Opið hús 23.05.2018 (04-05-2018)
|
Opið hús verður á skrifstofu félagsins að Síðumúla þann 15 23.05.2018 kl. 19-2, Kaffi, kökur og léttspjall. Við notum þetta tækifæri til að heiðra stigahæstu hunda ársins 2017. Allir velkomnir.
Stjórn. |
Nánar ... |

|
Uppskeruhátíð (06-02-2017)
|
Fimmtudaginn 16.02.2017 verður Uppskeruhátíð ShihTzudeildar haldin á skrifstofu félagsins. Dagskrá: Kl 19:00 Stigahæstu hundar heiðraðir Kl 20:00 Fyrirlestur Kolbrúnar Örnu dýrahjúkrunarfræðings: Kolbrún mun m.a. fjalla um líkamsbeytingu hunda, algeng meiðsli, alhliða styrktarþjálfun og fleira. Athugið að fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum. Vonumst til að sjá sem flesta. |
Nánar ... |

|
Breyting á tegundalýsing (13-10-2016)
|
As Chairman of the Shih Tzu Club (GB), I would like to let you know of the changes to the breed standard, agreed by the Kennel Club and to take effect from 1st November 2016. I am sure it will be of interest to all exhibitors and judges;
At its recent meeting the General Committee approved the following amendment to the Shih Tzu Breed Standard:
Coat Outer coat long, dense, not curly, with moderate undercoat, not woolly. Slight wave permitted. Hair not affecting the dog’s ability to see. Length of coat should not restrict movement. It is strongly recommended that the hair on head is tied up without adornment.
This will be effective from 1 November 2016.
Caroline Hallett
Registered Societies Manager
The Kennel Club
Clarges St
London W1J 8AB |
Nánar ... |

|
(08-10-2014)
|
NÁMSKEIÐ !!!
Vegna fjölda áskorana frá félagsmönnum höfum við fengið þær AnnKi Hals og Dúu til að koma aftur í nóvember og halda fyrir okkur frábært námskeið sem nýtist öllum sama hvort við erum með sýninghund eða ekki.
Dagskráin er eftirfarandi:
Þriðjudagur 4. nóv kl 20:00 1. Sýningaþjálfun
2. Helmingur hópsins fer upp á snyrtistofuna og fær alvöru kennslu í að setja upp topp. Hver og einn lærir að setja topp í sinn hund.
Miðvikudagur 5. nóv kl 18:00 Flókagreiðsla og bað. AnnKi sýnir okkur hvernig best er að vinna úr og baða flæktan hund. Kaffi og spjall á eftir.
Fimmtudagur 6. nóv kl 20:00 1. Sýningaþjálfun og seinni hluti hópsins í toppakennslu.
2. Hinn helmingurinn fer upp á snyrtistofu og fær samskonar toppakennslu og fyrri hópurinn á þriðjudeginum.
Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem allra fyrst því færri komast að en vilja. Skráning staðfestist með greiðslu námskeiðs inn á reikning 0701-15-204000 Kt. 560810-0830. Námskeiðið kostar Kr. 6.500
Stjórnin
|

|
(02-04-2014)
|
Ársfundur ShihTzudeildar verður haldinn föstudaginn 11. april 2014 kl. 18 á skrifstofu félagsins Síðumúla 15
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar Kosning í stjórn og nefndir Kaffi Önnur mál
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest. Stjórnin
The annual general meeting of the Shih Tzu Club will be held 11th April 2013 at the Kennel Clubs office, Siðumúla 15
Agenda, Committee's report Elections Coffee Open discussions.
Looking forward to seeing you there
Committee.
|
Nánar ... |

|
Bygging & Hreyfingu hunda. (29-08-2013)
|
Fyrirlestur með Frank Kane 9. september
Frank Kane, dómari, verður með fyrirlestur um byggingu og hreyfingu hunda, Conformation and movement, mánudaginn 9. sept kl. 14:30- ca.17:00. í húsakynnum Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Fyrirlesturinn fékk frábært lof þeirra félagsmanna sem komust á hann síðast. Allir þátttakendur fá afhent viðurkenningarskjal frá breska hundaræktarfélaginu, The Kennel Club. Þátttökugjald er kr. 1500. Takmarkaður fjöldi þáttakanda. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið hrfi@hrfi.is. Þátttökugjald verður að greiðast við skráningu annars er skráning ekki staðfest.
|
Nánar ... |

|
(12-05-2013)
|
Maí - 15. maí Fyrirlestur: Hundar og hómopatía Staðsetning: Skrifstofa Hrfí Síðumúla 15 Klukkan: 19:30 Sigurbjörg Jóna Traustadóttir verður með fyrirlestur um remedíur fyrir hunda. Hún hefur áralanga reynslu að meðhöndla hunda með allskonar vandamál t.d. streitu, húðvandamál og vandamál við paranir. Þetta verður stuttur, skemmtilegur og hnitmiðaður fyrirlestur og boðið upp á spurningar í lokin. Frábært tækifæri og allir velkomnir!
Nýtum okkur þetta boð Chihuahua deildar, frábært framtak hjá þeim. |
Nánar ... |

|
(25-04-2013)
|
Nú eru komnar dagsetningar á sýnendanámskeiðin okkar fyrir Reykjavík Winner sýninguna í maí.
- Sýnendanámskeið 1: sunnudagur 5. maí kl. 16-18 (Gæludýr.is, Korputorgi) og mánudagur 6. maí kl. 19-21 (staðsetning augl. síðar) - Sýnendanámskeið 2: helgin 11.-12. maí kl. 16-18 (Gæludýr.is, Korputorgi) - fyrir þá sem hafa lokið námskeiði 1 - Nýjung! Sýnendanámskeið 3: þriðjudagur 21. maí og miðvikudagur 22. maí kl. 19-21 (staðsetning augl. síðar) - fyrir þá sem hafa lokið námskeiðum 1 og 2 - Skráning fer fram á synendanamskeid@gmail.com (nafn, símanr., hundategund) - Nánari upplýsingar á synendanamskeid@gmail.com Vonumst til að sjá sem flesta :) Kveðja, Auður og Þorbjörg. |
Nánar ... |

|
(20-03-2013)
|
Fundarboð
Ársfundur ShihTzudeildar HRFI verður haldinn miðvikudaginn 27. Mars 2013 kl 17:00
Fundarstaður: Ögurhvarf 8 2. Hæð (Dýrheimar)
Dagskrá fundar:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
|
Nánar ... |

|
(26-02-2013)
|
Til stjórnar Shih tzudeildar,
Neðangreint erindi ykkar var samþykkt á stjórnarfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 21. nóvember 2012.
„Til stjórnar H.R.F.Í. Reykjavík, 14.11.2012
Síðumúla
15
105 Reykjavík.
Í framhaldi af fundi okkar dags. 31.10.2012 óskar stjór Shih Tzu deildar eftir eftirfarandi
breytingu á reglum er varða PRA sjúkdómin í Shih Tzu hundum:
„
Undaneldisdýr
verði augnskoðuð með tilliti til PRA. Vottorð ekki eldri en 13 mánaða
niðurstöður skulu vera til
staðar FYRIR pörun. Óheimilt er að para og/eða rækta undan hundi sem
greinst hefur með staðfest PRA. Þar sem Íslenski Shih Tzu stofnin er
mjög lítill verður reynt að vinna skipulega að því að fyrirbyggja
frekari útbreiðslu með skipulagðri ræktun næstu 5
árin. Þeir hundar sem eru í ræktunarbanni nú þegar, eru orðin 3ja ára
geta sótt um undanþágu frá banninu eftir nánara samkomulagi við stjórn
deildarinnar, eru augnskoðaðir „hreinir“ og eru góðir fullrúar
tegundarinnar „
Stjórn
deildarinnar vill árétta að bæði Lorna Newman og Finn Bóserup hafa
árettað að við gætum verið að gera meiri
skaða en gott með þessu víðtæka banni sem er á tegundinni hér á
landi. Betra sé að vinna með hundum þar sem bakgrunnurinn þekkist og
þannig eiga hægara með að skipuleggja ræktun með það að markmiði að
útiloka PRA sjúkdóminn, en að flytja inn ný óþekkt
dýr sem enginn deili eru á.
Á
fyrirlestri Finn Boserup DVM varðandi arfgenga augnsjúkdóma og bréf
sem barst í kjölfarið, svo og ýtarlegri
greinagerð Lornu Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS. eftir
augnskoðun á Shih Tzu hundum hér á landi, hafa þau bæði staðfest að
engin erfðafræðileg né vísindaleg rök séu fyrir því hvernig þessi
sjúkdómur þ.e. PRA, erfist og er því engan vegin hægt
að fullyrða að hvolpar sem fæðast undan dýrum skyldum þeim sem eru
sýktir geti erft sjúkdóminn. Eða þá að þeir sem bera sjúkdóminn, eigi
hvolpa sem koma til með að bera sjúkdóminn.
Einnig er óskað eftir því við stjórn H.R.F.Í. að deildin megi fá sér til aðstoðar og eftirfylgni Lornu Newman
BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS, sem hefur
sýnt mikinn áhuga á sjúkdómnum. Að gefnu tilefni hefur Lorna verið að
safna DNA prufum til rannsóknar sjúkdómnum. Einnig mætti benda á að mun
auðveldara verði að fá afkvæmi undan sýktum
hundum til að koma í augnskoðun, ef að þeir eru ekki sett sjálfkrafa í
ræktunarbanni.
Með von um góðar undirtektir og úrlausn mála Shih Tzu hundum á Íslandi
f.h. Stjórn Shih Tzu deildar”
Með bestu kveðju,
f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands
Valgerður Júlíusdóttir
|

|
(10-09-2012)
|
Fyrirlestrar fyrir ræktendur hunda og katta. Fimmtudaginn 13. september Hill´s á Íslandi býður ræktendum og áhugafólki um ræktun á tvo fyrirlestra fimmtudaginn 13. september kl. 19.30. Þeir eru haldnir á Grand Hótel Reykjavík, salurinn heitir Gallerí og er á -1 hæð. Fyrri fyrirlesturinn heldur Hanna María Arnórsdóttir sérgreinadýralæknir hunda og katta undir heitinu; Sjúkdómar og erfðir- nýir möguleikar í skimun sjúkdóma hjá ræktunardýrum. Hinn síðari er í höndum Janet Brandin frá Hill´s, hún mun fjalla um næringu og fóðrun ræktunardýra og hvolpa/kettlinga ; "How to feed the pregnant bitch/ female cat and puppies & kittens", sá fyrirlestur fer fram á ensku. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig í síma 535 7059 eða með tölvupósti á margret@vistor.is í síðasta lagi 12. september! Lukkuleikur verður á staðnum (happdrætti) með spennandi vinningum, meðal annars ársbirgðir af Hill´s fóðri! Léttar kaffiveitingar í boði.
Lecture for dog and cat breeders Thursday 13th Sepember Hill's Iceland is invitin breeders and people interested in breeding, to two lectures at 19:30 hrs. They will be held at Grand Hotel, Reykjavík the name of the venue is Gallery on the 1st Floor. The first lecure is held by Vet.dr. Hanna María Arnórsdóttir and is about Diseases and heredity, new possibilities in scanning for diseases in breeding stock. The second lecture is about nutrition and feeding of the breeding animals and their pogeny. The lecture is in english. The is not admittence fee and everyone is wellcome, but it will be necessary to register by phoning 5357059 or by email to margret@vistor.is before the 12th September. There will be a lottery with exciting prizes, amongst others a years supply of Hill pet nutrition. |
Nánar ... |

|
(10-08-2012)
|

|

|
Má bjóða þér ókeypis sníkjudýrarannsókn fyrir hundinn þinn? (23-07-2012)
|
Í kjölfarið af því að það hefur fundist ný ormategund í nokkrum hundum hér á landi hefur verið ákveðið að setja af stað rannsókn til að skoða nánar hvaða sníkjudýr eru að finna í hundum á íslandi.
Eina sem þú þarft að gera til að vera með er að koma með saursýni (Kúkapoka) frá hundinum þínum sem má ekki vera eldra en dagsgamalt. Merktu pokan með nafninu þínu nafn hundsins og netfang eiganda. Síðan færðu sendan stuttan spurningalista á netfangið þitt sem verður notað með í rannsókninni. Muna að reyna að hafa sýnið sem hreinast, semsagt ekkert drasl frá umhverfi. Þáttaka þín og hundsins þíns er mjög mikilvæg Tekið er við sýnum á dýraspítalanum í Garðabæ. Kirkjulundi 13 210 Garðabæ
|
Nánar ... |

|
(30-04-2012)
|
Ársfundur ShihTzudeildar verður haldinn þriðjudaginn 15. maí kl. 19:30 á fundastaður verður auglýst síðar.
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar Kosning í stjórn og nefndir Kaffi Önnur mál
Þeir sem haf áhuga á að gefa kost á sér í stjórn deildarinnar vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið stjorn@shihtzu.is fyrir 10.mai næstkomandi. Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest. Stjórnin
The annual general meeting of the Shih Tzu Club will be held 16th May 2012 meeting place will be advertised later.
Agenda, Committee's report Elections Coffee Open discussions.
Looking forward to seeing you there
Committee. |
Nánar ... |

|
(13-02-2012)
|
Ath! Breytt staðsetning á febrúarsýningu. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að alþjóðlega hundasýning Hundaræktarfélags Íslands 25.-26. febrúar verður haldin í nýju húsnæði að Klettagörðum 6, 104 Reykjavík.
Nýja sýningsvæðið er allt opið og býður upp á að sölu- og kynningabásar verða inni á sjálfu sýningasvæðinu, sýnendur geta verið með búr, snyrtiborð, stóla ofl. við sýningahringi og áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og sitja við sýningahringi. Næg bílastæði eru á svæðinu. Nánari framkvæmd og útfærsla er í vinnslu.
Please note that the Kennel Club's Spring Show, 25-26th February will be held at a new place, Klettagördum 6, 104 Reykjavík.
It will be possible to have dog crates, grooming tables and chairs by the showering. Viewers are allowed to bring their own chairs and sit by the rings. Plenty of room for car parking. |

|
(24-01-2012)
|
Hvolpaparty /Puppy Party 
Sunnudaginn 29.01.2012 frá kl. 14-16 verður hvolpahittingur í Gæludýr.is, Korputorgi, fyrir alla hvolpa er fæddust 2011. Farið verður yfir grunn atríði í snýrtingu, sýningar og/eða hvolpanir geta bara leikið sér.
A puppy party will be held in Gæludýr.is, Korputorgi on Sunday 29.01.2012. from 14:00-16:00 p.m. A lot will be going on e.g. information of basic grooming, show training or the puppies can just play.
Vonumst eftir að sjá sem flesta / Hoping to see you there
Kaffi og veitingar verða í boði húsins./ Coffee on the house
Stjórn & nefndir deildarinnar.
|
Nánar ... |

|
(30-10-2011)
|
|
Helgina 26.og 27.nóvember standa Auður Björnsdóttir og Vinnuhundadeild HRFÍ fyrir dansnámskeiði fyrir hunda og eigendur þeirra. Skráning fer fram í gegnum mail : vinnuhundadeild@gmail.com Þátttökugjald er 8.000,-
Þið megið endilega setja tilkynningu um þetta á ykkar deildarsíður ef þið viljið.
Hentar jafnt krökkum sem fullorðnum. Þetta námskeið hefur verið haldið áður og tókst vel upp.
--
Með bestu kveðju,
F.h stjórnar Vinnuhundadeildar Hrfí,
Dagbjört Örvarsdóttir | |
Nánar ... |

|
(11-10-2011)
|

|
Nánar ... |

|
(29-09-2011)
|
Snyrtikvöld með Stellu Sif Gísladóttir, hundasnyrtir.
Mánudaginn 3.10.2011 verður snyrtikvöld þar sem farið verður í gegnum helstu aðriði er varða snyrtingu Shih Tzu hunda. Stella Sif hefur sérhæft sig aðeins í Shih Tzu hundinum og verður margt fróðlegt sem kemur fram Hvetjum alla nýja Shih Tzu eigendur til að mæta. Kennsla fer fram í Dýraríkinu við Holtagörðum, keyrt upp ramp vinstra megin á húsinu og er þar aðstaða til að geyma bílana og aðgengi inn í snyrtistofuna
Grooming session with Stella Sif Gisladottir, groomer
On Monday 3.10.2011 there will be a grooming session where we will go over the main factors in grooming a Shih Tzu a lot of good points to be learned. We encourage all new Shih Tzu owners to come. The session will be held in Dýraríki, Holtagörðum, drive upp the slope on the left hand side of the building where there are facilities to park your car and access to the grooming parlour.
Stjórn./ Committee. |
Nánar ... |

|
(09-08-2011)
|
Yngri sýnendur PMF-deildar HRFÍ
Sunnudaginn 21. ágúst stendur PMFdeild fyrir skemmtun fyrir yngsta hunda áhugafólkið úr öllum deildum. Skemmtunin fer fram í húsnæði Gæludýr.is á Korputorgi og hefst kl. 14:00. Um er að ræða skemmtisýningu fyrir börn sem ekki hafa náð tilskyldum aldri til að fá að taka þátt í ungum sýnendum á opinberum sýningum HRFÍ.
Yngri sýnendum verður skipt í 3 flokka:
...- Flokkur barna sem fædd eru eftir 21. ágúst 2001 og fram til 2004
(mega ekki vera búin að ná 10 ára aldri á sýningardag).
- Flokkur barna sem fædd eru 2005 eða síðar.
- Flokkur barna með aðstoðarmanneskju - en þar má einn fullorðinn aðstoða sýnandann.
Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki fyrir sig, auk þess sem allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal.
Dómari verður
Sóley Ragna Ragnarsdóttir
Skráning fer fram 1. til 14. ágúst. Hægt er að skrá sig með tölvupósti:
pmfdeildin@gmail.com eða í síma 661 4249 (Diljá) Við skráningu þarf að geta nafn og aldur barns, tegund hundar og nafns hans.
Vinsamlegast athugið að ekki má sýna lóðatíkur á viðburði sem þessum.
Skráningargjald er 1.000 krónur.
Hundar verða spenntir fyrir kerrur á svæðinu og boðið upp á kerruferðir fyrir yngstu börnin. Einnigverða veitingar á staðnum gegn vægu gjaldi.
Ef nægileg þátttaka næst, verða haldnar sér sýningaþjálfanir fyrir yngstu börnin (nánar auglýst síðar) Ef börn hafa áhuga á þátttöku en vantar hund, þá er hægt að hafa samband við
Berglindi Kolbeinsdóttur í síma: 698 1647
Stjórn PMF-DEILDAR
www.pmfdeildin.wordpress.com
|

|
(24-06-2011)
|
Hundadagur í Víðey
Þann 2.júlí verður svokallaður hundadagur haldinn í Viðey, en síðustu tvö ár hefur rekstraraðilinn í Viðey haldið hundadag þar sem hundaeigendur hafa komið með hunda sína sem og aðrir gestir til að skoða og hefur þetta komið ágætlega út svo nú er um að gera að stækka þetta svolítið og bjóða ykkur að koma og sýna ykkar tegund ( svipað og við gerum í garðheimum ). Við erum að leita af ca 10 - 15 teg af hundum til að sýna og leyfa fólki að sjá þessi yndislegu dýr sem því miður hafa ekki fengið nógu góða umfjöllun síðustu vikur en það er að sjálfsögðu okkar að bæta úr því.
Þetta er allveg frjáls dagur að öðru leyti en við erum að kynna þessa fögru eyju fyrir fólki og náttúruna sem þar er. Þar sem við höfum leyfi frá Menningar og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar til að vera með hunda í Viðey svo lengi sem fólk hefur þá í taumi og hirðir upp eftir hundinn sinn þá er þetta í lagi. Í Viðeyjarstofu er kaffihús þar sem seldar eru gómsætar veitingar ásamt ís og fl, svo er hægt að fara í göngu um eyjuna með hundana.
Við verðum með grindur sem hægt er að hafa hundana í en einnig myndum við bara vilja hafa þá hjá sínum eigendum og á vappi um svæðið.
Hundaþjálfari verður á staðnum fyrir þá sem eru styttra komnir og veitir leiðsögn.
Þeir sem hafa áhuga fá að sjálfsögðu frítt í ferjuna fyrir sig og hundinn :-)
Áhugasamir endilega hafið samband við undirritaðan.
Bestu kveðjur, / Best regards, Guðlaugur Ottesen Operating Manager - Viðey Tours Rekstrarstjóri Viðeyjarferða Mobile: (+354) 824 1076 E-mail: gulli@elding.isgulli@elding.is>
|
Nánar ... |

|
(08-05-2011)
|
Pökkunarnámskeið 16 maí kl 18:00 og fram eftir kvöldi. Kennt verður hvernig á að pakka inn feldi. Sýnt verður á kennslumódeli hvernig skal gera og síðan færðu hjálp að pakka inn feldinum á þínum eigin hundi. Innifalið í námskeiðinu er allt efnið sem til þarf til að pakka inn feldinum. Efnið sem notað er í feldin er Biogroom og pappírinn frá Show tec Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið svo um að gera að skrá sig sem fyrst. Seinasti skráningadagur er 13 maí. Verð á námskeiðið er 7000. Skráning á námskeiðið : sendið email með nafni og símanúmer á guggz@simnet.is |

|
(21-03-2011)
|
Ársfundur ShihTzudeildar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2011 kl. 20:00 á skrifstofu HRFI.
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar
Kosning í stjórn og nefndir
Kaffi
Önnur mál
Þeir sem haf áhuga á að gefa kost á sér í stjórn deildarinnar vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið stjorn@shihtzu.is fyrir 1. Apríl næstkomandi.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.
Stjórnin |
Nánar ... |

|
(19-03-2011)
|
 
|

|
(01-03-2011)
|
Ég var í Víðidalnum um helgina og myndaði ykkar tegund á hring 2. Er að athuga hvort að félagar í deildinni ykkar hafi áhuga á að kaupa dvd disk frá sýningunni. Diskurinn kostar 2.500,- Ég tók einnig upp keppni ungra sýnenda (2.500,-) og úrslitin á laugardag og Sunnudag (2.500,- saman í pakka).
Hægt er að panta diskana á 3ernir@internet.is
Bestu kveðjur Kristinn Guðmundsson sími: 866-0839 tölvupóstur: 3ernir@internet.is
|
Nánar ... |

|
(04-02-2011)
|
Sýningarþjálfun Shih Tzu deildar fyrir Febrúar sýningu HRFI 
verður sem hér segir í Gæludýr.is, Korputorgi.
The Shih Tzu clubs ring training classes will be as follows in Gæludyr.is, Korputorg. ALLIR VELKOMNIR / Everyone is welcome.

Laugard/Saturd. 5.2. kl. 17-18
Laugard/Saturd. 12.2. kl. 17-18
Laugard/Saturd. 19.2. kl.17-18
Fimmtud/Thursd. 24.2. kl. 19-20
Munið eftir kúkapokum og sýningartaum. Kaffi verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi/ Remember to bring waste bags and showlead. Coffee will be available at a reasonable price. |
Nánar ... |

|
Findings of Ophthalmic Visit to Iceland (08-12-2010)
|
Greinagerð Lornu Newman Opthamologist um augnskoðun sem fram fór á vegum Shih Tzu deildar í Nóvember s.l. má finna í heild sinni undir " Greinar".
The findings of Lora Newman Opthamologist in connection with the eye testing which was held by the Shih Tzu Club last november can be found under "Articles". |
Nánar ... |

|
Sýningarþjálfun á vegum Mjóhundadeildar. (09-11-2010)
|
Mjóhundadeild býður uppá sýningarþjálfun í húsnæði Gæludýr.is, Korputorgi , þjálfarar Kristínu Hoff og Jörgen Kristensen courtborne.com dagana 16 og 17 nóvember á milli kl 18 og 21 bæði kvöldin Kristín og Jörgen eru bæði mjög þekkt og virt í sínu heimalandi, og er það mikill heiður fyrir okkur að fá þau hingað til lands, þau munu gefa skriflega umsagnir ásamt því að ráðleggja fólki með hvern hund fyrir sig, gefst því fólki tækifæri til að koma með fleiri en ein hund, og fá ráðgjöf fyrir hvern og ein. Kristín Hoff byrjaði sem ungur sýnandi, undafarin ár hefur hún dæmt á opnum sýningum í Noregi og Svíþjóð ásamt því að hafa verið með sýningarþjálfanir í mörg ár ásamt Jörgen. Þau hafa ræktað whippet og saluki í mörg ár, nýlega eignuðust þau chihuahua. Áhugasamir skrái sig og fjölda hunda hjá Kristínu Kristvins. alfaberg@simnet.is þetta verður með þeim hætti að skipt verður upp eftir tegundum þannig að fólk þurfi ekki að bíða lengi. En að sjálfsögðu mega allir fylgjst með. Verð per. hund 1000kr Þjálfunin er fyrir Mjóhunda, Chihuahua, Shih tzu og smáhundadeild (tegundahóp 9) aðrar tegundir velkomnar, en ekki er víst að unnt verði að gefa umsögn, aðeins sýningaráðgjöf. Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Kristvins í síma: 8681293 og Vordís Sigurþórsd.í síma: 8615699
|

|
(14-10-2010)
|
Augnskoðun í Kópavogi 13. og 14. nóvember 2010
Shih Tzu deild HRFÍ mun standa fyrir augnskoðun helgina 13. - 14. nóvember næstkomandi .
Allir Shih Tzu eigendur eru hvattir til að nýta sér þessa augnskoðun. Einnig eru félagsmenn með aðrar hundategundir velkomnir með sína hunda.
Breski dýralæknirinn Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS annast augnskoðunina. Hún situr í augnlæknaráði Breska hundaræktarfélagsins og er sérfræðingur í arfgengum augnsjúkdómum.
HRFÍ viðurkennir þessa augnskoðun og er skoðunin jafngild augnskoðunum á vegum félagsins.
Augnskoðun fer fram í dýralæknaherberginu hjá Dekurdýrum að Dalvegi 18, Kópavogi.
Vakin er athygli á því að þessi augnskoðun hentar þeim sérstaklega vel, sem ekki geta eða vilja fara með hundana sína í augnskoðun á sama tíma og hundasýning HRFÍ stendur yfir.
Skráning fram í gegnum netfangið stjorn@shihtzu.is Vinsamlegast tilgreinið nafn hunds , tegund og ættbókanúmer.
Skoðunargjald er 5.720 krónur sem greiða þarf fyrir 5. nóvember næstkomandi inn á reikning deildarinnar 0701-15-202438 kt. 560810-0830 en gjaldið rennur óskipt til dýralæknisins. Kvittun sendist á netfangið stjorn@shihtzu.is
Stjórn. |
Nánar ... |

|
(04-10-2010)
|
Vilt þú láta sýna shih tzu hundinn þinn á nóvembersýninguni,
ég er tilbúinn að sýna ef að þú hefur áhuga,
er að fara að keppa í ungum sýnendum í Noregi og svo á ég eina shih tzu tik (Ronju).
Allavega hafðu samband ef þú hefur áhuga :D
hotmail: helgaoghugo@hotmail.com
og svo er ég náttúrulega á facebook líka :D
kær kveðja:
Helga Þöll Guðjónsdóttir og Ronja |

|
(27-09-2010)
|

|
Nánar ... |

|
Sýningarnámskeið (26-09-2010)
|
Auður Sif og Þorbjörg Ásta hafa ákveðið að fara af stað með sýnendanámskeið og ætla að bjóða smáhundum innan HRFÍ að vera með á námskeiði mánudagana 4. og 11. október n.k. Smáhundanámskeiðið verður mánudagana 4. og 11. október nk. í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Skráning fer fram á synendanamskeid@gmail.com og þar þarf að koma fram nafn, símanúmer, hvort viðkomandi er byrjandi eða reyndur, tegund hunds og netfang. Athugið að aðeins 20 komast á námskeiðið.
|
Nánar ... |

|
Dagatal Shih Tzu deildar. (20-09-2010)
|
Kynningarnefnd deildarinnar sér um að gera Shih Tzu deildar dagatal fyrir 2011.
Okkur vantar fallegar myndir af Shih Tzu hundunum ykkur í góðri upplausn sem henta til prentunnar. 12 myndir verða síðan valdar út til að prýða dagatalið, sem verður svo selt til styrktar deildinni.
Myndirnar verða valdar með tilliti til gæða mynda, myndefni og hverjum mánuði fyrir sig, og reynt verður að hafa þær sem fjölbreyttastar af sem flestum hundum.
Endilega sendið okkur myndir á: stjorn@shihtzu.is
Kynningarnefnd
|

|
Laugavegsganga HRFÍ (25-08-2010)
|
Laugardaginn 4. september Laugavegsganga Hundræktarfélags Íslands verður laugardaginn 4. september n.k. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl.13:00, gengið niður Laugaveg og endað í Hljómskálagarðinum. Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn í göngunni. Mikilvægt er að þátttakendur mæti tímanlega. Munið að koma með skítapoka og hirða upp eftir hundana
|
Nánar ... |

|
(09-08-2010)
|
Shih Tzu og Schnauzerdeild og munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að haust sýningu HRFÍ, í reiðhöll Gusts í Álalind.
Fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20
Fimmtudaginn 19. ágúst kl.20
Þriðjudaginn 24. ágúst kl.19
Ræktendur athugið! Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.
Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.
→ Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.
→ Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.
→ Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun. |
Nánar ... |

|
(01-07-2010)
|
GANGA !!!
Við ætlum að hittast fimmtudaginn 8. Júlí kl. 19:30 við gamla her-sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli. Helga Magnea bíður í kaffi á eftir og eru allir hvattir til þess að mæta. Ef einhver ratar ekki endilega hringið þá í Helgu Magneu S: 865-6740 Höfum með okkur kúkapoka og góða skapið
Göngunefnd Shih Tzu deildar
|

|
Spurningar & Svör vegna PRA (22-06-2010)
|
Shih Tzu Deild stendur fyrir opnu húsi næst komandi Þriðjudag 29.06.10 kl.18 í húsnæði
Félagsins að Síðumúla 35.
Vegna frétta um staðfest PRA í Shih Tzu hundum hér á landi ætlar Helga Finnsdóttir dýralæknir að mæta á staðinn og svara spurningum sem liggur á fólki varðandi þennan sjúkdóm.
Við bjóðum öllum deildum að koma og ræða málin.
Kaffi og léttar veitingar í boði deildarinnar.
Stjórnin.
The Shih Tzu club will have an open house next Tuesday 29.06.10 at 18.00p.m. at the KC office in Síðumúla 35. Vet.Dr. Helga Finnsdóttir will be there to answer any questions we may have regarding the news of confirmed PRA in Shih Tzu´s here. We invite all other clubs to come and take part in the topic.
Coffee and biscuits on the house.
Committee. |
Nánar ... |

|
(07-06-2010)
|
Fyrirlestur um PRA þann 10. júní
Þann 10. júní nk mun Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um PRA fyrir deildina. Fyrirlesturinn verður haldinn í Helgukoti í reiðhöll Gusts í Kópavoginum og hefst kl 20. Aðgangseyrir er 300 kr. |

|
(28-05-2010)
|
Ágætu Félagsmenn.
Á síðasta fulltrúaráðs fundi miðvikudaginn 5. maí var rætt um Sólheimakot - umgengni og viðhald. Ákveðið var að stofna nefnd sem myndi sjá um að koma þessu máli í farveg. Nú vantar okkur sjálfboðaliða og leitum því til félagsmanna okkar og vonandi leynist einhver þarna úti sem hefur áhuga á smá málingar vinnu og öðru tilfallandi.
Farið verður í viðhaldið á Sólheimakoti í september ef veður leyfir. Hugmyndin er að nota fyrstu 3 helgarnar. Nauðsynlegt er að fá nöfn sjálfboðaliða fyrir mánaðamót.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu vinsamlegast sendið e-mail á Sólheimakot nefndina
Ragnhildur Gísladóttir, schnauzerdeild, raggagisla@heljuheims.net Guðbjörg Guðmundsdóttir, retrieverdeild, gudgud@landspitali.is Daníel Hinriksson, chihuahuadeild, danielorn@simnet.is Jóna Karlotta Herbertsdóttir, papillon- og phalenedeild, fidrildi60@hotmail.com
Fyrir hönd nefndarinnar Ragnhildur Gísladóttir
|

|
Fyrirhugað ræktunarnámskeið í maí - Einstakt tækifæri! (09-04-2010)
|
Dómararnir Liz-Beth Liljeqvist og Ann-Chatrin Edoff hafa áhuga á að bjóða félagsmönnum HRFÍ upp á ræktunarnámskeið helgina 15.-16. maí, kl. 9:00- 17:00 báða dagana.
Ann-Chatrin sér um skapgerð og skapgerðarmat hunda en Liz-Beth það sem snýr að byggingu og heildarútliti hunda. Áhersla verður lögð á 5 hundategundir sem verður ákveðið þegar skráningu lýkur.
Lágmarksþátttaka er 30 manns. Námskeiðsgjald er kr. 9.500
Skráningafrestur er til 16.apríl.
Á námskeiðinu verður stuðst við eftirfarandi atriði:
· The basic knowledge for breeders to know.
· Temperament, specific breeds, problems and how to deal with them.
· What can be done by the breeder before the puppies leave.
· Anatomy, conformation and proportions of the dog and how do recognise them. Compare the dog to the standard.
· How do see faults in your own dog? How do choose a mate to improve on it.
· Problems incurred in using popular sires.
· What do breeder have study before breeding from their dogs.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið hrfi@hrfi.is. Þátttökugjald verður að greiðast við skráningu annars er skráning ekki staðfest.
|

|
Augnskoðun 5. og 6. júní 2010 (09-04-2010)
|
Dýralæknarnir Finn Bøserup og Jens Knudsen frá Danmörku augnskoða hunda í Reiðhöllinni í Víðidal dagana 5. og 6. júní, í tenglsum við sumarsýningu félagsins, ef næg þátttaka verður. Virkir félagsmenn geta látið skoða hundana eftir að þeir hafa verið sýndir.
Tímapantanir fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun kostar 5.720.- fyrir hund og er aðeins fyrir virka félagsmenn í HRFÍ.
Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 23. maí.
Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.
Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. |

|
Sýningarþjálfun (03-02-2010)
|
Shih Tzu, Schnauzer og Fuglahundadeild verða með sýningarþjálfun alla fimmtudaga frá 11/2 fram að sýningu í reiðhöllinni Gustur, Kópavogi. Tíminn byrjar kl.21 og kostar 500.- hvert skipti. Hafið sýningartaum og kúkapoka með. |
Nánar ... |

|
Atferli hunda (11-01-2010)
|
Laugardaginn 6. febrúar, kl. 13:00 í húsnæði H.R.F.Í., Síðumúla 15 mun Björn S. Árnason atferlisfræðingur halda fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla. Fyrirlesturinn mun standa í ca. klukkutíma og að honum loknum mun Björn svara spurningum úr sal. Inngangseyrir er Kr. 1.000.- og mun ágóði af fyrirlestrinum renna til Dýrahjálp Íslands.
Áhugamenn um Papillon. sk |

|
Alþjóðleg hundasýning í reiðhöllinni Víðidal (06-01-2010)
|
Reykjavík 27. -28 febrúar 2010 Skráningarfrestur rennur út 29. janúar. Dómarar: Benny Blid frá Svíþjóð, Espen Engh frá Noregi, Ferelith Somerfield frá Englandi, Angle Garac Domech frá Spáni, Damir Skok frá Króatíu. sk |

|
Kennsla í hvolpaþvotti (23-11-2009)
|
 Kennsla i hvolpaþvotti verður sunnudaginn 06.12.2009 Kati hundasnyrtir með meiru, ætlar að sýna nýbökuðum Shih Tzu eigendur hvernig á að baða hvolpana sína. Kennslan fer fram að Urðarás 12, 230 Keflavík kl.16.00, einnig ætlar Anna Jóna Halldórsdottir, hundaþjalfari að vera með okkur til halds og trausts og svara spurningum hvolpaeigenda.
Léttar veitingar verða á staðnum. sk
|

|
(19-11-2009)
|
 Erum að safna saman í hóp, ef þið hafið áhuga á að vera með skráðið ykkur á stjórn@shihtzu.is!!!!!
Kransakvöld!!!
Er að taka hópa í aðventukransaföndur í skreytiskúrnum heima hjá mér. Best er ef það eru ca 5-6 í hóp og verðið þá aðeins breytilegt eftir hversu margir eru saman í hóp J (miða við 6-7þús kr).
Um er að ræða fallega mosakransa sem að haldast eins ár eftir ár. Allt er innifalið í verði nema kertin, þau þurfið þið að koma með sjálfar – enda breytilegur smekkur manna!
Ef þið hafið áhuga þá endilega hafið samband við mig í email: soffiadogg@yahoo.com eða í síma 696-0957
Fallegur krans - skemmtilegt kvöld – gaman saman!
Kveðja Soffia Garðarsdóttir |

|