Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

 


Saga & uppruni Shih Tzu hundana 

Shih - Tzu hundar frá Tíbet eiga sér sögu sem spannar allt að 1000 ár aftur í tímann. Eins og í öðrum menningarheimum hafði fólk þessa fjarlæga lands hunda sem húsdýr. Það hafði stóra, grimma varðhunda og svo litla loðbolta sem félagsskap og til að vara stærri hundana við óvelkomnum gestum, forfeður (eða því sem næstir) Shih -Tzu hunda dagsins í dag. Shih Tzu var fyrst ræktaður í Tíbet fyrir mörg hundruð árum síðan. Talið er líklegast að Lhasa Apso og Pekinghundar hafi verið hafðir í grunninn til þess að skapa Shih Tzu hundinn. Munkarnir ræktuðu þessa tegund upp fyrir keisarahirðina í Kína.  Sagt hefur verið að smærri hundarnir eða prayer-wheel.gifLjónahundarnir voru hafðir í klaustrum um alla Tíbet, þeir voru þjálfaðir til að snúa bænahjólinu sem partur af daglegri hefð, samt sem áður, þegar Audrey Dadds sagði Tíbetskum munki þessa sögu svaraði hann því að það væri tóm vitleysa Shih Tzu hundarnir voru ekki hafðir sem musterishundar.

Buddha Manjusri, Goð lærdómsins sem var sagður ferðast með litlum ljóna hundi sem ætti til að breytast í fullvaxið ljón og bera hann langar vegalengdir á bakinu. Kannski út frá þessu er hægt að tengja litlu hundana við ljón, tenging sem átti að haldast í gegnum viðburðarríka sögu þeirra, því það voru engin raunveruleg ljón í Tíbet, listræn túlkunin á þessum dýrum var oft nokkuð ævintýraleg. Til eru myndskreytingar af "Anda-ljóni" og "Hunda-ljóni" á mjög helgum stöðum í Tíbet og má þá m.a. nefna útskurð á musterisstólpum.
"Hundljón" voru talin jarðneskar verur og eru þekkt undir nafninu "menegerie". Kenning Lama-manna um ljónin er sú, að þau séu andi fjallanna og að ljónin hafi þann hæfileika að geta flutt sig samstundis á milli staða.  Þau  geta verið sýnileg eða ósýnileg að vild og geti breytt stærð sinni. Myndskreytingar eru tákn um "Gang Sing" eða "Snæljón" og líkjast þau mjög Shih Tzu hundinum. Í forsagnafræðinni er getið um snæljónið og er það talið konungur allra dýra. Máttur þess var svo mikill að þegar snæljónið öskraði féllu sjö drekar af himnum ofan. Eiginleikar snæljónsins eru þrír: Geta til að stökkva, snúa sér við og koma til baka gangandi á skýjabreiðu. Rödd þess er rödd millivegar þ.e. milli sannleikans og hugrekkisins og er hún hljómar, þagna allir.
Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvort  Ljóna hundarnir voru tegund sem voru í líkingu við teikningar og styttur af táknrænum ljónum eða hvort listamennirnir sköpuðu "ljónin" í líkingu við litlu hundana. Þrátt fyrir að Tíbet var óaðgengileg, voru Tíbetar ekki einangraðir frá nágrannalöndunum, þá sérstaklega Kína.
Gjafir voru sendar endrum og eins sem virðingartákn við Kínversku Keisarana, sumar þessara gjafa voru Tíbetskir Ljóna hundar. Að fá Shih Tzu að gjöf þótti mikill heiður. Í mörg hundruð ár var það siður hins andlega trúarleiðtoga, Dalai Lama, að gefa Kínverska keisaranum slíka hunda af bestu gerð að gjöf.   Ferðalögin voru löng, og sennilega var farið með úlfaldalestum sem fóru yfir háu fjallaskarðana frá einu landi til annars, litlu hundarnir enduðu í kínversku keisarahöllinni.

snowlion.jpgLoftslagið var öðruvísi  hér, því sumur í Peking eru heit og rök með mikilli rigningu á meðan vetrarmánuðirnir eru mjög kaldir, hitastigir -18°C í janúar. En Tíbesku Ljóna hundarnir aðlöguðust vel eins og þeir hafa gert hvert sem þeir hafa farið í gegnum aldirnar. Það er skráð að þeir námu land og voru mikil eftirlæti Manchu keisaranna.

Það er líklegt að þeir voru skyldleikaræktaðir af og til við stuttnefndar kínverskar tegundir - hinn kínverska Pug eða kannski frekar Pekinghunda, sem gáfu Shih Tzu þá eiginleika sem gerir þá frábrugðna Tíbetsku Ljóna Hundunum sem eru í dag þekktir sem Lhasa Apsos (þeir komu til Evrópu í gegnum Indland
Það var voldug ekkja í höllinni í Kína, keisaraynjan Tzu Hsi sem hafði mikinn áhuga á hundum og hafði yfirsjón með starfsfólki sínu á ræktun hundanna í höllinni, hún fylgdist sérstaklega með fjölskyldutengslum og litum. Shih Tzu er flokkaður sem kínversk tegund í Bretlandi, af því að hann var upphaflega fluttur til Bretlands frá Kína.   
Nafnið Shih Tzu  þýðir eitthvað í líkingu við "Litla Ljón" á mandarínsku, og nafnið kom með þeim frá landinu. Margir hundar voru keyptir til Evrópu fyrir stríðsárin  til Noregs eins og Englands. Þeir voru færðir á okkar slóðir árið 1928 fyrir hendur mjög merkilegrar konu lafði Brownrigg, (hin víðfarna kona varðbátsstjórans í N-Kína umdæminu).  Hún var í kringum þrítugt og var mjög hrifin af dýrum. Þegar hún og eiginmaður hennar sneru aftur til Englands tóku þau með sér 2 Shih Tzu hunda, rakka sem var kallaður Hibou, og tík sem var nefnd Shu-ssa, bæði svört og hvít, og báðum lýst smágerðum. Þess má geta að þeir hundar hér á landi sem eru í sem eru með Santosha Spring to Glory eða Santosha Silfursól í ættbók eru í beinni ætt við þessa tvo hunda.

Árið 1954 viðurkenndi FCI (Alþjóðlega Hundaræktunarfélagið) tegundina.

Þýtt af sk með leyfi The Shih Tzu Club, U.K.
sk

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.