Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fyrstu ræktunarmarkmið

 

Við upprunalegu lýsinguna á Shih Tzu hundinum notuðu Kinverjar samanburði við önnur dýr og þannig voru fyrstu tegundarlýsingar í Forboðnu Borginni:


Þeir eiga að hafa ljónshöfuð, andlitið á að vera kringlótt og líta út eins og ugla. 
Augun eru eins og dreka augu; stór, útstæð og
gljáandi, augnlokin mjúk og heillituð. Hárbrúskar eiga að þekja neðrivör, tungan eins og bóndarósarblað og sporöskjulagað.  Munninum var líkt við munn frosks og ”hrísgrjóna tennur” áttu ekki að standa útfyrir nema þegar hundurinn fagnaði.  Eyrun áttu að vera stór og hangandi. Ennisrót átti að vera við nefbak. Búkurinn var samanborinn við bjarnarskrokk, en tígurbakið átti að vera breitt og háls stuttur.  Feldurinn átti að vera langur, mjúkur og ullarkenndur.  Fönix eða Krýsantem skott væri æskilegt.  Hárin við enda skottbroddsins eiga að vera löng en styttri á sjálfu skottinu.  Fílsleggirnir eiga að vera stuttir og þykkir.  Langir leggir eru mjög óæskilegir.  Langa hárið undir hökunni á að hylja svuntuna.  Ljóna hundurinn á að vagga eða hreyfa sig eins og gullfiskur í vatni.  Þvílíka mynd sem þetta gefur !!!!!


Einnig var sérlega tekið fram það sem á að vera sýnilegt og ekki sýnilegt:    


Höfuðið á að sjást en ekki andlitið

Eyrun eiga sjást en ekki augun

Augnhnötturinn á sjást en ekki augnlokin

Trýnið á að sjást en ekki nefbakið

Efri vör á að sjást en ekki neðri

Leggir eiga að sjást en ekki fætur

Skottbroddurinn á að sjást en ekki skottið

Þófarnir eiga sjást en ekki tærnar

Tærnar eiga að vera eins og fjallgarðar.  Þar sem gulur var heimsveldislitur Kína var hann haldinn í miklum metum fyrir ljónahundinn.  Guli liturinn á samt að vera eins og liturinn á kameldýrum.  Hundur sem var með skæran, glansandi gulan lit var ekki af hreinum ættum.  Mismunandi nöfn voru gefin fyrir liti og merkingar á Shih Tzu hundunum.

 

Heillitaðir gulir  voru Chin Chia Huang Pao, gulur með hvítan háls – Chin Pi Yu Huang Chuan, gullskykkja með hvítan jaðar kraga. Hundur með gula kápu og hvítan

makka var kallaður því rómantíska nafni Chin Pan to Yueh ” Gullin skál sem heldur tungli”  Einlitur svartur hundur var kallaður Yi Ting Mo, ” blekklessa” og Wu Yun Kai Hsueh var nokkuð flott nafn sem gefið var hundum með svartan skrokk, hvítan maga og fætur, þýtt yfir á íslensku sem ”Svört ský yfir snjó”.  Marglitaður hundur var kallaður Hua Tse, blómabarn.  Stundum var Shih Tzu klipptur á skrokknum til að líkjast heilaga ljóninu.


Tilv.:  East Asiatic Breeds eftir Elisabeth Legl-Jacobsson.

þýtt  af sk
sk



 

Fyrsta opinbera tegundarlýsingin var dregin upp 1938 af Kínverska KC í Peking:


Löng eyru:  Hjartalagað (því lengri hár á eyrunum því betra)

Löng svunta og buxur: (Erfitt var að finna afturlappir með sítt hár, þess vegna var það mikils metið)

Stærð: 13-18 tommur

Þyngd: 10 – 15 lbs

Hæð:  9-12 tommur

Augu: Stór og tær ( hárið á að falla yfir þau og hylja þau alveg ef það er mögulegt)

Tær: Vel hærðar, þófar breiðir og flatir

Framlappir: Mega vera aðeins bognar (deilt var um þetta)

Afturhluti:  Aðeins hærra en bakið

Hár:  Eins glansandi og hægt er, svunta og buxur liðaðar

Höfuðkúpa: Breið og flöt

Skott: Vel hært, borið glaðlega yfir bakið

Litir:  Allir litir leyfilegir, einlitir og blandaðir, gullinbrúnir og hunangs litir í uppáhaldi.


Tilv.:  East Asiatic Breeds eftir Elisabeth Legl-Jacobsson.
þýtt sk
sk


 




Opinber tegundarlýsing FCI 1998

Upprunaland:       Tíbet

Verndaður af:      Stóra Bretlandi

Dagssetning fyrsta opinbera birting tegundarlýsingar:  24.06.1987

Notagildi:  Selskapshundur

FCI Flokkur:         Grúppa 9               Selskaps og smáhundar    

                                Kafli 5                   Tíbetanskar hundategundir

                                Án vinnuprófs.

 

Almennt útlit:      Kröftugur hundur með mikinn feld, ber sig með áberandi reisn og andlit sem líkist Krýsantemblómi.

Atferli/Geðslag: Greindur, athafnasamur og árvakur.  Vingjarnlegur og sjálfstæður

Höfuð:                   Breitt, kringlótt, breitt milli augna.  Mikið og þykkt hár sem fellur vel yfir augun.

                                Gott skegg.  Hárið vex upp við ennisrót sem gefur útlit eins og Krýsantem blóm.

Höfuðkúpan:       Greinileg ennisrót

Andlit:                   Nef: Svart en ljósrauðbrúnt á hundum með ljósrauðbrúnar merkingar.  Efri hluti nefsins á að vera í sömu hæð eða aðeins fyrir neðan neðri augnlok.  Trýni sem vísar niður á við er mjög óæskilegt.  Breiðar opnar nasir.  Þröngar nasir er mjög óæskilegar.

                                Trýni: Nægilega breitt, ferkantað, stuttur, laust  við hrukkur, flatur og hárprúður.   Lengd ca 2,54cm frá nefbrún að ennisrót.  Nefbak beint eða vísar aðeins uppávið.  Litarefnin í trýninu eins óbrotin(óskipt/heil) og hægt er.

                                Varir:  Jafnar

                                Kjalka/Tennur: Breið, með litla skúffu eða jafnbit.

                                Augu:  Stór, dökk, kringlótt, staðsett með gott bil á milli en ekki útstæð.  Hlýlegur svipur.  Augun mega vera ljósari í ljósrauðbrúnum eða ljósrauðbrún merktum hundum.  Engin sýnileg augnhvíta.

                                Eyru: Stór, ernablöðkur langar og lafandi.  Eyrnastaða  aðeins fyrir neðan efstu brún kúpunnar, með  mikinn feld sem  virðist blandast hárinu á hálsinum.

Háls:                      Í góðum hlutföllum með fallegan boga.  Nægilega langur til að bera höfuðið með reisn.

Skrokk:                Lengra milli herðakambs og rófustæði en hæð  að herðakambi.

Bak:                       Beint

Mjóhryggur:       Vel festur og sterkbyggður

Bringa:                 Breið og djúp

Rófa:                     Feldmikil, borin glaðlega hátt yfir bakið.   Hæð nokkuð svipuð og höfuð til að gefa jafnvægi í útlínur.

Limir:                   Framhluti:  Fótleggir stuttir, vöðvaðir með rúmgóð bein, eins bein og hægt er, í samræmi við bringu sem nær vel niður.

                                Bógur: Fastur fyrir, liggur vel aftur.

                                Bakhlut:  Fótleggir stuttir, vöðvaðir með mikill bein.  Beinir þegar horft er aftanfrá.  Virðast gríðastórir  vegna                 mikils felds.

                                Læri:  Vel rúnuð og vöðvastælt

                                Fætur:  Rúnaðir, þéttir og góðir þófar,   virðast stórir vegna mikils feldar.

Göngulag/Hreyfingar:  Með reisn, flæðandi,  fram lappir teygja sig vel fram, og sterkar aftur hreyfingar þar sem þófinn sést allur.

Hár:                       Löng, þétt, ekki krullur, með góðan undirfeld.  Smáir liðir eru leyfilegir.  Mælt sérlega með því að binda hárið á höfðinu upp.

                                Litur:      Allir litir eru leyfilegir, hvítur blesi á ennisbrún og hvítur endi á rófu mjög æskilegt á hunda sem eru parta litaðir.

Stærð & Þyngd:  Ekki hærri en 26,7cm (10,5 tommur), týpa og tegundar einkenni er samt mikilvægari og ekki má fórna því fyrir stærðina

                                Þyngd: 4,5 til 8,1kg (10-18 lbs.)  Kjörþyngd 4,5 -7,3kg (10-16 lbs.)

Gallar:                  Allt sem er utan við framangreinda punkta skal líta á sem galla og ætti að meta með nákvæmu tilliti til hversu alvarlegt það er og áhrif þess á heilsu og heilbrigði hundsins.

                                Hundur sem sýnir greinilega líkamlega- eða atferlisbresti skal dæma úr leik.

                                NB: Karldýr eiga að vera með tvö eistu staðsett fyllilega í pungnum.

                               

Tilv.:  Heimasíðu FCI, standard 208, 20.04.1998 óstaðfest þýðing sk


                      ORIGIN: Tibet (China). PATRONAGE: Great Britain. DATE OF PUBLICATION OF THE OFFICIAL VALID STANDARD: 18.03.2015. UTILIZATION: Companion Dog. FCI-CLASSIFICATION: Group 9 Companion and Toy Dogs. Section 5 Tibetan breeds. Without working trial. BRIEF HISTORICAL SUMMARY: People tend to get confused between the Apso and the Shih Tzu, but there are a number of very distinct differences. Roots of this breed are in Tibet but it was developed in China, where dogs like these lived in the imperial palaces. China became a republic in 1912 after which examples of the breed found their way to the West, though the first recorded importation to Britain was not until 1931. It was recognised as a breed separate from other Oriental breeds in 1934 and granted a separate register by the Kennel Club in 1940, with challenge certificates on offer from 1949. The chrysanthemum look to the Shih Tzu’s head is most appealing, and this is caused by the hair growing upwards on the bridge of the nose. GENERAL APPEARANCE: Sturdy, abundantly but not excessively coated dog with distinctly arrogant carriage and ‘chrysanthemum-like’ face. IMPORTANT PROPORTIONS: Longer between withers and root of the tail than height at withers. BEHAVIOUR AND TEMPERAMENT: Intelligent, active and alert. Friendly and independant. FCI-St. N° 208 / 24.06.2015 3 HEAD Head broad, round, wide between the eyes. Shock-headed with good beard and whiskers, hair growing upwards on the muzzle giving a distinctly ‘chrysanthemum-like’ effect. Not affecting the dog’s ability to see. CRANIAL REGION: Stop: Definite. FACIAL REGION: Nose: Black but dark liver in liver or liver marked dogs. Top of nose leather should be on a line with or slightly below lower eye rim. Nose level or slightly tip-tilted. Wide-open nostrils. Down-pointed nose highly undesirable, as are pinched nostrils. Muzzle: Of ample width, square, short, not wrinkled; flat and hairy. Length about 2,5 cms from tip to stop. Pigmentation of muzzle as unbroken as possible. Lips: Level. Jaws / Teeth: Wide, slightly undershot or level (pincer bite, edge to edge). Eyes: Large, dark, round, placed well apart but not prominent. Warm expression. In liver or liver-marked dogs, lighter eye colour permissible. No white of eye showing. Ears: Large, with long leathers, carried drooping. Set slightly below crown of skull, so heavily coated they appear to blend into hair of neck. NECK: Well proportioned, nicely arched. Sufficient length to carry head proudly. BODY: Back: Level. Loin: Well coupled and sturdy. Chest: Broad, deep and well let down. TAIL: Heavily plumed carried gaily well over back. Set on high. Height approximately level with that of skull to give a balanced outline. FCI-St. N° 208 / 24.06.2015 4 LIMBS FOREQUARTERS: Shoulder: Firm, well laid back. Forearm: Legs short and muscular with ample bone, as straight as possible, consistent with broad chest being well let down. Forefeet: Rounded, firm and well covered with hair. HINDQUARTERS: General appearance: Legs short and muscular with ample bone. Straight when viewed from the rear. Thigh: Well rounded and muscular. Hind feet: Rounded, firm and well padded. Well covered with hair. GAIT / MOVEMENT: Arrogant, smooth-flowing, front legs reaching well forward, strong rear action and showing full pad. COAT: Hair: Outer coat long, dense, not curly, with moderate undercoat, not woolly. Slight wave permitted. Hair not affecting the dog’s ability to see. Length of coat should not restrict movement. Colour: All colours permissible, white blaze on forehead and white tip to tail highly desirable in parti-colours. SIZE AND WEIGHT: Height at the withers: Not more than 27 cms. Type and breed characteristics of the utmost importance and on no account to be sacrificed to size alone. Weight: 4.5 to 8 kgs. Ideal weight 4.5 - 7.5 kgs. FAULTS: Any departure from the foregoing points should be considered a fault and the seriousness with which the fault should be regarded should be in exact proportion to its degree and its effect upon the health and welfare of the dog. FCI-St. N° 208 / 24.06.2015 5 DISQUALIFYING FAULTS  Aggressive or overly shy.  Any dog clearly showing physical or behavioural abnormalities shall be disqualified. N.B.:  Male animals should have two apparently normal testicles fully descended into the scrotum.  Only functionally and clinically healthy dogs, with breed typical conformation should be used for breeding The latest amendments are in bold characters            

ROCK2016
                                                                                                                                                                                        


                                                                                                                                                                         

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.