Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Á döfinni/Whats on

(18-10-2010)

 


Augnskoðun í  Kópavogi 13. og 14. nóvember 2010

  

Shih Tzu deild HRFÍ mun standa fyrir augnskoðun helgina 13. - 14. nóvember næstkomandi .

Allir Shih Tzu eigendur eru hvattir til að nýta sér þessa augnskoðun.  Einnig  eru félagsmenn með aðrar hundategundir velkomnir með sína hunda.

 

Breski dýralæknirinn Ms. Lorna Newman BVM & S Cert. V. Opthal. MRCVS  annast augnskoðunina. Hún  situr í augnlæknaráði Breska hundaræktarfélagsins  og er sérfræðingur í arfgengum augnsjúkdómum. 

 

HRFÍ viðurkennir þessa augnskoðun og er skoðunin jafngild augnskoðunum á vegum félgsins.

 

Augnskoðun fer fram í dýralæknaherberginu hjá Dekurdýrum að Dalvegi 18, Kópavogi.

 

Vakin er athygli á því að þessi augnskoðun hentar þeim sérstaklega vel, sem ekki geta eða vilja fara með hundana sína í augnskoðun á sama tíma og hundasýning HRFÍ stendur yfir.

 

Skráning fram í gegnum netfangið stjorn@shihtzu.is  Vinsamlegast tilgreinið nafn hunds , tegund og ættbókanúmer.

 

Skoðunargjald er  5.720 krónur sem greiða þarf fyrir 5. nóvember næstkomandi inn á reikning deildarinnar 0701-15-202438 kt. 560810-0830 en gjaldið rennur óskipt til dýralæknisins. Kvittun sendist á netfangið stjorn@shihtzu.is

 

 Stjórn.


sk

Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.