Shih Tzu deild HRFÍ

Forsíða
Home
Deildin
Club
Fréttir
News
Tegundin
The breed
Greinar
Articles
Sýningar
Shows
Gagnagrunnur
Database
Myndasafn
Gallery
Tilkynningar
Message board

Fréttir/News

Deildarfréttir sem áttu að birtast í Sám (31-08-2010)

 

Shih Tzu deild

 Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í deildinni  að undanförnu, í byrjun maí vorum við með toppa og flækju kvöld þar sem hundasnyrtar fóru fimum höndum um feld hunda og sýndu okkur hvernig best væri að ná flækjum úr Shih Tzu einnig hvernig setja á topp á mismunandi vegu hvort sem er hversdags eða sýningatopp.

Í maí stóð deildin fyrir kúkagöngu í Grafarvogi þar sem neikvæð umræða hafði átt sér í hverfisblaði þeirra.  Við fengum góða félaga úr Terríer, Papillon og Miniature Pincher til liðs við okkur og gengum við í rúma klukkustund og hreinsuðum stórt svæði.

Sýninga þjálfun var með hefðbundnum hætti fyrir júní sýninguna alls 3 skipti.

 Í byrjun júní var deildin með Opna sýningu (óopinber sýning) sem kynningarnefnd deildarinnar skipulögðu á einni viku (sem er hreint ótrúlegt) með miklum myndarbrag.  Var það hinn virti dómari Annukka Paloheimo sem dæmdi hundana, búin til var sérflokkur svo kallaður „Freestyle“ flokkur fyrir klippta hunda og er þetta í fyrsta skipti sem þeir eru sýndir hér á landi.  Þetta vakti lukku og verður örugglega gert aftur.  Sjá má úrslit á heimasíðu deildarinnar shihtzu.is  ásamt myndum af þeim 30 hundum sem sýndir voru.  Frekari upplýsingar um opnu sýninguna er á deildarsíðunni undir flipanum sýningar.  Gaman er að geta þess að þeir sem urðu hlutskörpust i Freestyle flokknum voru Gullroða Putzini og Gullroða Lucia mynd af þeim fylgir hér með

Síðan var komið að sumarsýningu HRFÍ sem gekk vel í alla staði og voru 19 hundar sýndir, dómari var Paul Stanton.  BOB var ISCH Santosha Angeldust og BOS var Ta Maria Beat The Fantasy sem einnig varð íslenskur meistari á sýningunni .

Augnskoðun var sömu helgi og sumarsýningin og urðum við Shih Tzu eigendur fyrir stóru áfalli þegar tveir hundar greindust með PRA.  Samkvæmt því sem Fin Boserup sérfræðingur í augnsjúkdómum hunda sagði þá er PRA að breiðast hratt út í tegundinni um allan heim.  Hefur stjórn deildarinnar unnið hörðum höndum við að komast í samband við ræktendur og Shih Tzu klúbba út um allan heim í þeim tilgangi að fá þá til að láta augnskoða hundana sína og fá sýni úr sýktum hundum þannig að hægt væri að gera DNA test fyrir tegundina.  Nú er þetta greint á efri árum hundana og þess vegna er mikilvægt að láta líka augnskoða eldri hunda.

 

Stjórnin


Á döfinni
Events

Tenglar
Links

Spjallið
Forum

  

Höfundarréttur © 2024 öll notkun á efni vefsíðunnar er óheimil nema með skriflegu leyfi eigenda.