009)

Það á afmæl´ í dag – Það á afmæl´ í dag!

Árshátíð/afmælishátíð HRFÍ!

 

Okkar ástkæra Hundaræktarfélag Íslands fagnar 40 ára stórafmæli um

þessar mundir og af því tilefni verður efnt til árshátíðar laugardaginn 29.

ágúst nk. í Þróttarsalnum við Engjaveg 7 í Laugardalnum. Þangað munu

félagsmenn HRFÍ sem og annað hundaáhugafólk mæta í sínu fínasta pússi

og fagna stórafmælinu saman eins og þeim einum er lagið!

 

Miðaverði er stillt í algjört hóf og kostar litlar 4000 kr. (matur og

dansleikur). Húsið opnar kl. 19.30 og hefst borðhald kl. 20.00. Söddum en

tjúttþyrstum gestum gefst tækifæri á að koma seinna um kvöldið og kostar

þá 1000 kr. inn sem greiddar eru við inngang. Húsið opnar kl. 23.00 fyrir

söddu gestina. Aldurstakmark gesta er 18 ára en 16-17 ára eru velkomnir í fylgd með

fullorðnum. Miðasala hefst miðvikudaginn 12. ágúst.

 

Dregið verður í veglegu happdrætti og er einn miði innifalinn í miðaverðinu.

Að sjálfsögðu gefst fólki svo kostur á að freista gæfunnar enn frekar og

kaupa fleiri happdrættismiða á kostakjörum á staðnum.

 

Boðið verður upp á dýrindis hlaðborð með alls kyns girnilegum

kræsingum. Árshátíðargestum er svo frjálst að taka með sér drykkjarföng

að eigin vali J 

 

Diskaþeytirinn Dj Daddi "the Dog" Diskó mun sjá um að halda uppi fjörinu

fram á rauða nótt en hann er þekktur fyrir að fá alla út á

dansgólfið með sinni alkunnu snilld!

Okkar eini sanni Daníel Hinriksson, betur þekktur sem Danni, mun sjá

um veislustjórn en margir muna eflaust eftir honum í gervi

Danadrottningar hér um árið!

 

Miðasala fer fram á skrifstofu HRFÍ og hjá skemmtinefnd (á

afmælissýningunum líka) og lýkur sunnudaginn 23. ágúst.

Miðasala verður í höndum eftirfarandi aðila:
Auður Sif s: 698-7142
Ásta María s: 692-8411
Berglind s: 698-6689
Ragga s: 865-1945

 

Hægt er að greiða fyrir miðana á marga vegu þannig að allir ættu að geta fundið greiðsluhátt við sitt hæfi:

 

·         Hringja á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, greiða með símgreiðslu og fá miðann afhentan á skrifstofu eða hjá söluaðilum

·         Leggja inn á reikning HRFÍ 515-26-707729 kt. 680481-0249 (ekki gleyma að senda tölvupóst á arshatid@hrfi.is og skrifa „árshátíð“ í skýringu) og fá miðann afhentan á skrifstofu HRFÍ eða hjá söluaðilum

·         Koma við á skrifstofu HRFÍ, greiða á staðnum og fá miðann afhentan

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

 

Afmæliskveðjur,

Árshátíðarnefnd J

 

 

 

 

 

 




Heiðmerkurganga 2 júlí kl 18:00 (30-06-2009)


Heiðmerkurganga !

Fimmtudaginn 2. Júlí n.k. kl 18:00 ætlum við að hittast í Heiðmörkinni fá okkur hressilega göngu með hundana okkar, grilla pulsur og hafa það gaman.

Hver kemur með fyrir sig á grillið og einhverjir mættu taka sig saman og kaupa kol og grillvökva.

Leiðbeiningar um staðstetningu: Ef við keyrum inn í Heiðmörkina frá Vífilsstöðum þá keyrum við í ca 4-5 mínútur að fyrsta grillinu og þar ætlar Ingibjörg að standa og taka á móti hópnum.
Nánari upplýsingar: Ingibjörg Jafetsdóttir s:691-0938

Sjáumst hress og kát
Göngunefndin


(15-06-2009)



Sýningarþjálfun í reiðhöll Andvara 09.júní (29-05-2009)

Fuglahundadeild, Schnauzerdeild og Shih tzudeild munu standa fyrir sýningaþjálfun á þriðjudagskvöldum fram að júní sýningu HRFÍ, í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ.  

Þriðjudaginn 9. júní. kl. 20

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

→  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

→  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af    þeim       
      í þjálfuninni.

→  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.

Sjáumst hress og kát
Stjórnin.


Fyrirlestur í skyndihjálp (07-05-2009)

Fyrirlestur fyrir félagsmenn HRFÍ um skyndi- og áfallahjálp hunda verður í Gerðubergi föstudaginn 15. maí n.k. frá kl. 18:00 til 21:30.  Fyrirlesturinn er í boði Royal Canin/Dýrheima ehf.   Fyrirlesarar eru Isabelle Goy-Thollot dýralæknir og Katrin Oblikas.

Vinsamlegast skráið ykkur á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið hrfi@hrfi.is fyrir 11. maí.



Isabelle Goy-Thollot DVM
: Útskrifaðist sem dýralæknir frá dýralæknaháskólanum í Alfort í Frakklandi árið 1989., lauk doktorsprófi í dýralækningum árið 1992 og vann við sama skóla á árunum 1989 og 1991 þar sem hún sérhæfði sig í gæludýrum. Árið 2000 stofnaði hún SIAMU við dýralæknaháskólann í Lyon, en það er sú deild sem annast gjörgæslu, bráðamóttöku og svæfingar dýra og lauk PhD prófi árið 2005. Í dag veitir hún bráðamóttökudeild skólans forstöðu jafnframt því að stýra og bera ábyrgð á kennslu í neyðarmóttöku og gjörgæslu gæludýra.
Isabelle var forseti evrópsku samtakanna um neyðarmóttöku og gjörgæslu gæludýra (EVECCS) á árunum 2005 – 2008, á sæti í ritstjórnum fjölmargra tímarita og dýralæknasamtaka í Frakklandi, en aðaláhugamál hennar eru fjölskyldan, lestur, gönguferðir og ferðalög. 

Katrin Oblikas DVM:  Útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Eistlands 1993.  Eftir að hafa starfað í nokkur ár á litilli stofu fór hún að vinna með Royal Canin í Eistlandi.  Frá árinu 2007 hefur hún unnið sem svæðisstjóri í vísindalegum samskiptum fyrir austur og mið Evrópu.

 


Hundaganga 3 mai kl 16:30 (23-04-2009)

Leiðbeiningar á svæðið
Hafnarboltavöllurinn er miðsvæðis,

Íþróttahús og sundlaug með stórri rennibraut er þarna rétt hjá.
Háskólinn Keilir

Ef þið eruð í vandræðum með að finna staðsetninguna hringið þá í síma,
695-2586 Allý
865-6740 Helga Magnea


Við ætlum að hittast í Reykjanesbæ á Keflavíkurflugvelli 3 mai kl 16:30

Á Keflavíkurflugvelli er stórt afgirt svæði sem tilvalið er að mæta með hundana sýna og leyfa þeim að hlaupa frjálsir um.
Þetta er gamli hafnarboltavöllur heimamanna (hermanna) á vellinum.

Við munum setja síðar inn  nánari leiðbeiningar um leiðina á svæðið.


Þegar hundar og eigendur eru búnir að fá nóg af útivist ætlar Helga Magnea  að bjóða í súpu heim til sín.

hlökkum til að sjá sem flesta.


f.hönd göngunefndar
Helga Magnea


Snyrtikvöld Shih Tzu deildarinnar (05-04-2009)

Þegar snyrta og baða þarf Shih Tzu hunda er margt sem þarf að hafa í huga.

Mikilvægt er að hafa réttar vörur við hendina, s.s sjampoo,hárnæringu,flókasprey  og viðeigandi greiður og bursta.

Shih Tzu deildin hélt snyrtikvöld fyrir nokkru síðan. Margrét Kjartansdóttir hundasnyrtir kom og syndi shih tzu eigendum réttu handtökin, við fengum eina fyrirsætu að lána en hún heitir Aida og er í eigu Helgu Magneu Birkisdóttir,

Myndir frá snyrtikvöldinu eru komnar inn á myndasíðuna. 


Ársfundur félagsins (13-03-2009)

Ársfundur félagsins verður haldinn í húsakynnum HRFÍ
fimmtudagskvöldið 26.03.09 kl.19.30.  Venjuleg ársfundastörf.

Þau sem óska eftir að gefa kost á sér í stjórn deildarinnar eru vinsamlegast

beðnir um að senda framboð sitt í síðasta lagi  20.03.09 á icelandicshihtzu@gmail.com
Athugið að til að viðkomandi sé kjörgengur í stjórn þarf hann að hafa verið félagsmaður í HRFÍ í tvö ár.
Greiða þarf félagsgjöld fyrir árið 2009 og vera skráður í deildina til að hafa kosningarétt á aðalfundi
.

Stjórn Shih Tzu deildar.


Sýningaþjálfun þriðjudagskvöld kl. 21:00 í Andvara  (25-01-2009)

Fuglahundadeild, Schnauzerdeild og Shih tzudeild munu standa fyrir sýningaþjálfun á þriðjudagskvöldum fram að mars sýningu HRFÍ, í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ.  

Þriðjudaginn 3. febrúar. kl. 21

Byrjendur:
Farið yfir helstu atriði sem gott er að vita áður en farið er með hund á sýningu. Grunnur að sýningaþjálfun.
Lengra komnir: Hefðbundin sýningaþjálfun með áherslu á sérkenni tegunda og einstaklinga. Farið yfir dóma sem hundar hafa fengið á fyrri sýningum.

Þriðjudaginn 10. febrúar  kl. 21
Hefðbundin sýningaþjálfun fyrir byrjendur og lengra komna.

Þriðjudaginn 17. feb.  kl. 21
Hefðbundin sýningaþjálfun fyrir byrjendur og lengra komna.

Þriðjudaginn 24. feb. kl. 21
Byrjendur: Snögg upprifjun á helstu atriðum um fyrirkomulag sýninga. Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.
Lengra komnir: 
Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

→  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

→  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim       
      í þjálfuninni.

→  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.

Sjáumst hress og kát
Stjórnin.


(00-00-0000)



Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.