| Tilkynningar frá Stjórn HRFÍ Reglur fyrir Hlýðnipróf II og III eru komnar á síðu félagsins: (05-11-2012)
| Hlýðni II : http://www.hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Hlýðni%20II%20-%20hluti%205%20okt%202012.pdf
Hlýðni III: http://www.hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Hlýðni%20III%20-%20hluti%20VI%20okt%202012.pdf | Nánar ... | 
| (10-08-2012)
| FCI International Drawing Contest 2010-2011 - Mynd Atla Þórs E. Kristinssonar valin í forkeppni
FCI efndi til myndlistarsamkeppni í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna árið 2011. Viðfangsefnið var Hundurinn! Keppnin var auglýst á vefsíðu HRFÍ 25. janúar 2010. Öllum var heimil þátttaka og keppt var í nokkrum aldursflokkum. Börn á aldrinum 2ja-18 ára frá hinum ýmsu löndum sendu inn myndir í keppnina. Nokkur áhugasöm börn frá Íslandi skiluðu inn myndum til HRFÍ, sem sendi þær til FCI í keppnina. FCI bárust yfir 200 myndir frá 22 löndum. Dómnefnd FCI valdi 64 myndir úr 13 mismunandi flokkum og voru þær sýndar á myndlistasýningu í mars-apríl 2011 í Thuin í Belgíu þar sem kosning fór fram um myndirnar. Þann 8. apríl 2011 fór fram verðlaunaafhending þeirra 9 mynda sem fengu flest stig í keppninni. Engin mynd frá Íslandi lenti í verðlaunasæti. Nú hefur FCI gefið út bók með þessum 64 myndum sem voru valdar í forkeppnina. Í bókinni er ein mynd frá Íslandi sem komst í 64 mynda forkeppnina. Þetta er mynd eftir Atla Þór E. Kristinsson, í aldursflokknum: 9-10 ára. Hægt er nálgast nánari upplýsingar og skoða myndir af sýningunni á vefsíðu FCI undir slóðinni: http://www.fci.be/conc_dess_10_palmares.aspx Við óskum Atla Þór E. Kristinssyni innilega til hamingju með myndina sína. Gaman ef Atli hefði samband við skrifstofu.
http://www.hrfi.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=1486&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP~Pg44.asp
| Nánar ... | 
| (17-01-2011)
| Tímabundin breyting á skráningu á Alþjóðlegu hundasýningu HRFÍ 26. – 27. febrúar 2011
Vegna aukinna öryggiskrafna frá kreditkortafyrirtækjum getum við því miður ekki tekið við greiðslukortaupplýsingum á vef félagsins eins og gert hefur verið undanfarin ár. Hundaræktarfélagið er að láta búa til skráningarvef sem stenst kröfur kreditkortafyrirtækjanna en hann verður því miður ekki tilbúinn fyrir næstu sýningu.
Félagið hefur því ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti, ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.
Vegna ofangreindra breytinga verður síminn á skrifstofu HRFÍ opinn frá kl.10:00-17:00 alla daga fram að síðasta skráningadegi. Síðasta skráningardaginn, föstudaginn 28. janúar verður síminn opinn frá kl.9:00-13:00. Félagsmenn geta eins og venjulega skráð á sýninguna á opnunartíma skrifstofu.
Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst.
Breytingin mun hafa í för með sér að tafir geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni og eru | 
| (28-05-2010)
|
Ágætu Félagsmenn.
Á síðasta fulltrúaráðs fundi miðvikudaginn 5. maí var rætt um Sólheimakot - umgengni og viðhald. Ákveðið var að stofna nefnd sem myndi sjá um að koma þessu máli í farveg. Nú vantar okkur sjálfboðaliða og leitum því til félagsmanna okkar og vonandi leynist einhver þarna úti sem hefur áhuga á smá málingar vinnu og öðru tilfallandi.
Farið verður í viðhaldið á Sólheimakoti í september ef veður leyfir. Hugmyndin er að nota fyrstu 3 helgarnar. Nauðsynlegt er að fá nöfn sjálfboðaliða fyrir mánaðamót.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu vinsamlegast sendið e-mail á Sólheimakot nefndina
Ragnhildur Gísladóttir, schnauzerdeild, raggagisla@heljuheims.net Guðbjörg Guðmundsdóttir, retrieverdeild, gudgud@landspitali.is Daníel Hinriksson, chihuahuadeild, danielorn@simnet.is Jóna Karlotta Herbertsdóttir, papillon- og phalenedeild, fidrildi60@hotmail.com
Fyrir hönd nefndarinnar Ragnhildur Gísladóttir
| Nánar ... | 
| Myndlistarsamkeppni - HUNDAÞEMA (25-01-2010)
| FCI (Federation Cynologique Internationale), alþjóðasamtök hundaræktarfélaga stendur fyrir myndlistasamkeppni í tilefni af 100 ára afmæli stofnunarinnar árið 2011. Hundaræktarfélag Íslands hefur verið aðili að FCI yfir 30 ár en í hverju landi hefur aðeins eitt hundaræktarfélag heimild til að starfa undir merkjum þeirra.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni þurfa að skila inn myndum sínum til skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands fyrir 6. maí 2010. Öllum er heimil þátttaka. Valdar verða 5 myndir, ein úr hverjum neðangreindum aldursflokki, viðfangsefnið er Hundurinn........
Flokkur I 3-7 ára Flokkur II 7-10 ára Flokkur III 10- 14 ára Flokkur IV 14-18 ára Flokkur V 18 ára og eldri
Nánari upplýsingar veita starfsmenn á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 108 Reykjavík, s.588-5255
| 
| Ný Gjaldskrá (27-12-2009)
| Ný gjaldskrá tekur í gildi 1. janúar 2010
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands hefur samþykkt nýja gjaldskrá fyrir árið 2010. Ný gjaldskrá verður birt síðar í vikunni. Helsta hækkun er hækkun félagsgjalda, einstaklingsgjald verður kr. 6700, hjónagjald kr. 9500. Þetta er um 30% hækkun. Aðrir gjaldflokkar hækka um 5-10% nema vinnu- og veiðipróf sem verða óbreytt.
sk | 
| Breyting og samræming á titlum (15-07-2009)
|
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands hefur samþykkt neðangreinda breytingu á skammstöfun á titlum:
ISCh Íslenskur meistari ISShCh Íslenskur sýningameistari ISFtCh Íslenskur veiðimeistari
ISAgCh Íslenskur hundafimimeistari, hundur með ættbók ISAgMe Íslenskur hundafimimeistari, hundur án ættbókar ISJuCh Íslenskur hoppmeistari, hundur með ættbók ISJuMe Íslenskur hoppmeistari, hundur án ættbókar
ISTrCh Íslenskur sporameistari ISObCh Íslenskur hlýðnimeistari ISLcCh Íslenskur meistari í beituhlaupi sk | 
| Breyting á starfsreglum ræktunardeilda (21-04-2009)
| Á stjórnarfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 16. september sl. var samþykkt að bæta inn í Starfsreglur ræktunardeilda HRFÍ III. gr. lið 4: “Ef félagsmaður í trúnaðarstörfum er kærður til siðanefnar ber honum að víkja úr öllum störfum fyrir félagið á meðan mál hans er til meðferðar hjá siðanefnd.„
Tillaga og ábending um að fella út ofangreinda breytingu barst til stjórnar Hundaræktarfélagsins sem var samþykkt á stjórnarfundi þann 15. apríl sl. og tekur í gildi strax.
Fyrir breytingu: Í Starfsreglum ræktunardeilda HRFÍ segir í III. gr. lið 4:
“ Þeir sem sitja í stjórn ræktunardeilda og nefnda ásamt tengiliðum eru fulltrúar Hundaræktarfélags Íslands. Þeir skulu gæta trúmennsku í störfum, leggja sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Þeir sem valdir eru til stjórnarstarfa þurfa að þekkja lög og reglur HRFÍ og starfa samkvæmt þeim í sérhverju máli sem þeim er falið að vinna . Ef félagsmaður í trúnaðarstörfum er kærður til siðanefnar ber honum að víkja úr öllum störfum fyrir félagið á meðan mál hans er til meðferðar hjá siðanefnd . „
Eftir breytingu gildir eftirfarandi :
Í Starfsreglum ræktunardeilda HRFÍ segir í III. gr. lið 4:
“ Þeir sem sitja í stjórn ræktunardeilda og nefnda ásamt tengiliðum eru fulltrúar Hundaræktarfélags Íslands. Þeir skulu gæta trúmennsku í störfum, leggja sitt af mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Þeir sem valdir eru til stjórnarstarfa þurfa að þekkja lög og reglur HRFÍ og starfa samkvæmt þeim í sérhverju máli sem þeim er falið að vinna.„
Með kærri kveðju, f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands Valgerður Júlíusdóttir , ritari sk
| 
| Undanþága (00-00-0000)
| Frá: Valgerður Júlíusdóttir [vala@hrfi.is] Sent: 28. nóvember 2012 17:34 To: Soffia K Kwaszenko Cc: Súsanna Antonsdóttir; Helga Þórðardóttir; Stella Gisladottir (briard@briard.is); Elísabet Kristjánsdóttir (paradisepassion.dogs@gmail.com); hrfi@hrfi.is Efni: RE: Ræktunarbann Shih Tzu hunda
Til stjórnar Shih tzudeildar,
Neðangreint erindi ykkar var samþykkt á stjórnarfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 21. nóvember 2012.
„Til stjórnar H.R.F.Í. Reykjavík, 14.11.2012 Síðumúla 15 105 Reykjavík. Í framhaldi af fundi okkar dags. 31.10.2012 óskar stjór Shih Tzu deildar eftir eftirfarandi breytingu á reglum er varða PRA sjúkdómin í Shih Tzu hundum: „ Undaneldisdýr verði augnskoðuð með tilliti til PRA. Vottorð ekki eldri en 13 mánaða niðurstöður skulu vera til staðar FYRIR pörun. Óheimilt er að para og/eða rækta undan hundi sem greinst hefur með staðfest PRA. Þar sem Íslenski Shih Tzu stofnin er mjög lítill verður reynt að vinna skipulega að því að fyrirbyggja frekari útbreiðslu með skipulagðri ræktun næstu 5 árin. Þeir hundar sem eru í ræktunarbanni nú þegar, eru orðin 3ja ára geta sótt um undanþágu frá banninu eftir nánara samkomulagi við stjórn deildarinnar, eru augnskoðaðir „hreinir“ og eru góðir fullrúar tegundarinnar „ Stjórn deildarinnar vill árétta að bæði Lorna Newman og Finn Bóserup hafa árettað að við gætum verið að gera meiri skaða en gott með þessu víðtæka banni sem er á tegundinni hér á landi. Betra sé að vinna með hundum þar sem bakgrunnurinn þekkist og þannig eiga hægara með að skipuleggja ræktun með það að markmiði að útiloka PRA sjúkdóminn, en að flytja inn ný óþekkt dýr sem enginn deili eru á. Á fyrirlestri Finn Boserup DVM varðandi arfgenga augnsjúkdóma og bréf sem barst í kjölfarið, svo og ýtarlegri greinagerð Lornu Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS. eftir augnskoðun á Shih Tzu hundum hér á landi, hafa þau bæði staðfest að engin erfðafræðileg né vísindaleg rök séu fyrir því hvernig þessi sjúkdómur þ.e. PRA, erfist og er því engan vegin hægt að fullyrða að hvolpar sem fæðast undan dýrum skyldum þeim sem eru sýktir geti erft sjúkdóminn. Eða þá að þeir sem bera sjúkdóminn, eigi hvolpa sem koma til með að bera sjúkdóminn. Einnig er óskað eftir því við stjórn H.R.F.Í. að deildin megi fá sér til aðstoðar og eftirfylgni Lornu Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS, sem hefur sýnt mikinn áhuga á sjúkdómnum. Að gefnu tilefni hefur Lorna verið að safna DNA prufum til rannsóknar sjúkdómnum. Einnig mætti benda á að mun auðveldara verði að fá afkvæmi undan sýktum hundum til að koma í augnskoðun, ef að þeir eru ekki sett sjálfkrafa í ræktunarbanni. Með von um góðar undirtektir og úrlausn mála Shih Tzu hundum á Íslandi f.h. Stjórn Shih Tzu deildar”
Með bestu kveðju, f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands
Valgerður Júlíusdóttir
| Nánar ... | 
| (00-00-0000)
| Til stjórnar Shih tzudeildar,
Neðangreint erindi ykkar var samþykkt á stjórnarfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 21. nóvember 2012.
„Til stjórnar H.R.F.Í. Reykjavík, 14.11.2012
Síðumúla
15
105 Reykjavík.
Í framhaldi af fundi okkar dags. 31.10.2012 óskar stjór Shih Tzu deildar eftir eftirfarandi
breytingu á reglum er varða PRA sjúkdómin í Shih Tzu hundum:
„
Undaneldisdýr
verði augnskoðuð með tilliti til PRA. Vottorð ekki eldri en 13 mánaða
niðurstöður skulu vera til
staðar FYRIR pörun. Óheimilt er að para og/eða rækta undan hundi sem
greinst hefur með staðfest PRA. Þar sem Íslenski Shih Tzu stofnin er
mjög lítill verður reynt að vinna skipulega að því að fyrirbyggja
frekari útbreiðslu með skipulagðri ræktun næstu 5
árin. Þeir hundar sem eru í ræktunarbanni nú þegar, eru orðin 3ja ára
geta sótt um undanþágu frá banninu eftir nánara samkomulagi við stjórn
deildarinnar, eru augnskoðaðir „hreinir“ og eru góðir fullrúar
tegundarinnar „
Stjórn
deildarinnar vill árétta að bæði Lorna Newman og Finn Bóserup hafa
árettað að við gætum verið að gera meiri
skaða en gott með þessu víðtæka banni sem er á tegundinni hér á
landi. Betra sé að vinna með hundum þar sem bakgrunnurinn þekkist og
þannig eiga hægara með að skipuleggja ræktun með það að markmiði að
útiloka PRA sjúkdóminn, en að flytja inn ný óþekkt
dýr sem enginn deili eru á.
Á
fyrirlestri Finn Boserup DVM varðandi arfgenga augnsjúkdóma og bréf
sem barst í kjölfarið, svo og ýtarlegri
greinagerð Lornu Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS. eftir
augnskoðun á Shih Tzu hundum hér á landi, hafa þau bæði staðfest að
engin erfðafræðileg né vísindaleg rök séu fyrir því hvernig þessi
sjúkdómur þ.e. PRA, erfist og er því engan vegin hægt
að fullyrða að hvolpar sem fæðast undan dýrum skyldum þeim sem eru
sýktir geti erft sjúkdóminn. Eða þá að þeir sem bera sjúkdóminn, eigi
hvolpa sem koma til með að bera sjúkdóminn.
Einnig er óskað eftir því við stjórn H.R.F.Í. að deildin megi fá sér til aðstoðar og eftirfylgni Lornu Newman
BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS, sem hefur
sýnt mikinn áhuga á sjúkdómnum. Að gefnu tilefni hefur Lorna verið að
safna DNA prufum til rannsóknar sjúkdómnum. Einnig mætti benda á að mun
auðveldara verði að fá afkvæmi undan sýktum
hundum til að koma í augnskoðun, ef að þeir eru ekki sett sjálfkrafa í
ræktunarbanni.
Með von um góðar undirtektir og úrlausn mála Shih Tzu hundum á Íslandi
f.h. Stjórn Shih Tzu deildar”
Með bestu kveðju,
f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands
Valgerður Júlíusdóttir
| Nánar ... | 
|
|
|
|